Morgunn


Morgunn - 01.06.1956, Page 56

Morgunn - 01.06.1956, Page 56
50 MORGUNN illinn mér nafnið á barninu, og þá varð mér skyndilega ljóst, frá hverjum miðillinn væri að segja. Litla stúlkan dó þriggja ára gömul, þá fyrir níu árum, en miðillinn sá hana og sagði frá henni sem tólf ára gamalli stúlku. Sjálf- ur hugsaði ég um hana sem þriggja ára barn, en það átti ég vitanlega ekki að gera. Tæpum sólarhring eftir að sú litla stúlka dó, var ég á miðilsfundi hjá frú Guðrúnu Guðmundsdóttur. Af vörum hennar sagði „Jakob litli“ mér frá viðskilnaði þessarar litlu stúlku, sem þá var dáin fyrir tæpum sólarhring norð- ur í landi, og hann sagði mér frá englinum, sem hefði bor- ið hana burt, með þeim óvænta hætti, sem mér verður jafnan ógleymanlegur. En frá þeirri fögru og merkilegu lýsingu af vörum miðilsins hefi ég sagt á félagsfundi hjá oss áður. Vér helgum þennan félagsfund minningunni um þá, sem farnir eru af jarðneskum heimi, og sérstaklega ástvinun- um, sem næstir oss stóðu. Sum yðar voru við dánarbeðinn, þegar viðskilnaðurinn varð og fenguð að halda í hönd hins deyjandi vinar. Aðrir yðar eiga þá sáru minning, að vin- urinn var í fjarlægð, er hann dó, e. t. v. á hafinu eða ann- ars staðar langt í burtu, og þá var engin jarðnesk vinar- hönd til að halda í hönd hans síðustu stundirnar. En hvort sem vinurinn látni var orðinn rænulaus, svo að hann skynjaði ekki návist þína, eða hann dó þar, sem enginn af vinum hans gat verið hjá honum, er sú sann- færing mín, að hann hafi ekki verið einmana. Yfir þessu öllu er vakað af háleitari speki og dýpri miskunn en vér gerum oss að jafnaði ljóst. Er Guð ekki stöðugt að leiða oss? Er ekki höndin hans eina höndin, sem sleppir oss aldrei? Þetta eigum vér öll að geta séð af orsakasamhenginu í lífi voru, þar eigum vér öll að geta séð marga vitnisburði þess, hve yfir oss er vak- að. Þess vegna eigum vér heldur ekki að þurfa að efa, að A
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.