Morgunn - 01.06.1956, Síða 56
50
MORGUNN
illinn mér nafnið á barninu, og þá varð mér skyndilega
ljóst, frá hverjum miðillinn væri að segja. Litla stúlkan
dó þriggja ára gömul, þá fyrir níu árum, en miðillinn sá
hana og sagði frá henni sem tólf ára gamalli stúlku. Sjálf-
ur hugsaði ég um hana sem þriggja ára barn, en það átti
ég vitanlega ekki að gera.
Tæpum sólarhring eftir að sú litla stúlka dó, var ég á
miðilsfundi hjá frú Guðrúnu Guðmundsdóttur. Af vörum
hennar sagði „Jakob litli“ mér frá viðskilnaði þessarar
litlu stúlku, sem þá var dáin fyrir tæpum sólarhring norð-
ur í landi, og hann sagði mér frá englinum, sem hefði bor-
ið hana burt, með þeim óvænta hætti, sem mér verður
jafnan ógleymanlegur. En frá þeirri fögru og merkilegu
lýsingu af vörum miðilsins hefi ég sagt á félagsfundi hjá
oss áður.
Vér helgum þennan félagsfund minningunni um þá, sem
farnir eru af jarðneskum heimi, og sérstaklega ástvinun-
um, sem næstir oss stóðu. Sum yðar voru við dánarbeðinn,
þegar viðskilnaðurinn varð og fenguð að halda í hönd hins
deyjandi vinar. Aðrir yðar eiga þá sáru minning, að vin-
urinn var í fjarlægð, er hann dó, e. t. v. á hafinu eða ann-
ars staðar langt í burtu, og þá var engin jarðnesk vinar-
hönd til að halda í hönd hans síðustu stundirnar.
En hvort sem vinurinn látni var orðinn rænulaus, svo
að hann skynjaði ekki návist þína, eða hann dó þar, sem
enginn af vinum hans gat verið hjá honum, er sú sann-
færing mín, að hann hafi ekki verið einmana. Yfir þessu
öllu er vakað af háleitari speki og dýpri miskunn en vér
gerum oss að jafnaði ljóst.
Er Guð ekki stöðugt að leiða oss? Er ekki höndin hans
eina höndin, sem sleppir oss aldrei? Þetta eigum vér öll að
geta séð af orsakasamhenginu í lífi voru, þar eigum vér
öll að geta séð marga vitnisburði þess, hve yfir oss er vak-
að. Þess vegna eigum vér heldur ekki að þurfa að efa, að
A