Morgunn - 01.06.1956, Síða 58
Ég yfirgaf líkamann um stund
og fór í hann aftur.
Frásögn Gunnars Steins Gunnarssonar á Laugábóli
í Nauteyrarhreppi.
★
Á afmæli Halldórs bónda Jónssonar að Arngerðareyri
1947 kom mér í hug, að gaman væri að skjótast út að Arn-
gerðareyri og njóta þess að ræða við Halldór bónda um
stund. Þar sem þá var óvenju snjóþungt milli Arngerðar-
eyrar og Laugabóls, sá ég við nánari athugun, að ég yrði
að sitja heima. Kom mér þá í hug, að ég skyldi skrifa á
seðil afmælisósk til Halldórs, því að vera kynni, að ferð
yrði milli bæjanna þá um daginn. En þegar ég settist nið-
ur við borð til að rita seðilinn, varð ég svo yfirkominn af
svefni og magnleysi, að ég gat með engu móti haldið mér
uppi, og gekk því beint til rekkju minnar og sofnaði fast
og vært.
Vaknaði ég aftur eftir um klukkustundar svefn og var
þá óvenju hress og endurnærður. Vissi ég ekki fyrr til en
ég kipptist við og stóð upp í rekkjunni og strauk með
höndunum eftir neðri hluta líkamans, eins og til að þreifa
á því, að þetta væri ég sjálfur, því að mér fannst líkast
því sem ég væri ungur maður, ólmur af lífsfjöri, sem
hvergi kenndi sér neins meins. Rétt í þessu og alveg ósjálf-
rátt varð mér litið til höfðalags rekkjunnar og sá þar liggja
annan mann, þ. e. sjálfan mig eða hluta af sjálfum mér.
Kom mér þá í hug, að nú kæmist ég allra ferða út að Arn-
gerðareyri til Halldórs kunningja míns, þar sem ég kenndi
engrar þreytu né elli, eins og venjulega. Var þá eins og