Morgunn - 01.06.1956, Síða 59
MORGUNN
53
hvíslað að mér eða rann upp í undirvitund minni: Þú
verður líka að hafa með þér til Arngerðareyrar veruna,
sem í rúminu liggur, annars verður þú ósýnilegur. 1 fram-
haldi af þessu tók ég að hugsa, að erfitt yrði mér að bjástra
við veru mína í rúminu, hún væri líklega um 30 kg að
þyngd, og óþægilegt að bera þann bagga fyrir framan sig,
þótt ekki væri lengra en út að Arngerðareyri. Ekki taldi
ég þó ógerlegt að reyna þetta, en þær ráðagerðir enduðu
a þann veg, að mér þótti sem einhver kippti í mig, þar sem
ég stóð í rúminu, og þrýsti mér í líkamsveru mína, sem lá
í rúminu, og varð af því dálítill smellur, líkt og þegar kippt
er í lið, um leið og ég hvarf til fulls í líkamsgervið.
Ekki varð mér á nokkurn hátt meint við þennan atburð,
og hélt ég fullu ráði og rænu meðan hann gerðist. Þegar
ég hafði legið drykklanga stund sameinaður líkamsgerv-
inu, sté ég á fætur og klæddi mig og gekk til venjulegra
verka minna.
Ég sagði heimilisfólkinu á Laugabóli strax frá þessum
atburði, eins og það mun fúslega við kannast.
Rétta frásögn vottar:
Gunnar St. Gunnarsson.
Amgr. Fr. Bjarnason skrásetti.