Morgunn - 01.06.1956, Side 60
Máttur kærleikans.
★
Við lifum á atomöld, þar sem gullið glymur og æsir í
dunandi dansi umhverfis gullkálfinn; gnótt hinna efnis-
legu gæða og uppfyllingu fýsna og spillingar.
Þá birtist í leiftursýn, en fullri alvöru, spurningin
eilífa: „Að hvaða gagni kæmi það manninum, þótt hann
eignaðist allan heiminn, en biði tjón á sál sinniV'
Við getum ekki flúið frá því guðdómlega til hins efnis-
lega; frá því staðfasta til hins hverfula, stundlega, nema
með því að glata sjálfum oss, því að hvað er líkami án
sálar? Brothætt, stundlegt ker, sem þjáist án friðar, óttast
án vonar.
I.
Margt er gott, en eitt er nauðsynlegt. Það er betri heim-
ur, betra fólk. Fólk, sem vill og leitast eftir að þroska sál
sína eftir leiðum og lögmálum guðdómsins. Fólk, sem í
sannleika er hvers annars náungi. Fólk, sem þráir kær-
leika og frið, og leggur fram krafta sína því til eflingar.
Fólk, sem kynnast vill Guði sínum og þjóna honum. Fólk,
sem vill gera sína jarðnesku bústaði sem líkasta hinum
himnesku bústöðum, og með því undirbúa, að það sé sem
þroskaðast til þess að taka á móti blessun og sælu guðs-
ríkisins, þegar þessu lífi lýkur.
II.
Allt of fáir gera sér grein fyrir því guðdómlega, sem
fylgir lífinu á jörðu hér, og eiga þess vegna veika von eða
jafnvel enga um framhaldslíf, þegar jarðvistin endar.
Þeir munu tiltölulega fáir, sem verða þess varir, að