Morgunn - 01.06.1956, Side 63
MORGUNN
57
VII.
Máttur kærleikans megnar að breyta heiminum. Hann
skapar nýtt hugarsvið, fjarri því vélræna; nýtur gæða
þess og þjónustu, en dýrkar það ekki. Máttur kærleikans
skapar nýtt fólk, betra fólk. Fólk, sem þjónar andanum
hieira en efninu. Hvort heldur það er einstakt heimili eða
heimurinn allur, skapast það af og eftir þeim, sem þar búa.
Þótt máttur kærleikans sé mikill og alls staðar nálæg-
ur, kemur hann ekki til okkar nema við sjálf gerum eitt-
hvað til þess. Við verðum að glæða og þroska kærleiks-
máttinn í okkur sjálfum, þá samverkar kærleiksmáttur
hins ósýnilega heims kærleika okkar, og því öflugra, sem
kærleiksþjónusta okkar verður fullkomnari.
Hin mikilvæga spurning allra þeirra, sem fastir standa
í fjötrum lystisemda vélrænnar efnishyggju, verður þessi:
Eigum við að frelsa sjálfa oss, — eigum við að frelsa heim-
inn? Við getum engu síður lifað lífi okkar til þess að
hekkja og skilja nokkuð af dásemdum lífsins og göfga
&uðdómsneistann en hins að sjá og njóta fánýtrar yfir-
borðsgyllingar, sem er alger skuggahlið á lífinu og þeim
tilgangi, sem líf okkar hefir.
Ef einhver lesenda minna stendur veikur og óráðinn til
kærleiksþjónustunnar vegna þess, að honum finnst kær-
leikskraftur sinn niðurbrotinn og sundurklofinn, bið ég
hann að minnast þess, að hann stendur ekki einn í vina-
snauðum heimi. Umhverfis hann eru ótal kærleiksöldur,
reiðubúnar sem framrétt vinarhönd eða útbreiddur faðm-
Ur, til þess að styðja hann og styrkja á kærleiksleiðinni.
Hann er borinn og leiddur af ósýnilegum kærleikshönd-
um eftir viðsjálum og villugjörnum vegi til þess að frelsa
bæði sál hans og líkama.
Hinn sýnilegi kærleiki er kallaður mestur í heimi. Mátt-
ur hins ósýnilega kærleika er enn meiri. Honum tilheyrir
heimurinn og himnarnir líka.
Amgr. Fr. Bjamason.