Morgunn


Morgunn - 01.06.1956, Blaðsíða 63

Morgunn - 01.06.1956, Blaðsíða 63
MORGUNN 57 VII. Máttur kærleikans megnar að breyta heiminum. Hann skapar nýtt hugarsvið, fjarri því vélræna; nýtur gæða þess og þjónustu, en dýrkar það ekki. Máttur kærleikans skapar nýtt fólk, betra fólk. Fólk, sem þjónar andanum hieira en efninu. Hvort heldur það er einstakt heimili eða heimurinn allur, skapast það af og eftir þeim, sem þar búa. Þótt máttur kærleikans sé mikill og alls staðar nálæg- ur, kemur hann ekki til okkar nema við sjálf gerum eitt- hvað til þess. Við verðum að glæða og þroska kærleiks- máttinn í okkur sjálfum, þá samverkar kærleiksmáttur hins ósýnilega heims kærleika okkar, og því öflugra, sem kærleiksþjónusta okkar verður fullkomnari. Hin mikilvæga spurning allra þeirra, sem fastir standa í fjötrum lystisemda vélrænnar efnishyggju, verður þessi: Eigum við að frelsa sjálfa oss, — eigum við að frelsa heim- inn? Við getum engu síður lifað lífi okkar til þess að hekkja og skilja nokkuð af dásemdum lífsins og göfga &uðdómsneistann en hins að sjá og njóta fánýtrar yfir- borðsgyllingar, sem er alger skuggahlið á lífinu og þeim tilgangi, sem líf okkar hefir. Ef einhver lesenda minna stendur veikur og óráðinn til kærleiksþjónustunnar vegna þess, að honum finnst kær- leikskraftur sinn niðurbrotinn og sundurklofinn, bið ég hann að minnast þess, að hann stendur ekki einn í vina- snauðum heimi. Umhverfis hann eru ótal kærleiksöldur, reiðubúnar sem framrétt vinarhönd eða útbreiddur faðm- Ur, til þess að styðja hann og styrkja á kærleiksleiðinni. Hann er borinn og leiddur af ósýnilegum kærleikshönd- um eftir viðsjálum og villugjörnum vegi til þess að frelsa bæði sál hans og líkama. Hinn sýnilegi kærleiki er kallaður mestur í heimi. Mátt- ur hins ósýnilega kærleika er enn meiri. Honum tilheyrir heimurinn og himnarnir líka. Amgr. Fr. Bjamason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.