Morgunn - 01.06.1956, Blaðsíða 66
Ingrid Kielland:
Lotte Plaat
Konan með skilningarvitin sjö.
★
Það var um 1930, að ég kynntist þeirri konu, sem mér
hefir þótt hvað merkilegast að kynnast. Konan var frú
Lotte Plaat, sem fræg var orðin um Evrópu og Ameríku
fyrir dulskyggnigáfur sínar. Faðir hennar var aðalræðis-
maður Hollendinga í Oldenburg, og sjálf var hún mennt-
uð og mjög gáfuð kona. Hún var há og grannvaxin, and-
litið frítt og augun fagurbrún. Hún var frjálsleg í viðmóti,
elskuleg og hafði mikið vald yfir sjálfri sér. Það var eng-
inn vottur hins dularfulla í framkomu og viðmóti þess-
arar konu.
Þó var enginn vafi á því, að hún var gædd stórfelldum
sálrænum hæfileikum, en þeir gerðu fyrst vart við sig hjá
henni, þegar hún var um þrítugsaldur og hafði þá fyrir
skömmu verið alvarlega veik og lagt sig undir uppskurð.
Þegar er hún varð þessara hæfileika vör hjá sér, fór hún
hiklaust að nota þá. Hún hikaði aldrei við, að leggja sig
undir rannsóknir lækna og vísindamanna, og hún var
ævinlega fús á að láta þá ráða allri tilhögun við tilraun-
irnar. Enda lýstu þeir yfir því, að hún væri gædd afar
fágætri gáfu.
Vorið 1929 gerðu nokkurir háskólakennarar tilraunir
með hana í Berlín. Einn þeirra var Ameríkumaður og
hann gaf þessa yfirlýsingu: Lotte Plmt þarf hvorki að
kreista hlutinn né kremja hann, held ™ aðeins að snerta
hann lauslega til þess að komast í samband við uppruna
hans og sögu. Meðan á fundunum stendur er hún glaðvak-