Morgunn - 01.06.1956, Síða 67
MORGUNN
61
andi, með opin augu, og öll skilningarvit hennar eru
ósljóvguð. Hún er auk þess ákaflega samvinnuþýð.
Hún hjálpaði þýzku lögreglunni hvað eftir annað með
að upplýsa erfið mál. Harry Price, sem þá var formaður
Brezku Sálvísindastofnunarinnar, lýsti því yfir opinber-
lega, að stofnuninni hefði verið sérstök gleði að vinna með
henni. Prófessor Tenhaeff í Utrecht hefir gert mjög
skemmtilegar tilraunir með hana. Hann bað dr. Schwabe
í Leipzig, að senda sér til Hollands meðöl og lyf, sem væru
leyst upp í vökva og hellt á flöskur, og lagði svo fyrir, að
vökvarnir hefðu allir sama lit og sama ilm. Sérhver flaska
var tölusett, svo að próf. Tenhaeff gæti síðan borið saman
við lista, sem kom með flöskunum frá Leipzig. Hann sá
ekki listann fyrr en tilraununum var lokið og hafði þannig
enga hugmynd um, hvað væri í flöskunum, svo að ekki
gæti verið að tala um fjarhrif eða hugsanaflutning.
Nú var frú Plaat fengin fyrsta flaskan í hendur. Hún
þagði andartak og sagði síðan: „Ég sé allt fyrir mér í eldi
og finn hita streyma niður eftir baki mínu. Ég næ ekki
andanum. Ég er að anda að mér reykjarsvælu af kolum
eða eiturgasi. Þetta er hryllilegt. Ég sé blátt ljós, fæ málm-
bragð í munninn, finn eins og kolareyk í lungunum. Ég
sé eitthvað, sem er silfurgrátt og hreyfir sig ört, ég verð
blátt áfram eitruð. Þetta er kvikasilfur“. Allt var þetta
rétt. Lyfjablandan hafði verið unnin úr kvikasilfri, og
hinni flóknu aðferð hafði hún lýst með furðulegri ná-
kvæmni.
Þá var henni fengin önnur flaskan, og hún sagði: „Ég
finn til sárra þrauta, eins og bruna í öllum líkamanum. í
hverju sambandi stendur vatn við þetta? Ryk og vatn úr
fljóti. Ég neyðist til að loka augunum. Þetta er málmur,
sem finnst í smámolum, og stundum eins og í dufti. Þetta
er gull“. Einnig þetta var alveg rétt.
Þá var henni fengin þriðja flaskan, og hún sagði: „Hvít
fjöll. Beiskt eins og gall. ó, ég fæ þrautir í magann og
eyru mín brenna. Þetta orsakast af einhverri jurt, sem vex