Morgunn - 01.06.1956, Qupperneq 75
MORGUNN
69
stúlka, samstæður og heill persónuleiki, gæddur háþrosk-
uðum sálrænum næmleika. Margs konar sálrænar tilraunir
gerði dr. Prince með hana síðar. Og þessi unga stúlka
hefði ekki orðið meira lifandi, skilgetið afkvæmi þeirra,
þótt hún hefði verið þeirra eigið barn.
Þýðing þessa merkilega starfs með Doris fyrir afbrigði-
lega sálfræði er auðsæ. En hver er þýðing þess fyrir sálar-
rannsóknirnar?
Þýðing þess fyrir sálarrannsóknirnar er þessi:
í Beauchamp-málinu staðhæfði Sally, eða „B-3“, eins og
dr. Morton Prince kallaði hana, að hún væri andi. I Doris-
málinu staðhæfði „sofandi-Margrét" einnig, að hún væri
andi. Morton Prince vísaði staðhæfingu Sally algerlega á
bug. En hinn frægi sálfræðingur, dr. William McDougall,
setti fram þær niðurstöður, að Sally væri áreiðanlega
sálarleg vera, og hann setti fram sem skoðun sína, að
venjulegur persónuleiki samanstæði af líkama og sál, sem
orkuðu hvort á annað, en sálin væri ekki háð líkamanum
eða heilanum um minnishæfileika sinn, en væri gædd sjálf-
stæðu minni. Hann lýsti ennfremur yfir því, að slík dæmi
sem þetta „nálguðust mjög að réttlæta trú manna á fram-
haldslíf persónuleikans eftir dauða líkamans“.
Dr. Walter Prince skráði samvizkusamlega þá staðhæf-
ing „sofandi-Margrétar“, að hún væri andi og verndar-
engill. En hann treystist ekki til að lýsa yfir því, að þessi
staðhæfing hefði við rök að styðjast.
Var „sofandi-Margrét“ sjálfstæður andi? Yér vitum það
ekki. Árið 1933 reit dr. Gardner Murphy um þetta mál og
sagði: „Árið 1950 getur verið að vér skiljum þetta. Nú á
því herrans ári 1935 skiljum vér þetta ekki enn“.
Árið 1950 kom, og vér skildum þetta ekki enn. Árið
1955 er komið, og enn skiljum vér þetta ekki. En hitt er
vissulega rétt, sem dr. Murphy segir: „Samt er ekkert það
skjal ennþá skráð um rannsóknir á mannlegum persónu-
leika, sem borgar sig betur að lesa, eða varpar skærara
ijósi yfir vandamálin en skjalið um Doris Fischer".