Morgunn


Morgunn - 01.06.1956, Side 76

Morgunn - 01.06.1956, Side 76
70 MORGUNN Lækningin, sem Doris fékk, batt ekki enda á allar spurn- ingar dr. W. F. Prince. Og sannleikurinn er, að hann hafði of mörg járn í eldinum, hafði áhuga fyrir of mörgum mál- um, en ekki nægilega mikinn áhuga fyrir nokkuru ein- stöku þeirra til að gera því full skil. Hann hafði áhuga fyrir sögu, fyrir trúarbragðavísindum, fyrir töfrum, fyrir sálfræði og hann hafði sívaxandi áhuga fyrir sálarrann- sóknamálinu. Hann var glæsilegur predikari, en samt fann hann ekki fullnægju í predikunarstarfinu sem sóknar- prestur og safnaðarmálastjóri. 1 prestsstarfinu hafði hann langmestan áhuga fyrir sálgæzlustarfinu, en það skipaði ekki á þeim tíma eins mikinn sess í prestsstarfinu og það gerir víða nú. Ég fullyrði ekki, að þetta þriggja ára starf hans með Doris Fischer hafi verið frumorsök þess, að hann fór frá Pittsburgh-söfnuðinum og tók að sér annan biskupakirkjusöfnuð í San Bernardino í Kaliforníu. En þekking mín persónulega á samúð og andúð sumra safn- aðarmeðlima á þessu áhugamáli prestsins þeirra gerir það heldur sennilegt í mínum augum. 1 þessu nýja heimkynni sínu í Kaliforníu lifði dr. Prince það, sem heil. Jóhann di Cruce kallar „svartnætti sálar- innar“. Síðar skrifaði hann vini sínum í Boston um þenn- an dapurlega þátt ævi sinnar á þessa leið: „Þegar fimmtugasti afmælisdagur minn var að nálgast, varð mér ljóst, að sál mín var sjúk, og var að verða æ sjúk- ari. Þess vegna tók ég þá ákvörðun, að um mánaðartíma skyldi ég gera tilraun með sjálfan mig, eins heiðarlega og mér væri unnt, og skjalfesta hana eins nákvæmlega og ég hafði áður skjalfest nokkrar af tilraunum mínum. Til- raunin skyldi vera algerlega hugræns eðlis. í endurminn- ingunni ætlaði ég að einbeita huganum að öllu hinu ham- ingjuríkasta og fegursta, sem ég hafði lifað, og útiloka allt annað. Og þegar nútíðin kæmi í huga minn, þetta snauða og hrjóstruga líf, sem mér fannst ég vera að lifa, þá skyldi ég festa athyglina við hvað eina, sem væri bjart eða þægilegt í því, og vanrækja ekkert minnsta tækifæri
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.