Morgunn - 01.06.1956, Page 76
70
MORGUNN
Lækningin, sem Doris fékk, batt ekki enda á allar spurn-
ingar dr. W. F. Prince. Og sannleikurinn er, að hann hafði
of mörg járn í eldinum, hafði áhuga fyrir of mörgum mál-
um, en ekki nægilega mikinn áhuga fyrir nokkuru ein-
stöku þeirra til að gera því full skil. Hann hafði áhuga
fyrir sögu, fyrir trúarbragðavísindum, fyrir töfrum, fyrir
sálfræði og hann hafði sívaxandi áhuga fyrir sálarrann-
sóknamálinu. Hann var glæsilegur predikari, en samt fann
hann ekki fullnægju í predikunarstarfinu sem sóknar-
prestur og safnaðarmálastjóri. 1 prestsstarfinu hafði hann
langmestan áhuga fyrir sálgæzlustarfinu, en það skipaði
ekki á þeim tíma eins mikinn sess í prestsstarfinu og það
gerir víða nú. Ég fullyrði ekki, að þetta þriggja ára starf
hans með Doris Fischer hafi verið frumorsök þess, að
hann fór frá Pittsburgh-söfnuðinum og tók að sér annan
biskupakirkjusöfnuð í San Bernardino í Kaliforníu. En
þekking mín persónulega á samúð og andúð sumra safn-
aðarmeðlima á þessu áhugamáli prestsins þeirra gerir það
heldur sennilegt í mínum augum.
1 þessu nýja heimkynni sínu í Kaliforníu lifði dr. Prince
það, sem heil. Jóhann di Cruce kallar „svartnætti sálar-
innar“. Síðar skrifaði hann vini sínum í Boston um þenn-
an dapurlega þátt ævi sinnar á þessa leið:
„Þegar fimmtugasti afmælisdagur minn var að nálgast,
varð mér ljóst, að sál mín var sjúk, og var að verða æ sjúk-
ari. Þess vegna tók ég þá ákvörðun, að um mánaðartíma
skyldi ég gera tilraun með sjálfan mig, eins heiðarlega og
mér væri unnt, og skjalfesta hana eins nákvæmlega og ég
hafði áður skjalfest nokkrar af tilraunum mínum. Til-
raunin skyldi vera algerlega hugræns eðlis. í endurminn-
ingunni ætlaði ég að einbeita huganum að öllu hinu ham-
ingjuríkasta og fegursta, sem ég hafði lifað, og útiloka
allt annað. Og þegar nútíðin kæmi í huga minn, þetta
snauða og hrjóstruga líf, sem mér fannst ég vera að lifa,
þá skyldi ég festa athyglina við hvað eina, sem væri bjart
eða þægilegt í því, og vanrækja ekkert minnsta tækifæri