Morgunn - 01.06.1956, Síða 78
72
MORGUNN
sóknamaður Ameríska Sálarrannsóknafélagsins og leysti
þar merkilegt vísindastarf af höndum.
í því embætti var hann, þegar hann leysti af hendi ann-
að afrek, sem letrar óafmáanlegu letri nafn hans í sögu
sálarrannsóknanna. En það eru afskipti hans af hinu víð-
kunna Patience Worth-máli.
Hinn dularfulli persónuleiki Patience Worth tjáði sig
vera anda enskrar konu, sem uppi hefði verið á Englandi
á 17. öld, en hefði verið myrt af Indíánum í Vesturheimi.
Margar upplýsingar, sem hún gaf um jarðneska verustaði
sína, hafa síðar reynzt hafa við rök að styðjast. Patience
Worth gaf sig fyrst til kynna í ósjálfráðri skrift frú John
H. Curran, sem var kona innflytjendaforstjórans í Mis-
souri.
Þetta hafði byrjað árið 1913 og fyrst hafði frú Curran
notað svokallað ouija-borð: spjald með vísi, sem hún lagði
fingurinn á, en þá benti vísirinn á bókstafina á spjaldinu,
og mátti auðveldlega lesa úr því samfellt mál. Þetta tæki
þótti ýmsum miðlum um skeið auðveldara að nota en iðka
ósjálfráða skrift, og er þetta fyrirbæri þó náskylt ósjálf-
ráðri skrift. Síðar hætti dularveran, Patience Worth, að
nota þessa aðferð og með frú Curran þroskaðist mjög lip-
urt og leikandi ósjálfrátt transtal.
Efnið, sem Patience Worth hafði komið í gegn, fyrir
miðilsgáfu frú Currans, var orðið geysilega mikið og marg-
þætt: löng samtöl, skáldsögur, kvæði og líkingamál, skrif-
að á fullkominni miðaldaensku, fagurlega stílað og sagn-
fræðilega rétt, og allt langt fram úr því, sem hugsanlegt
var að miðillinn gæti skapað. Blaðamaður nokkur, Caspar
Yost, hafði gefið út bók um málið og kallað bókina: Pati-
ence Worth. Bókin hafði verið gefin út árið 1916 og sama
forlag hafði gefið út tvær aðrar bækur, sem álitið var, að
væru raunverulega frá þessari dularfullu veru, Patience
Worth. Merkir menn höfðu gefið málinu gaum. Prófessor
Allison við Manitoba-háskólann rannsakaði mikið af skjöl-
unum persónulega og lýsti yfir því, að þetta fyrirbæri væri