Morgunn


Morgunn - 01.06.1956, Blaðsíða 78

Morgunn - 01.06.1956, Blaðsíða 78
72 MORGUNN sóknamaður Ameríska Sálarrannsóknafélagsins og leysti þar merkilegt vísindastarf af höndum. í því embætti var hann, þegar hann leysti af hendi ann- að afrek, sem letrar óafmáanlegu letri nafn hans í sögu sálarrannsóknanna. En það eru afskipti hans af hinu víð- kunna Patience Worth-máli. Hinn dularfulli persónuleiki Patience Worth tjáði sig vera anda enskrar konu, sem uppi hefði verið á Englandi á 17. öld, en hefði verið myrt af Indíánum í Vesturheimi. Margar upplýsingar, sem hún gaf um jarðneska verustaði sína, hafa síðar reynzt hafa við rök að styðjast. Patience Worth gaf sig fyrst til kynna í ósjálfráðri skrift frú John H. Curran, sem var kona innflytjendaforstjórans í Mis- souri. Þetta hafði byrjað árið 1913 og fyrst hafði frú Curran notað svokallað ouija-borð: spjald með vísi, sem hún lagði fingurinn á, en þá benti vísirinn á bókstafina á spjaldinu, og mátti auðveldlega lesa úr því samfellt mál. Þetta tæki þótti ýmsum miðlum um skeið auðveldara að nota en iðka ósjálfráða skrift, og er þetta fyrirbæri þó náskylt ósjálf- ráðri skrift. Síðar hætti dularveran, Patience Worth, að nota þessa aðferð og með frú Curran þroskaðist mjög lip- urt og leikandi ósjálfrátt transtal. Efnið, sem Patience Worth hafði komið í gegn, fyrir miðilsgáfu frú Currans, var orðið geysilega mikið og marg- þætt: löng samtöl, skáldsögur, kvæði og líkingamál, skrif- að á fullkominni miðaldaensku, fagurlega stílað og sagn- fræðilega rétt, og allt langt fram úr því, sem hugsanlegt var að miðillinn gæti skapað. Blaðamaður nokkur, Caspar Yost, hafði gefið út bók um málið og kallað bókina: Pati- ence Worth. Bókin hafði verið gefin út árið 1916 og sama forlag hafði gefið út tvær aðrar bækur, sem álitið var, að væru raunverulega frá þessari dularfullu veru, Patience Worth. Merkir menn höfðu gefið málinu gaum. Prófessor Allison við Manitoba-háskólann rannsakaði mikið af skjöl- unum persónulega og lýsti yfir því, að þetta fyrirbæri væri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.