Morgunn


Morgunn - 01.06.1956, Side 79

Morgunn - 01.06.1956, Side 79
MORGUNN 73 ..furðulegasta fyrirbæri aldarinnar“. Sorgarsagan (The Sorry Tale) heitir ein bókin, sem frá Patience Worth kom, og um hana segir dr. Usher, prófessor í sagnfræði við Washington-háskólann: „Þetta er stórkostlegasta sagan um ævi og samtíð Krists, sem færð hefir verið í letur síðan sjálfa guðspjallamennina leið“. Þessi bók er 350 þúsund orð og hefir hún mörgum þótt furðuleg, einkum þegar þess er gætt, hvernig hún er til komin. Varfærnir vísindamenn vildu taka málinu með mestu varúð, svo lint sé að orði komizt. Hinn ágæti sálarrann- sóknamaður, próf. Hyslop, sagði um bók blaðamannsins Yosts um Patience Worth, að „hún gæti ekki staðizt augna- bliks vísindalega gagnrýni", og um útgefendurna sagði hann, að fjárvonin hefði stjórnað því, að þeir gáfu bókina út. Sálfræðingur einn við Washington-háskóla, próf. Cory, fór til og rannsakaði málið og afgreiddi það með því, að hér væri greinilegt dæmi um persónuklofningu (multiple Personality) frú Currans. Og þessi háskólakennari sagði ennfremur, að Patience Worth væri augljóslega klofning- ur frá persónuvitund miðilsins, og að sú staðhæfing henn- ur, að hún væri andi framliðinnar enskrar konu frá 17. öld, væri blekking. Þrátt fyrir þetta fór dr. W. F. Prince að rannsaka mál- ið. I honum var alltaf ríkt andspyrnueðli, og sennilega hafa yfirlýsingar mikils metinna manna orðið honum hvatning til að kynna sér málið betur. Hann varði sam- fleytt tíu mánuðum til að rannsaka frú Curran og tók ákveðna en kurteisa afstöðu gegn báðum, vini sínum próf. Hyslop og próf. Cory. Eftir tíu mánaða nákvæma rannsókn á frú Curran og málinu öllu lýsti hann yfir því, að hinn ágæti próf. Hyslop hefði verið full fljótur á sér að hlusta eftir ósönnuðum staðhæfingum óvinveittra manna, og kvaðst aldrei hafa vannsakað nokkurt sálrænt mál, sem eins hefði verið laust við hvers konar feluleik og undanbrögð. Og um þá stað- hæfingu próf. Cory, að Patience Worth væri ekkert annað
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.