Morgunn - 01.06.1956, Qupperneq 79
MORGUNN
73
..furðulegasta fyrirbæri aldarinnar“. Sorgarsagan (The
Sorry Tale) heitir ein bókin, sem frá Patience Worth kom,
og um hana segir dr. Usher, prófessor í sagnfræði við
Washington-háskólann: „Þetta er stórkostlegasta sagan
um ævi og samtíð Krists, sem færð hefir verið í letur síðan
sjálfa guðspjallamennina leið“. Þessi bók er 350 þúsund
orð og hefir hún mörgum þótt furðuleg, einkum þegar
þess er gætt, hvernig hún er til komin.
Varfærnir vísindamenn vildu taka málinu með mestu
varúð, svo lint sé að orði komizt. Hinn ágæti sálarrann-
sóknamaður, próf. Hyslop, sagði um bók blaðamannsins
Yosts um Patience Worth, að „hún gæti ekki staðizt augna-
bliks vísindalega gagnrýni", og um útgefendurna sagði
hann, að fjárvonin hefði stjórnað því, að þeir gáfu bókina
út. Sálfræðingur einn við Washington-háskóla, próf. Cory,
fór til og rannsakaði málið og afgreiddi það með því, að
hér væri greinilegt dæmi um persónuklofningu (multiple
Personality) frú Currans. Og þessi háskólakennari sagði
ennfremur, að Patience Worth væri augljóslega klofning-
ur frá persónuvitund miðilsins, og að sú staðhæfing henn-
ur, að hún væri andi framliðinnar enskrar konu frá 17.
öld, væri blekking.
Þrátt fyrir þetta fór dr. W. F. Prince að rannsaka mál-
ið. I honum var alltaf ríkt andspyrnueðli, og sennilega
hafa yfirlýsingar mikils metinna manna orðið honum
hvatning til að kynna sér málið betur. Hann varði sam-
fleytt tíu mánuðum til að rannsaka frú Curran og tók
ákveðna en kurteisa afstöðu gegn báðum, vini sínum próf.
Hyslop og próf. Cory.
Eftir tíu mánaða nákvæma rannsókn á frú Curran og
málinu öllu lýsti hann yfir því, að hinn ágæti próf. Hyslop
hefði verið full fljótur á sér að hlusta eftir ósönnuðum
staðhæfingum óvinveittra manna, og kvaðst aldrei hafa
vannsakað nokkurt sálrænt mál, sem eins hefði verið laust
við hvers konar feluleik og undanbrögð. Og um þá stað-
hæfingu próf. Cory, að Patience Worth væri ekkert annað