Morgunn - 01.06.1956, Page 80
74
MORGUNN
en einn hluti af persónuleika frú Curran, sagði dr. Prince:
„Enginn persónuklofningur hefur nokkuru sinni getað
sýnt sköpunarhæfileika, sem nálgast snilligáfuna sjálfa“.
En skáldsögur og kvæði, sem fram höfðu komið hjá frú
Curran með ósjálfráðu transtali eða með ósjálfráðri skrift,
vöktu einmitt athygli margra gagnrýnenda vegna snilldar-
innar, sem fór langar leiðir fram úr því, sem frúin sjálf
hefði getað sýnt.
Það er vafasamt, að strangvísindalegri aðferðum hafi
nokkuru sinni verið beitt við sálræn viðfangsefni en dr.
Prince beitti hér. Niðurstaða hans var þessi:
„Einu sinni enn skora ég á allan heiminn að segja mér,
hvað hann veit um frú Curran. Ef ástæða reynist til þess,
skal ég draga mig eins fúslega í hlé og ég hefi gengið fús-
lega fram á orustuvöllinn". Og lokaniðurstaða hans var
þessi: „AnnaS tveggja verSum vér aS gjörbreyta hugmynd-
um vorum um undirvitundina og gera ráS fyrir, aS hún
búi yfir hæfileikum, sem vér höfum enga hugmynd haft
um fram til þessa dags, eSa vér verSum aS játa, aS hér sé
aS verki einhver gjörandi, sem hefir starfaS í gegn um
undirvitund frú Curran, en á elclá heima í undirvitund
hennar“.
Nokkuru eftir afskipti sín af Patience Worth-málinu
lét dr. Prince af störfum fyrir Ameríska Sálarrannsókna-
félagið og gerðist forstjóri hinna vísindalegu rannsókna
hjá hinu nýstofnaða Sálarrannsóknafélagi í Boston. Þar
vann hann hið ágætasta verk, sem lengi mun halda nafni
hans á loft. Á vegum þess félags vann hann frá 1925 og
til æviloka 1934.
Þessi níu ár var hann önnum kafinn við margs konar
sálræn viðfangsefni og ferðaðist bæði um Vesturheim og
Evrópu. Hann fór til Mexikó til að rannsaka hlutskyggni-
hæfileika hinnar víðkunnu Maríu Reyes de Z., sem ég
minntist lauslega á í erindi mínu um hlutskyggnitilraun-
irnar með Hafstein Björnsson og Hollendinginn Mulder