Morgunn


Morgunn - 01.06.1956, Side 84

Morgunn - 01.06.1956, Side 84
78 MORGUNN Sönnunum þess, að óorðnir atburðir geti komið fram í draumum, hefir rignt niður. Ég ætla að segja ykkur eiija af slíkum spádómssýnum, rétt til dæmis. Hún er einkar greinileg. Hún virðist vera gersamlega tilgangslaus. Hún er víst alveg óskiljanleg á núverandi þekkingarstigi mann- anna. Hún er áreiðanlega sönn, því að hún er rammbyggi- lega sönnuð. Enskur læknir, Alfred Cooper, segir söguna. Hann kem- ur til hertogans af Hamilton í lækniserindum. Þá segir hertogafrúin frá því, að fyrir sig hafi borið kynlega sýn eina nóttina, milli svefns og vöku. Hún hafi séð L. lávarð í stól, eins og í veikindakasti. Hjá honum hafi staðið rauð- skeggjaður maður. Hann hafi staðið hjá baðkeri, og yfir baðkerinu hafi hangið rauður lampi. Hertogafrúin þekkti lávarðinn ekkert, nema í sjón, og hafði, að því er virðist, aldrei komið heim til hans. Einni viku eftir þetta var læknirinn sóttur til þessa lávarðar L. Hann hafði bólgu í báðum lungunum. Uppi yfir honum stóð rauðskeggjaður hjúkrunarmaður. Maður- inn stóð við baðker. Og uppi yfir baðkerinu hékk rauður lampi. Lávarðurinn dó viku eftir að hann fékk lungnabólg- una, 14 dögum eftir að hertogafrúin hafði sagt frá sýn sinni. Hvernig stendur á þessari sýn og öðrum slíkum sýnum? Eiga forlagatrúarmennirnir á réttu að standa? Eru allir atburðir fyrirfram ákveðnir? Festast þeir einhvers staðar í tilverunni, ekki aðeins þeir, sem gerzt hafa, heldur líka þeir, sem eiga að gerast, og getur mannsandinn fengið að gægjast inn í þá myndasýningu einstöku sinnum, þegar eitthvað slaknar á jarðnesku böndunum? Er mannsand- inn svo úr garði gerður, að hann fái séð inn í ókomna tím- ann, þegar hann fær að njóta sín? Eða eru einhverjar honum æðri verur að sýna honum út í einhverja ókunna geima tilverunnar? Eða er tíminn sjálfur ekki annað en blekking ófullkomins tilverustigs ? Spurningarnar þyrlast og flykkjast upp eins og fugla-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.