Morgunn - 01.06.1956, Page 84
78
MORGUNN
Sönnunum þess, að óorðnir atburðir geti komið fram í
draumum, hefir rignt niður. Ég ætla að segja ykkur eiija
af slíkum spádómssýnum, rétt til dæmis. Hún er einkar
greinileg. Hún virðist vera gersamlega tilgangslaus. Hún
er víst alveg óskiljanleg á núverandi þekkingarstigi mann-
anna. Hún er áreiðanlega sönn, því að hún er rammbyggi-
lega sönnuð.
Enskur læknir, Alfred Cooper, segir söguna. Hann kem-
ur til hertogans af Hamilton í lækniserindum. Þá segir
hertogafrúin frá því, að fyrir sig hafi borið kynlega sýn
eina nóttina, milli svefns og vöku. Hún hafi séð L. lávarð
í stól, eins og í veikindakasti. Hjá honum hafi staðið rauð-
skeggjaður maður. Hann hafi staðið hjá baðkeri, og yfir
baðkerinu hafi hangið rauður lampi. Hertogafrúin þekkti
lávarðinn ekkert, nema í sjón, og hafði, að því er virðist,
aldrei komið heim til hans.
Einni viku eftir þetta var læknirinn sóttur til þessa
lávarðar L. Hann hafði bólgu í báðum lungunum. Uppi
yfir honum stóð rauðskeggjaður hjúkrunarmaður. Maður-
inn stóð við baðker. Og uppi yfir baðkerinu hékk rauður
lampi. Lávarðurinn dó viku eftir að hann fékk lungnabólg-
una, 14 dögum eftir að hertogafrúin hafði sagt frá sýn
sinni.
Hvernig stendur á þessari sýn og öðrum slíkum sýnum?
Eiga forlagatrúarmennirnir á réttu að standa? Eru allir
atburðir fyrirfram ákveðnir? Festast þeir einhvers staðar
í tilverunni, ekki aðeins þeir, sem gerzt hafa, heldur líka
þeir, sem eiga að gerast, og getur mannsandinn fengið að
gægjast inn í þá myndasýningu einstöku sinnum, þegar
eitthvað slaknar á jarðnesku böndunum? Er mannsand-
inn svo úr garði gerður, að hann fái séð inn í ókomna tím-
ann, þegar hann fær að njóta sín? Eða eru einhverjar
honum æðri verur að sýna honum út í einhverja ókunna
geima tilverunnar? Eða er tíminn sjálfur ekki annað en
blekking ófullkomins tilverustigs ?
Spurningarnar þyrlast og flykkjast upp eins og fugla-