Morgunn - 01.06.1956, Síða 85
MORGUNN
79
hópur, sem styggð hefir komizt að. Mestu vafamál manns-
andans komast í hreyfingu í huga vorum við það, að við
förum að hugsa um konu, sem dreymir jafn ómerkilegan
draum eins og þann, að hún sjái veikan mann, sem henni
kemur annars ekkert við og er ekkert annt um, og rauð-
skeggjaðan mann og baðker og rauðan lampa — af því að
sá draumur rætist viku síðar. Svo nátengt er það, sem er
lítilmótlegast, og það, sem er háleitast, það, sem er ein-
faldast og hversdagslegast, og það, sem er flóknast og
dularfyllst í tilverunni.
Og andspænis þessum ráðgátum standa mennirnir —
fróðir jafnt og fávísir, vitrir jafnt og vitgrannir — undr-
andi og felmtraðir, og vita ekki sitt rjúkandi ráð, líkastir
ofurlitlu sveitabarni, sem aldrei hefir séð flóknari vél en
rokkinn hennar mömmu sinnar, og kemur ofan í flæmis-
stóran skipssal, þar sem undraáhaldið hamast, það sem
knýr hina miklu, fljótandi höll yfir útsæinn.
Barnið skilur ekkert. Og við erum ofurlitlir, misjafn-
lega kotrosknir, glápandi krakkar í vélarsal alheimsins.
Misjafnlega kotrosknir. Og þar af leiðandi misjafnlega
skringilegir. Skringilegastir, þegar við tölum og högum
okkur eins og við hefðum mælt og viktað og nákvæmlega
reiknað út alheiminn.
★
Brotna brjóstnálin.
★
Estelle Roberts er ein hinna kunnustu miðla í Bretlandi.
^ skyggnifundi hjá Marylebone-félaginu í Lundúnum
gerðist fyrir skömmu það, sem hér verður sagt frá og
gefur góða hugmynd um venjulega skyggnifundi hennar:
Kona nokkur, frú Toyson, ókunn frú Roberts, var stödd