Kylfingur - 01.01.1944, Síða 9

Kylfingur - 01.01.1944, Síða 9
IvYLFINGUR 7 Golfsagan 1944. I. Frá Golfl<!úbbi íslands. Ár það, sem nú er á enda í sögu Golfklúbbs ísland, er fyrir margra hluta sakir eitt hið merkilegasta og um leið viðburðaríkasta ár í sögu hins unga félagsskapar. Fyrir rétt um ári síðan er vér héidum aðalfund félags vors stýrði Gunnlaugur heitinn Einarsson þeim fundi, sem formaður félagsins, af hinum alkunna dugnaði sínum og röggsemi. En skömmu síðar eða hinn 5. apríl, 1944, var hann skyndilega hrifinn burt úr jarðlegri samvist við oss. Hann hafði frá öndverðu verið í broddi fylkingar um golfíþróttamál í landi voru og stýrt Golfklúbbi Islands frá stofnun hans til dauðadags, með þeim skörungsskap og festu, sem oss öllum er kunnugt, er afskipti höfum haft af golf- íþróttinni. Hann átti óskipt traust vort allra og þakkir fyrir áhuga sinn og framkvæmdarsemi í félagsmálum vorum. Þessum horfna foringja gleymum vér ekki, en geymum minninguna um hann í djúpri virðingu og með alúðarþökk fyrir frábærlega vel unnin störf, ekki einungis í þágu félags vors, heldur og fyrir vexti og gengi golfiþróttarinnar í öllu landinu. Þegar golfsagan verður skráð, mun nafn hans fyrst verða nefnt þeirra nafna, er koma við baráttu og brautryðj- endastarf golfíþróttarinnar á íslandi. Næst er þess að minnast, að klúbburinn átti 10 ára af- mæli hinn 14. desember þ. á. I tilefni af því hélt klúbburinn veglega afmælishátíð, liinn 7. október s. 1. Af hagkvæmnis- ástæðum var þessari afmælishátíð slegið saman við hin ár- legu sáttagjöld, að aflokinni bændaglímunni. Hátíð þessi var í senn hin glæsilegasta og ánægjulegasta og stóð lengi nætur. Forseti Islands, herra Sveinn Björnsson, heiðursfélagi klúbbsins, sýndi oss þá virðingu að sitja hófið og hélt hann

x

Kylfingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.