Kylfingur - 01.01.1944, Side 13
KYLFINGUR
11
33—40 höggum hringinn, enda urðu úrslitin þeim til
sóma. Þessi keppi mun vera fyrsta millilandakeppni í golfi,
sem Islendingar hafa háð og megum vér vel una við
úrslitin. Kylfingur óskar sigurvegurunum til hamingju með
hinn glæsilega sigur og þakkar útlendingunum fyrir drengi-
legan og góðan leik. Jafnframt óskum vér þess, að þeirrar
stundar verði ekki langt að bíða, að íslenzkir kylfingar mæti
til leika í millilandakeppnum á erlendri grund.
12. Kepjmi um Olíubilcarinn. Hófst með undirbúnings-
keppni, laugardaginn 19. ágúst. Þátttakendur voru 35. í und-
irbúningskeppninni sigraði Magnús Víglundsson með 68
höggum nettó. I framhaldskeppninni léku þeir til úrslita
Gísli Ólafsson og Halldór Hansen. Gísli sigraði með 6—5.
13. Meistarakeppni karla og hófst hún með undirbún-
ingkeppni laugardaginn 2. september. Þátttakendur voru 16.
I undirbúningskeppninni sigraði Jóhannes G. Helgason með
72 högg. I framhaldskeppninni kepptu til úrslita í meistara-
flokki Gísli Ólafsson og Þorvaldur Ásgeirsson og sigraði
Gísli með 4—2. í fyrsta flokki kepptu Árni Egilsson og
Daníel Fjeldsted til úrslita og vann Daníel með 11—9.
14. Meistarakeppni kvenna. Hófst hún með undirbún-
ingskeppni, laugardaginn 3. september. Þátttakendur voru 6.
I undirbúningskeppninni sigraði Ólafía Sigurbjöi’nsdóttir. I
framhaldskeppninni léku þær til úrslita Ólafía Sigurbjörns-
dóttir og Herdís Guðmundsdóttir. Herdís sigi’aði með 6—4.
15. Keppni um Nýliðabikarinn. Þátttakendur voru 17. I
undirbúningskeppninni, sem hófst, laugardaginn 9. septem-
ber, urðu þeir jafnir Ewald Berndsen og Hilmar Garðarsson
með 66 högg nettó. Kepptu þeir til úrslita um fyrstu verð-
laun og vann Hilmar. I framhaldskeppninni keppti Ewald
Berndsen til úrslita við Jóhann Eyjólfsson og sigraði Ewald
með 1 holu upp.
16. Annar kapplcikur brezkra sjóliða oq íslendinqa,
fimmtudaginn 14. september. Úrslit, að þessu sinni urðu sem
hér segir: