Kylfingur - 01.01.1944, Side 18
16
KYLFINCrUR
nokkurra kvöldvakna í Golfskálanum og þóttu þær takast
vel, að öðru leyti en því, að of fáir klúbbfélagar mættu þar.
Bendir þetta til fremur lítils félagsþroska og lítillar löngun-
ar félagsmanna til að eiga saman góðar og glaðar kvöld-
stundir.
Eftirsókn um upptöku í klúbbinn hefur verið sívaxandi
og bættust honum 34 nýir félagar á árinu. Skráðir félagar
voru í árslok 187.
Fjárhagur klúbbsins má nú teljast góður. Skuldlaus
eign var í árslok kr. 47.815.09. Þó skortir klúbbinn reiðufé
til nauðsynlegra framkvæmda og hefur nú verið skipuð fjár-
aflanefnd, sem mikils er af vænzt.
Stjórn klúbbsins var skipuð eftirtöldum mönnum:
Gunnlaugur Einarsson, formaður,
Hallgrímur Fr. Hallgrímsson, varaformaður,
Jakob Hafstein, ritari,
Magnús Björnsson, gjaldkeri,
Gunnar E. Kvaran, innheimtustjóri,
Ólafur Gíslason, formaður kappleikanefndar og
Þorvaldur Ásgeirsson, formaður vallarnefndar.
Við fráfall formannsins, Gunnlaugs heitins Einarssonar,
tók Hallgrímur Fr. Hallgrímsson við stjórninni og hefur
hann gengt formannsstöðunni síðan.
(Ur ávsskýrslu G. I., gjöröabók kappleikanefndar
og eftir fleiri lieimildum).
II. Frá Golfklúbbi Akureyrar.
Leikárið hófst með undirbúningskep'pni um Æfinga-
bikar G. A., 7. maí og voru þátttakendur 20. Keppni þessi
stendur til ágústloka og fer þannig fram að hver um sig
keppir við alla hina. Flesta vinninga hlaut Gunnar Hallgríms-
son og vann hann því bikarinn.