Kylfingur - 01.01.1944, Qupperneq 20
18
KYLFINGUR
8. Meistarakeppni, 10.—17. september. Keppendur voru
21. Framhald keppninnar var þannig, að 8 kepptu í meist-
araflokki og 8 í I. flokki, en 5 komust ekki í framhaldið.
Meistari varð Gunnar Hallgrímsson, keppti til úrslita um
54 holur við Vernharð Sveinsson og vann 3—2. 1 I. flokki
varð hlutskarpastur Jón Benediktsson, keppti til úrslita við
Jón G. Sólnes.
9. Einkylfukeppni var háð 24. september. Hlut.skarp-
astur varð Stefán Árnason, hafði 77 högg nettó (2 yfir par).
Um starfsemina að öðru leyti er það að segja, að hún
var mjög fjörug yfirleitt, mikið spilað og hver stund notuð,
sem veður og tími leyfðu. Nokkrir nýir félagar bættust í
hópinn, eru nú samtals 50, en félagaaukning getur þó ekki
orðið nema takmörkuð meðan þessi völlur er notaður, því
þar geta ekki verið að leik nema mest 24 kylfingar sam-
tímis. Er klúbbnum því bráð nauðsyn að eignast betra leik-
svæði, enda nokkrar vonir um að það takist fljótlega, þar
sem nú standa yfir samningar um kaup á 16 hektara rækt-
uðu landi á hentugum stað við bæinn.
Árshátíð sína hélt klúbburinn að Hótel Akureyri, 4.
nóvember. Var þar fjölmenni mikið, enda etið ósleitilega og
drukkið fast. Var þar úthlutað verðlaunum fyrir frammi-
stöðuna á sumrinu, handa þeim, er þess töldust maklegir.
Voru margar ræður fluttar og dansað lengi nætur.
f stjórn klúbbsins áttu sæti:
Helgi Skúlason, formaður,
Gunnar Hallgrímsson, ritari,
Vernharður Sveinsson. gjaldkeri og meðstj.
Finnbogi Jónsson og
Jóhann Þorkelsson.
Finnbogi Jónsson.