Kylfingur - 01.01.1944, Page 39

Kylfingur - 01.01.1944, Page 39
KYLFINGUIi 37 Gísli oj Jóhannes aS leikslolcum. fovseii sambandsins bækistöð sína og herforingrjaráðs síns, sem auk hans sjálfs var skipað þeim Finnboga Jónssyni og Georg Gíslasyni. Þar var ráðið öilum hinum mikilvægustu ráðum. Síðan hafa kylfingar helgi mikla á þeim stað og heitir þar síðan að Kylfinga-Völlum. Keppendur dvöldust flestir á staðnum til loka keppn- innar, hvort sem þeir hnigu í valinn á fýrsta degi eða síðar. Höfðu þeir sið Einherja hinna fornu og gengu til orustu morgun hvern og börðust unz enginn stóð uppi, en að aftni risu þeir upp aftur, gengu til salar og tóku upp veizlur. Veður var hið ágætasta mest allan tímann, enda höfðum vér eigi ómerkari heimildarmann en sýslumann Skagfirðinga fyrir því, að þessa viku hafi allur meginhluti Golfstraums- ins fallið inn Skagafjörð. Einn daginn mun þó hafa orðið nokkur truflun á straumnum og var hlé á bardögum þann dag. Var þá haldið heim að Hólum og skoðaður hinn forn-

x

Kylfingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.