Kylfingur - 01.01.1944, Síða 40

Kylfingur - 01.01.1944, Síða 40
38 KYLFINGUR Lárus og Kirkegaard að leikslokum. frægi staður. Nóttina áður hafði snjóað í Mælifellshnjúk og var kalt í veðri og hvasst, en þó bjart yfir, svo að út- sýnar frá staðnum naut mæta vel. Ýms æfintýr urðu með kylfingum þessa daga og jafn- vel ekki trútt um dularfull fyrirbrigði og furður. Var það einkum eina nótt að úr hófi keyrði. Urðu þá mikil brögð að svefngöngum og yfirnáttúrlegum viðburðum. Þannig hurfu með dularfullum hætti buxur eins kylfings, hin ágæt- asta flík, sem lengi hafði þjónað eiganda sínum í bardögum og stórræðum, enda hafði hann á henni mikla trú. Var mörgum getum að hvarfinu leitt og var það helzt trú manna, að draugur einn, upprunninn í Vopnafirði eystra, væri að því valdur, en ekkert sannaðist þó á draugsa. Að kvöldi lokadagsins var haldið skilnaðarhóf að Varma- hlíð. Voi-u þar afhent verðlaun, ræður fluttar og sungið mikið. Var það hin bezta skemmtun og stóð lengi nætur.

x

Kylfingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.