Kylfingur - 01.01.1944, Side 48

Kylfingur - 01.01.1944, Side 48
46 KYLFINGUR breytinga. Var þar góður setusalur, eldhús og íbúðarher- bergi fyrir húsvörð, sem jafnframt var veitingamaður klúbbsins. Reyndist húsið vel og sæmilega hentugt, þótt engir væru þar búningsklefar né geymslur. í Sogamýri var ekkert klúbbhús. Þegar er hið nýja land var fengið og ræktun byrjuð þar, hóf klúbbstjórnin undirbúning að byggingu klúbbhúss og athugun á stað íyrir það og fyrirkomulagi þess. Urðu menn þar ekki á eitt sáttir. Vildu sumir, og þar á meðal formaður klúbbsins, láta húsið standa á hæstu hæðinni, þar sem útsýni var gott, ekki aðeins yfir allt golflandið, heldur og yfir alla Reykjavík og nærliggjandi sveitir, á jarðfræði- lega merkilegum stað, og hafa skurnina svo stóra, að til frambúðar væri. Aðrir vildu hafa húsið lítið en með öllum þægindum, sumir þó jafnvel aðeins lítinn bráðabirgðaskúr, byggja það niðri á velli, þar sem skýlt væri og skammt á brautir. Fyrri flokkurinn varð þó ofan á og var Sigmundur Halldórsson, húsameistari, fenginn til þess að teikna klúbb- hús samkvæmt hugmynd þeirra. Á auka-aðalfundi í klúbbn- um þann 31. okt. 1936 var stjórninni heimilað að taka lán til ræktunarframkvæmda og byggingar klúbbhúss, og á aðal- fundi 2. apríl 1937 var samþykkt að heimila stjórninni að byggja klúbbhús eftir teikningu Sigmundar á hæðai'tindi landsins. Tveir úr stjórninni undu þó þessum málalokum svo illa, að þeir sögðu sig úr stjórninni, og vildu ekki vera meðábyrgir að svo ógætilegum ráðstöfunum. Húsið var nú byggt. Er það krossbyggt, í því stór skáli, almenningur, tveir búningsklefar með hreinlætistækj um og kylfuskúffur, stjórnarherbergi, húsvarðarherbergi og eld- hús á hæðinni. Uppi á lofti er geymsla og í kjallara geymsla, miðstöð, billiardstofa og finnsk baðstofa, sem nokkrir áhuga- menn undir forustu formanns settu þar upp í 3 herbergjum, klúbbnum að kostnaðarlausu, og gáfu síðar klúbbnum. Vatns- leiðsla var lögð eftir endilöngum golfvellinum og upp hæð- ina, með dælustöð við hæðarfótinn. En þótt upphaflega væri ætlunin að láta fágun hússins og húsbúnað að miklu leyti bíða og taka smátt og smátt, eftir ástæðum og getu, sættu menn sig ekki við það þegar til kastanna kom, og lögðu

x

Kylfingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.