Kylfingur - 01.01.1944, Síða 51

Kylfingur - 01.01.1944, Síða 51
KYLFÍNGUR 49 1942: Gísli Ólafsson og Ragnheiður Guðmundsdóttir. 1943: Gísli Ólafsson og Ólafía Sigurbjörnsdóttir. 1944: Gísli Ólafsson og Herdís Guðmundsdóttir. Klúbburinn á nú 8 bikara til að keppa um, sem honum hafa verið gefnir. Eru þeir þessir: 1. The Lever Challange Cup, gefinn 1935, gefendur The Unilever Ltd., London og afhentur af meðeiganda þess fi}-.ma og framkvæmdastjóra, W. Philip Scott. Meistarabikar karla. 2. Farand-golfbikar olíufélaganna, H. í. S., B. P. og Shell, gefinn 1935. 3. Hvítasunnubikarinn, 1937. 4. Afmælisbikarinn, kvennabikar, gefinn 1938, gef- endur hjónin Jóhanna Pétursdóttir og Helgi H. Eiríksson. 5. Meistarabikar kvenna, gefinn 1938, gefandi Magnús Kjaran. 6. Öldungabikarinn, gefinn 1943, gefendur Friðþjófur Johnson, Hallgr. Fr. Hallgrímsson, Jakob Hafstein og Magn- ús Andrésson. 7. Nýliðabikarinn, gefinn 1944. Gefandi: ,,Fluid-Drive“ klúbburinn. 8. Bikarinn „Berserkur", gefinn 14. des. 1944, á 10 ára afmæli Golfklúbbsins. Gefendur: Arni Egilsson og Benedikt Bjarklind. Auk þess fékk klúbburinn í afmælisgjöf: „The Chron- icle of the Royal Burgess Golfing Society of Edinburgh, 1735—1935“. Afhenti Jón Eiríksson klúbbstjórninni bók- ina, sem gjöf frá þeim McArthur, A. J. Redley, Albert Boström og Sigursteini Magnússyni, öllum í Edinburgh. Auk þess hafa tveir fyrstnefndu bikararnir einu sinni verið unnir til eignar af sama manni, Gísla Ólafssyni, og nýir bikarar komið í staðinn frá sömu gefendum. Að lokum er rétt að geta þess, að margir af félags- mönnum klúbbsins hafa hvað eftir annað hlaupið undir bagga, þegar erfitt var í ári hjá klúbbnum, en ótækt að framkvæmdir stöðvuðust vegna féleysis. Auk mikillar vinnu hafa þeir lagt fram talsvert fé gefins og verið reiðu- búnir til aðstoðar, hvenær sem á þurfti að halda.

x

Kylfingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.