Fréttablaðið - 12.11.2010, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 12.11.2010, Blaðsíða 20
20 12. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR Níu manneskjur eru ákærðar fyrir brot á 100. grein hegningarlaga, fyrir að hafa ráðist „á Alþingi, svo að því eða sjálfræði þess [væri] hætta búin“. Af fréttaflutningi, lögregluskýrslum og málatilbúnaði saksóknara er ljóst að sak- borningar beittu enga ofbeldi; þeir gengu inn í þinghúsið, og einn hrópaði af þing- pöllum. Þessi „atlaga“ að Alþingi er ekki eins- dæmi; svipaðir atburðir hafa orðið á síð- ustu áratugum. Aldrei áður hafa slík mótmæli leitt til ákæru, hvað þá svona alvarlegrar. Lágmarksrefsing fyrir brot á 100. greininni er árs fangelsi, en hámark ævilangt. Umrædd grein á við mjög alvar- leg brot, nefnilega valdaránstilraun- ir, og ljóst er að sakfelling hefði afdrifa- ríkar afleiðingar fyrir líf sakborninga, þótt fjarstæðukennt sé að þeir hafi ógnað „sjálfræði“ Alþingis. Níumenningarnir eru ákærðir fyrir að rjúfa „friðhelgi Alþingis og starfsfrið auk þess sem öryggi Alþingis var hætta búin“. Þetta mætti afgreiða sem ýkjur, ef ekki væri annað og meira í húfi, nefnilega frelsið til mótmæla. Sú hugmynd að rík- isvaldið megi „verja“ sig með svo heiftar- legum hætti gegn hættulausum mótmæl- um vekur óhug. Þótt litlar líkur virðist á sakfellingu á grundvelli 100. greinarinnar þá er ákæran ógnun við tjáningarfrelsið, því hún neyðir friðsama mótmælendur til að verja sig gegn ríkisvaldi sem fer offari, og það er ólíðandi í réttarríki að fólk sé ákært á fölskum forsendum eins og hér er gert. Forseti Alþingis, Ásta R. Jóhannesdótt- ir, er æðsti yfirmaður skrifstofu Alþingis, sem fór fram á að kært yrði fyrir brot á 100. greininni, en lögreglan, sem rannsak- aði málið, hafnaði því. Samt ákvað settur saksóknari, Lára V. Júlíusdóttir, að ákæra fyrir brot á þeirri grein, og hún ber því einnig ábyrgð á þessum pólitísku ofsókn- um. Þau ofsafengnu viðbrögð gegn hættu- lausum mótmælendum sem felast í umræddri ákæru verður að stöðva. Alþingi ætti að þvo af sér smánina með því að setja Ástu af. Lára ætti að draga ákæruna til baka. Að öðrum kosti ætti dómsmálaráðherra að frelsa Láru úr ógöngunum með því að fella niður sak- sóknina með vísan í 29. grein stjórnar- skrárinnar. Eingöngu þannig er hægt að koma í veg fyrir að þetta verði ævarandi smánarblettur á íslensku réttarfari. Pólitísk málaferli Mál níu- menninganna Einar Steingrímsson stærðfræðingur Aðalfundur Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda – SFÚ Haldinn á Grand Hótel, laugardaginn 13. nóvember, kl 16-18. Dagskrá fundarins: Setning fundarins. Elín Björg Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri SFÚ. Ávarp. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Erindi. Jóhann Sigurjónsson, forstjóri, Hafrannsóknarstofnun. Erindi. Finnbogi Vikar. Erindi. Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. Erindi. Bjarni Áskelsson, Reiknistofu Fiskmarkaða. Fundarstjóri: Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Á eftir hverju erindi verða stuttar fyrirspurnir og umræður. Fundurinn er öllum opinn. Opinn fundur um sjávarútvegsmál. Kvörtunin hennar Helgu Innan tíðar mun Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, velja sér nýjan ráðuneytisstjóra. Meðal umsækjenda sem hljóta að koma vel til álita er Helga Jónsdóttir, fyrrverandi borgarritari og bæjarstjóri í Fjarðabyggð. Af því tilefni er rétt að rifja upp að Helga hefur áður sótt um ráðuneytis- stjórastöðu. Árið 2004 sóttist hún eftir því að fá að stýra félags- málaráðuneyti Árna Magnússon- ar. Hún laut þá í lægra haldi fyrir Ragnhildi Arnljótsdóttur, sem nú stýrir forsætisráðuneytinu. Helga var ósátt við niðurstöðuna og kvartaði til umboðsmanns Alþingis. Gallaður rökstuðningur Umboðsmaður óskaði eftir skýringum frá ráðherranum, sem lét góðan og gegnan lögfræðing vinna fyrir sig rök- stuðning fyrir ráðningu Ragnhildar. Í stuttu máli taldi umboðs- maður rökstuðn- inginn ekki halda vatni – ekki hefði verið sýnt fram á með fullnægjandi hætti að rétt hefði verið að velja Ragnhildi fram yfir Helgu. Höfundur hins gall- aða rökstuðnings hefur vonandi lært eitthvað af ferlinu. Hann heitir Árni Páll Árnason. Rosalega erfitt Mikill meirihluti forstöðumanna ríkisstofnana telur of erfitt að reka opinbera starfsmenn, sam- kvæmt nýrri könnun. Það má vera. En hvað ætli for- stöðumönnum ríkisstofn- ana finnist um það hversu erfitt er að reka forstöðu- menn ríkisstofnana? Það er eiginlega ómögulegt. stigur@frettabladid.is S kýrsla sérfræðingahóps ríkisstjórnarinnar, sem reiknaði út kostnað og gagnsemi ýmissa leiða til að koma til móts við fólk í skuldavanda, er góður grunnur fyrir ákvarð- anir í málinu. Meira liggur nú fyrir en áður, jafnt um umfang alvarlegs skuldavanda og um kostnað við að mæta honum. Hópurinn telur að um 10.700 heimili af tæplega 100.000 séu í greiðsluvanda. Það eru tæplega 15% þeirra heimila, sem skulda fé vegna fasteignakaupa. Yfir 80% af þeim, sem eiga í erfiðleikum með að greiða af lánum sínum, keyptu fasteign á bóluárunum, 2004-2008. Þetta segir okkur að vanda- málið er tiltölulega afmarkað. Þegar af þeirri ástæðu ætti að vera hægt að útiloka hugmynd- ir Framsóknarflokksins, Hreyfingarinnar, Hagsmunasamtaka heimilanna og fleiri sem vilja almenna niðurfellingu skulda. Starfshópurinn miðar raunar ekki við 20% flata skuldaniður- fellingu, eins og upphaflega var rætt um, heldur reiknar út áhrif af 15,5% niðurfellingu. Niðurstaðan er að sú aðgerð gæti kostað um 185 milljarða, en myndi eingöngu fækka heimilum í vanda um fimmtung. Það er engin furða að talsmenn hugmyndarinnar séu súrir, nú þegar svo rækilega hefur verið sýnt fram á galla hennar. Allar aðrar leiðir sem fela í sér niðurfærslu skulda á breiðum grundvelli eru einnig afar dýrar, en nýtast takmörkuðum hópi. Sértæk skuldaaðlögun og hækkun vaxtabóta eru hins vegar þær leiðir, sem eru hlutfallslega hagkvæmastar. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur eðlilega úti- lokað flata niðurfærslu skulda eftir að niðurstöður starfshópsins lágu fyrir. Raunar er lítt skiljanlegt af hverju ríkisstjórnin var yfirleitt til í að skoða þá leið á ný, eftir að hún hafði fyrir löngu verið slegin út af borðinu. Forsætisráðherra talaði hins vegar óvarlega í fjölmiðlum í gær um möguleika á lækkun vaxta. Hún ætti að vita vel, að sambærileg vaxtakjör og í nágrannalöndunum munu ekki nást hér á landi nema skipt verði um gjaldmiðil, sem er ekki í augsýn næstu árin. Það er ekkert vit í því að fara leiðir við skuldaaðlögun sem kosta fjármálakerfið gífurlegar fjárhæðir. Orðagjálfrið um að bankarnir hafi verið búnir að gera ráð fyrir afskriftum er innan tómt. Eins og fram kemur í Fréttablaðinu í dag er svigrúm bankanna nú þegar nánast upp urið. Verði farin leið skuldaniður- fellingar, mun það bitna á skattgreiðendum og eigendum lífeyr- issjóðanna, almenningi í landinu. Ríkisstjórnin þarf að fara hagkvæmustu leiðirnar, sem kosta minnsta peninga og hjálpa sem flestum. Hún verður að horfast í augu við að sumum verður ekki bjargað frá því að missa húsnæði sitt og mæta verður þeim með öðrum úrræðum í húsnæðismál- um. Síðast en ekki sízt þarf ríkisstjórnin nú að taka ákvarðanir fljótt og þær verða að vera endanlegar ákvarðanir. Stjórnvöld hafa alltof lengi gefið fólki falskar vonir og fyrir vikið tafið fyrir því að það geti farið að vinna sig út úr vandanum á raunhæfum forsendum. Nú liggur fyrir hverjar eru hagkvæmustu leiðirnar til að fást við skuldavanda heimila. Ákvarðanir fljótt Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.