Fréttablaðið - 12.11.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 12.11.2010, Blaðsíða 12
12 12. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur ákært nítján ára stúlku fyrir ofbeldi og hótanir gegn lögreglu. Í ákæru segir að aðfaranótt sunnudagsins 30. maí síðastliðins hafi stúlkan ráðist með ofbeldi að tveimur lögreglumönnum sem voru við skyldustörf, sparkað í hægri sköflung annars þeirra og í hægra læri hins. Atvikið átti sér stað fyrir utan skemmtistaðinn Manhattan í Reykjanesbæ. Jafnframt er stúlkunni gefið að sök að hafa í lögreglubifreið á leið á lögreglustöð með ógnandi hætti hótað öðrum lögreglumannanna líkamsmeiðingum og ofbeldi með því að láta þau orð falla að hún ætlaði að drepa fjölskyldu hans. Þá hefur ríkissaksóknari ákært tvítugan mann fyrir að hafa á sama stað í apríl síðastliðnum ráðist með ofbeldi á lögreglumann, sem þar var við skyldustörf og spark- að í hægri fótlegg hans með þeim afleiðingum að lögreglumaður- inn hlaut bólgu og eymsli í hægri ökkla. Einnig hafi hann, í lög- reglubíl á leið á lögreglustöð, með ógnandi framkomu ítrekað hótað tveimur lögreglumönnum, sem þá voru við skyldustörf, lífláti. Bæði málin eru rekin fyrir Hér- aðsdómi Reykjaness. - jss Ríkissaksóknari ákærir stúlku og ungan mann fyrir brot gegn lögreglu: Hótuðu ítrekað ofbeldi og lífláti LÖGREGLAN Fólkið hótaði lögreglu- mönnum ítrekað á leið á lögreglustöð. NÝTUR VIRÐINGAR Þurrkað af ljósmynd af Suu Kyi í höfuðstöðvum flokks henn- ar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BÚRMA, AP Talið er að herfor- ingjastjórnin í Búrma muni fljót- lega láta Aung San Suu Kyi lausa innan skamms, nú þegar umdeild- um þingkosningum er lokið. Í gær tapaði Suu Kyi dóms- máli, en hún hafði áfrýjað því að stofufangelsi hennar var lengt um átján mánuði eftir að banda- rískur maður komst inn á heimili hennar, þar sem hún hefur verið höfð í stofufangelsi meira og minna í nærri tvo áratugi. Þrátt fyrir að Aung San Suu Kyi sé enn þekktasti leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Búrma gat hún ekki tekið þátt í kosning- unum og stuðningsmenn henn- ar hvöttu fólk til að greiða ekki atkvæði. - gb Suu Kyi tapar dómsmáli: Verður líklega samt látin laus MAHMOUD BARZANI Leiðtogi Kúrda verður áfram forseti Íraks. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ÍRAK, AP Með bráðabirgðasam- komulagi um framhaldslíf stjórnar Nouri Al-Malikis í Írak er komið í veg fyrir að súnní- múslimar fái meiri ítök í stjórn- inni, þrátt fyrir að bandalag þeirra hafi unnið sigur í þing- kosningunum í mars. Bandaríkjastjórn hefur lýst áhyggjum af því að fái súnní- múslimar ekki meiri ítök geti uppreisnarhreyfing þeirra gegn stjórnvöldum styrkst. Samkvæmt samkomulaginu verður Ayad Allawi, leiðtogi bandalags súnnía, yfirmaður nýs öryggisráðs, en hlutverk þess er enn óljóst. - gb Erfiðri fæðingu að ljúka: Íraksstjórn fær að tóra áfram VERKALÝÐSMÁL Steingrímur J. Sig- fússon fjármálaráðherra tók nýver- ið við yfirlýsingu frá Alþjóðaverka- lýðshreyfingunni (Global Unions) í höfuðstöðvum BSRB. Þessi sama yfirlýsing verður lögð fyrir fund G20-ríkjanna sem hófst í Seúl í gær en þar er kall- að eftir sanngjarnara skattkerfi, því að fjárfest sé í menntun og að haldið verði úti öflugri almanna- þjónustu. Skrifstofu BSRB barst yfirlýsingin en óskað var eftir því að henni yrði komið á fram- færi við ríkisstjórnina. - mþl Tillögur verkalýðshreyfinga: Kalla eftir öfl- ugri þjónustu BANDARÍKIN Gerhard Schröder, fyrrverandi Þýskalandskanslari, segir að George W. Bush segi ekki rétt frá samskiptum þeirra í ævi- sögu sinni, sem kom út í vikunni. Schröder hafnar því að hafa lofað stuðningi Þýskalands við innrás í Írak, en Bush segir í bók- inni að Schröder hafi svikið það loforð. Schröder segist hins vegar eingöngu hafa lofað stuðningi ef í ljós kæmi að Írakar hefðu skotið skjólshúsi yfir þá sem báru ábyrgð á árásunum 11. september 2001. Þá hefur David Cameron, for- sætisráðherra Bretlands, sagt að ekkert sé hæft í þeirri fullyrð- ingu Bush að Bandaríkjamönnum hafi tekist að bjarga mannslífum í Bretlandi með því að ná mikilvæg- um upplýsingum með pyntingum út úr föngum í Guantanamo-búð- unum. Bush viðurkennir í bókinni að hafa gefið samþykki sitt fyrir því að þrír fangar yrðu beittir vatns- pyntingum. Hann segist reyndar ekki líta svo á að vatnspynting- ar séu pyntingar, þótt Bandarík- in hafi til þessa jafnan kallað það pyntingar þegar bandarískir stríðsfangar hafa orðið fyrir þess- ari meðferð. „Enginn vafi leikur á því að þetta var harkaleg aðferð, en lækn- ar fullvissuðu leyniþjónustuna um að hún ylli engum varanlegum skaða,“ segir hann í bókinni. Í ævisögu sinni viðurkennir Bush einnig að hafa látið skipu- leggja árás á Íran og verið við því búinn að hrinda þeirri áætlun í framkvæmd. Þá viðurkennir hann einnig að hafa íhugað hvort gera ætti árás á Sýrland að beiðni Ísraelsstjórnar, sem óttaðist að Sýrlendingar væru með kjarnorkuver í smíðum. „Við skoðuðum hugmyndina ítarlega en leyniþjónustan CIA og herinn komust að þeirri niður- stöðu að það væri of mikil áhætta fólgin í því að lauma árásarsveit inn í Sýrland og út aftur,“ segir Bush í ævisögunni. Bush viðurkennir margvís- leg mistök í ævisögu sinni, sem kom út í gær og nefnist Decision Points. Meðal annars segir hann ýmis mistök hafa verið gerð í stríðsrekstri Bandaríkjanna í Írak. Hins vegar segist hann enn þeirrar skoðunar að rétt hafi verið að ráðast á Írak. Bush segist jafnan hafa reynt að taka vel á móti allri gagnrýni á sig, en einhverra hluta vegna situr í honum mótmælaskilti sem blasti við þegar hann hitti Tony Blair, þáverandi forsætisráðherra Bret- lands, árið 2003 á pöbbnum Dun Cow í smábænum Sedgefield í Eng- landi: „Mad Cowboy Disease“ stóð á skiltinu. gudsteinn@frettabladid.is Bush undirbjó árás á Íran og íhugaði að ráðast á Sýrland Gerhard Schröder og David Cameron bera brigður á fullyrðingar í nýútkominni ævisögu George W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Bush viðurkennir stöku mistök en stendur samt við flest það umdeildasta. MISHEPPNUÐ SVIÐSETNING Bush segir það hafa verið „slæma sviðsetningu“ að stilla sér upp fyrir framan áletrunina „Mission Accomplished“ eða „Verkefni lokið“ þegar hann lýsti því yfir að meiriháttar hernaði í Írak væri lokið strax í byrjun maí árið 2003. NORDICPHOTOS/AFP LOKUÐU DYRUM RÁÐUNEYTIS Liðs- menn Greenpeace-samtakanna lokuðu aðgangi að dyrum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis Frakklands í París með því að leggja þar litlum bíl með eftirlíkingu af bláum túnfiski ofan á, til að mótmæla afstöðu Frakka til túnfiskveiða. NORDICPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.