Fréttablaðið - 12.11.2010, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 12.11.2010, Blaðsíða 38
8 föstudagur 12. nóvember M argrét er uppalin í Kópavoginum og er næstyngst í hópi fjögurra systkina. Hún segir systkinahópinn sam- rýndan og að mikið hafi verið spilað og sungið á heimilinu þegar krakkarnir voru yngri. „Pabbi æfði sig alltaf á gítar á morgnana og ég man hvað mér þótti notalegt að vakna á morgnana við gítar- spilið. Við systurnar vorum líka stanslaust syngjandi og raulandi þegar við vorum yngri, þannig að tónlistin hefur alltaf átt sinn sess á heimilinu,“ útskýrir Margrét. Hún segir mikið öryggi í því að geta leitað til Láru og föður síns þegar hún þurfi á því að halda. „Við höfum alltaf verið mjög náin en ætli tónlistin tengi okkur ekki öðruvísi saman. Það er mjög gott að eiga pabba og Láru að og þau hafa verið dugleg að leiðbeina mér í tónlistinni. Þetta er nátt- úrulega erfiður bransi og maður þarf að læra að takast á við hann og hafa trú á sjálfum sér.“ Systurnar eru góðar vinkon- ur og syngur Margrét meðal ann- ars bak rödd hjá Láru þegar hún kemur fram á tónleikum. Hún segir þær þó fyrst hafa orðið góðar vinkonur þegar hún komst á unglingsaldurinn. LÍÐUR VEL Á SVIÐI Margrét hefur sungið frá barns- aldri og hefur sungið bakradd- ir bæði hjá föður sínum og syst- ur. Auk þess hefur Margrét einn- ig tekið þátt í söngvakeppnum og sungið í skírnum, jarðarförum og brúðkaupum. Lifun er fyrsta hljómsveitin sem hún gengur til liðs við og segist hún kunna vel við sig fremst á sviðinu. „Það er mikil adrenalínsprengja að standa á sviði og syngja. Ef það gengur vel þá líður manni mjög vel eftir á, það mætti segja að þetta sé mitt jóga,“ segir Margrét brosandi. Hún viðurkennir þó að hún fái oft hnút í magann stuttu fyrir tónleika, en segir það hluta af því að koma fram. „Margir tón- listarmenn setja sig í eitthvert hlutverk þegar þeir fara á svið. Þetta er ferli og maður er alltaf að breytast og mótast á meðan. Það er samt mikilvægt að vera sjálf- um sér samkvæmur þótt maður fari stundum í karakter.“ Margrét kom fram með systur sinni á Airwaves-tónleikahátíð- inni í október og segir hún það hafa verið mjög skemmtilegt. „Engir tvennir tónleikar eru eins því andrúmsloftið fer allt- af eftir tónleikastaðnum og fólk- inu. Tónleikarnir á Airwaves voru mjög vel heppnaðir og ætli þeir standi ekki svolítið upp úr.“ SYNGJANDI ÞROSKAÞJÁLFI Ásamt því að sinna tónlistinni stundar Margrét nám í þroska- þjálfun við Háskóla Íslands. Hún segir námið skemmtilegt, enda hafi hún gaman af því að vinna með fólki. „Ég var að vinna á sam- býli og áhuginn fyrir náminu kom frá þeirri reynslu minni. Ég væri helst til í að vinna inni í skólum sem þroskaþjálfi og mögulega reyna að tengja tónlistina eitthvað inn í það starf,“ segir Margrét og bætir við að mörgu mætti breyta í samfélaginu hvað varðar viðhorf manna gagnvart fötluðum ein- staklingum. En þótt Margrét njóti sín í náminu er það tónlistin sem á hug hennar allan. „Draumurinn er að geta sinnt tónlistinni alfar- ið því það er það sem ég elska að gera. Mér finnst tónlist gefandi og áhrifarík og svo finnst mér magn- að hvernig hún getur framkallað minningar eða ákveðnar tilfinn- ingar hjá manni.“ Margrét eyðir miklum tíma við píanóið þar sem hún semur eigin tónlist. Hún sækir innblástur sinn víða að og þá helst til annarra tónlistarmanna á borð við Blonde Redhead og Nick Cave. „Ég fæ inn- blástur héðan og þaðan. Ætli það sé ekki svolítið ómeðvitað hvað- an ég sæki innblásturinn og helst fer það bara eftir skapinu sem ég er í þegar ég sest við píanó- ið. Ætli ég leyfi ekki bara gagn- rýnendum að sjá um það að setja mig í flokka þegar að því kemur.“ Innt eftir því hvers konar tónlist hún semji verður Margrét hugsi. „Ég veit ekki undir hvaða stefnu tónlist mín ætti heima, kannski indí popprokk? Ég tók upp eitt lag í stúdíói um daginn og það breytt- ist heilmikið um leið og gítar og önnur hljóðfæri bættust við.“ SAFNAR GÖMLUM PLÖTUM Margrét heldur utan til London á miðvikudaginn til að syngja bak- raddir á tónleikum systur sinnar þar í borg. Tónleikarnir eru hluti af JAJAJA-tónlistarkvöldunum sem Moshi Moshi Records standa fyrir. Hún segir slíkt ferðalag gefa lítið í aðra hönd en tekur fram að öll kynning sé af hinu góða og veit fátt skemmtilegra en að „Draumurinn er að geta sinnt tónlistinni alfarið því það er það sem ég elska að gera.“ TÓNLISTIN ER MIT Margrét Rúnarsdóttir er söngkona hljómsveitarinnar Lifun. Hún syngur einnig bakrödd hjá systur sinni, Láru Rúnarsdóttur, og föður sín Margrét Rúnars- dóttir hefur vakið nokkra athygli sem söngkona hljómsveit- arinnar Lifun. Hún er dóttir Rúnars Þórissonar tónlistarmanns og systir Láru Rúnarsdóttur og segir tónlistina ávallt hafa leikið stórt hlutverk á æskuheimilinu. Viðtal: Sara McMahon Ljósmyndir: Stefán Karlsson Fatnaður: Royal Extreme og Nostrum Uppáhalds tón- listarmaðurinn? Þeir eru ansi marg- ir í uppáhaldi hjá mér. Til dæmis Neil Young, John Lennon, Nick Cave, Rufus Wainwright, Fiona Apple, Damien Rice, Regina Spektor og Sarah Barreilles. Uppáhaldsmaturinn? Jólasteikin hjá mömmu og pabba. Síðustu innkaup? Nýja Blonde Redhead platan sem heitir Penny Sparkle. Uppáhaldsstaðurinn? Ísafjörður. Ég er ættuð þaðan og finnst alltaf yndislegt að koma þangað í hreina og tæra loftið, það er góð endurnæring. Syngurðu í sturtu og hvaða lag þá? Ef ég er að fara að spila á tón- leikum æfi ég kannski þau lög sem ég er að fara að syngja. bak við tjöldin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.