Fréttablaðið - 12.11.2010, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 12.11.2010, Blaðsíða 40
BÍÓDAGAR HAUST 2010 Catfish Ótrúlega skemmtileg heimildamynd um ungan ljósmyndara sem kynnist 8 ára stúlku með mikla listhæfileika á Facebook, eftir að hún sendir honum málverk af ljósmynd eftir hann. Ljósmyndarinn kynnist fjölskyldu stúlkunnar og fellur fyrir systur hennar; einnig í gegnum Facebook. Vinir ljósmyndarans eru kvikmyndargerðarmenn og ætla sér að gera heimildamynd um kornunga málarasnillinginn en þegar maðkar fara að finnast í mysunni þá tekur heimildamyndin óvænta stefnu. Spennandi og áhugaverð heimild um það hvað samfélagsvefsíður á borð við Facebook eru farin að hafa afgerandi áhrif á líf okkar allra. Armadillo Hér er raunveruleiki stríðsins í Afganistan afhjúpaður með afgerandi hætti. Myndin fékk strax mjög hörð viðbrögð þegar hún var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes nú í vor. Í myndinni fylgir leikstjórinn Janus Metz dönsku hermönnunum, Mads og Daniel, um Helmand-héraðið. Þeir hafa bækistöðvar í herstöðinni Armadillo þar sem hart er barist við liðsmenn Talibana. Smátt og smátt láta Mads og Daniel stríðið ná tökum á sér og í kjölfarið framkvæma þeir hluti sem vakið hafa hneykslun í Danmörku, bæði meðal almennings og háttsettra embættis- og stjórnmálamanna. Þessi verðlaunamynd frá síðustu Cannes hátíð hefur fengið gríðarlega aðsókn í Danmörku. Freakonomics Sex af frumlegustu stjórnendum heimildamynda í heiminum sameinast hér í að koma einni vinsælustu bók síðari ára upp á hvíta tjaldið. Hver leikstjóri tekur að sér sinn uppáhaldskafla úr bókinni en þeir eiga að baki eftirfarandi snilldarmyndir: Super Size Me, Jesus Camp, Enron: The Smartest Guys in the Room, Why We Fight, The King of Kong. Ótrúlegt en satt; hér er hagfræðin gerð áhugaverð og skemmtileg. Er hægt að múta grunnskólanemanda til að standa sig betur? Eru fasteignasalar óþarfir? Í þessari mynd koma svörin á óvart! Dagskrá og miðasala á7 BESTU HEIMILDARMYNDIR ÁRSINSÍ BÍÓ PARADÍS FRÁ 12. NÓVEMBER 1 2 3 4 5 6 7 BÍÓDAGAR HAUST 2010 7 miða passi ............... ............... Allt um hátíðina www.bioparadis.is www.graenaljosid.is www.midi.is 7 miða passi fáanlegur í Bíó Paradís. Takmarkað magn! 2010 · 100 mín. · Danmörk, Svíþjóð · Janus Metz Pedersen 2010 · 87 mín. · Bandaríkin · Henry Joost, Ariel Schulman 2010 · 85 mín. · Bandaríkin · Heidi Ewing, Alex Gibney, Seth Gordon, Rachel Grady, Eugene Jarecki, Morgan Spurlock 7 BESTU HEIMILDAMYNDIR ÁRSINS Í BÍÓ PARADÍS FRÁ 12. NÓVEMBER
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.