Fréttablaðið - 12.11.2010, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 12.11.2010, Blaðsíða 32
2 föstudagur 12. nóvember núna ✽ Ekki missa af augnablikið Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Umsjón Sara McMahon og Álfrún Pálsdóttir Forsíðumynd Stefán Karls- son Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@365.is sími 512 5432 Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 blogg vikunnar Í Föstudegi s íðustu viku gleymdust upplýsingar um skyrtuna sem konurnar í Ein flík, þrjár konur klæddust. Skyrtan fæst í Vero Moda og kostar 4.990 krónur. Beðist er velvirðingar á þessu. UPPLÝSINGAR SEM GLEYMDUST: Ein skyrta, þrjár konur P abbi byrjaði að kalla mig fröken fix þegar ég var ung, vegna þess að ég var alltaf að breyta til í her- berginu mínu. Henda öllu út og raða upp á nýtt. Þegar ég ákvað að stofna mitt eigið fyrirtæki lá þetta nafn því beinast við,“ segir Sesselja Thorberg vöruhönnuður en hún hefur stofnað ráðgjafafyrirtækið Fröken Fix og sér- hæfir sig í innanhúss- og skipulagsráðgjöf fyrir heimil- ið. Sesselja er menntaður vöruhönnuður en hefur allt- af haft brennandi áhuga á öllu sem tengist innanhúss- arkitektúr. „Ég hef verið að gefa fólki ráð í langan tíma en er fyrst núna að búa til fyrirtæki í kringum þetta,“ segir Sesselja en hún ætlaði ekki beint að leiðast út í fyrir- tækjarekstur en eftir að hún varð fyrir barðinu á hóp- uppsögn hjá arkitektastofu nýtti hún tækifærið til að kýla á gamlan draum. „Kreppan skapar marga mögu- leika og ég er alsæl með að hafa tekið stóra skrefið,“ segir hún og bætir við að þrátt fyrir að vera ný af nál- inni séu margir farnir að nýta sér þjónustuna. Flest- ir viðskiptavinir hennar eiga það sameiginlegt að vera orðnir leiðir og vilja breyta til heima hjá sér en vita ekkert hvernig þeir eiga að snúa sér. „Ég sérhæfi mig í að nýta það sem fólk á fyrir inni á heimilinu. Í þessu árferði er það nauðsynlegt og flestir verða samdauna heimilum sínum eftir langan tíma og sjá ekki alveg möguleikana sem húsin og húsgögnin búa yfir. Þar kem ég með nýja sýn en ég sé alltaf einhverja mögu- leika,“ segir Sesselja glöð í bragði en hægt er að nálg- ast allar upplýsingar varðandi þjónustuna á vefsíðunni frokenfix.is. En hvaða rými er það sem henni finnst skemmtilegast að taka að sér? „Ég er algjört skipu- lagsfrík svo mig klæjar alveg í puttana þegar ég fæ að hanna og skipuleggja þvottahús og geymslur upp á nýtt. Finnst það æði,“ segir Sesselja hlæjandi. - áp Sesselja Thorberg sér möguleika í hverju rými: SKEMMTILEGAST AÐ SKIPULEGGJA GEYMSLUR Fröken Fix Sesselja Thorberg er vöruhönnuður og innanhússráðgjafi sem sérhæfir sig í að hjálpa fólki að nýta dótið sem það á fyrir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Eftir að hafa legið í dvala undanfarin ár eru eyrnalokkarnir að komast aftur inn á sjónar- sviðið. Því stærri og meira áberandi því betra segja tískuspekingar. Þessir tvílitu og síðu kögureyrnalokkar eru úr smiðju Elvu Dagg- ar Árnadóttur og fást í mörgum litasam- setningum. Eyrnalokkarnir eru til í Mýr- inni og kosta 7.300 krónur. Tilvalið við jólakjólinn eða í jólapakkann fyrir þá sem farnir eru að huga að jólum. - áp Síðir eyrnalokkar eru heitir í vetur: Eyrnakonfekt Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á Vísi eða fengið sendan daglegan tölvupóst með blaði dagsins. Nánari upplýsingar á: visir.is/dreifing FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU Svíi bloggar Bloggsíðan www.carolinesmode. com er sænskt tískublogg sem haldið er úti af hinni ungu og glys- gjörnu Caroline. Hún blandar saman myndum af sínum eigin fatastíl og mynd- um sem veita henni innblástur. Fötin sem hún klæðist eru oft á tíðum djörf og samsetningarnar stundum skrítn- ar, en þrátt fyrir það er gaman að renna í gegnum síðuna og skoða tískuna. Parísartískan Www.leblogdebetty.com er tísku- blogg Parísardömunnar Betty. Þar skrásetur stúlkan daglegan klæðn- að sinn og segir stuttlega frá hverri flík, hvar þær fást og af hverju þessi samsetning varð fyrir valinu. Betty skrifar á ensku og því ættu flestir að geta skilið bloggfærsl- urnar. Tískuþenkjandi mæðgur Íslenska tískubloggið www.war- drobe-wonderland.blog- spot.com hefur hlotið nokkra umfjöllun, enda skemmtilegt blogg hér á ferð. Mæðgur halda úti síðunni og er þar góð blanda af þeirra eigin stíl og almennri tískuumfjöllun. EINFALT OG LÉTT Íslenska kokkalandsliðið heldur utan í næstu viku til að keppa í heimsmeist- aramótinu í matreiðslu. Í tilefni þess gáfu kokkarn- ir út þessa skemmtilegu matreiðslubók, en þar má finna margar góðar uppskriftir sem innihalda aðeins fjögur hráefni. Góð eign fyrir alla áhugakokka. NÝGIFT Russell Brand og söng- konan Katie Perry létu nýverið pússa sig saman og er þetta í fyrsta sinn sem þau sjást saman opinberlega eftir brúðkaupið. Kjóll Perry vakti ekki mikla lukku meðal tískuunnenda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.