Fréttablaðið - 12.11.2010, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 12.11.2010, Blaðsíða 78
50 12. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR Handboltahetjan Dagur Sigurðsson, knattspyrnukappinn Pétur Hafliði Marteinsson og athafnamaðurinn Kristinn Vilbergsson hafa skrifað undir fimmtán ára leigusamning á húsnæðinu sem eitt sinn hýsti kex- verksmiðjuna Frón við Skúlagötu. Þar hyggjast þremenningarnar opna ódýrt gistiheimili fyrir erlenda ferðamenn. Pétur, Kristinn, vinir og vandamenn hafa að undanförnu hamast við að rífa niður veggi og breyta og bæta eins og þurft hefur. „Við erum gamlir félagar úr Versló, reyndar erum við Dagur gamlir vinir úr sextán ára lands- liðinu í fótbolta,“ segir Pétur þegar Fréttablaðið nær tali af honum. Hann segir þá hafa verið að skoða möguleika á samstarfi og þá ramb- að á gamla kexverksmiðjuhúsnæð- ið sem var nánast að hruni komið. „Þarna var engin starfsemi nema á neðstu hæðinni sem hýsir Nýlista- safnið. Við vildum athuga hvort það væri ekki hægt að bjarga þessu húsi frá því að vera rifið, enda stað- setningin frábær.“ Pétur segir hug- myndina hafa verið nefnda fyrst í gríni en svo þegar þeir hafi byrjað að kasta henni eða sparka á milli sín hafi hún alltaf orðið betri og betri og nú séu þeir bara í vinnugallanum á fullu. Það er að segja allir nema Dagur. „Helvítið hann Dagur. Hann þykist bara vera að þjálfa eitthvað í Þýskalandi,“ segir Pétur en Dagur er þjálfari Füchse Berlin í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta og er með liðið í toppbaráttunni. „En um leið og það fer að halla undir fæti hjá honum verður hann kallaður heim og beðinn um að rífa niður nokkra veggi.“ Pétur segir mikla möguleika fyrir hendi hvað nýtingu húsnæðis- ins varðar, þeir vilji vera með kaffi- hús og menningaratburði. „Þannig að þetta verður ekki bara ódýr gisti- aðstaða fyrir erlenda ferðamenn heldur líka eitthvað sem Íslending- ar geta nýtt sér.“ Pétur segir þá ætla að halda í gamla kexverksmiðjuand- ann og þess vegna hafi þeir meðal annars ákveðið að nefna það Kex Hostel. Þeir ætli sér að fara varlega, reksturinn sé ekki byggður á lántök- um. freyrgigja@frettabladid.is FÖSTUDAGSLAGIÐ „Ég skrifaði fyrsta uppkastið í sumar, þá kasólétt og maður er jú aldrei viðkvæmari en einmitt þá. En bókin fjallar líka um konur og maður er aldrei meiri kona en með nýfætt barn,“ segir Nanna Kristín Magnúsdóttir leikkona. Hún hefur skrifað uppkast að kvikmyndahandriti eftir bók Steinars Braga, Konur, sem hlaut einróma lof gagnrýnenda árið 2008. Bókin þótti líka dökk og næst- um hryllileg og Nanna Kristín viðurkennir að það hafi tekið svolítið á að skrifa handritið. „Ætli ég komi ekki með þetta kvenlega „touch“ á þetta. Annars gaf Steinar Bragi mér ákveðið frjálsræði.“ Nanna Kristín er nú í fæðingarorlofi, sem er einmitt tíminn þegar flestar mæður svífa um á bleiku skýi yfir nýjasta fjölskyldumeðlimnum. Leikkonan hyggst hins vegar nýta sitt fæðingarorlof í að skrifa næsta uppkast að handritinu eftir þessari bók sem Páll Baldvin, þáver- andi gagnrýnandi Fréttablaðsins, lýsti þannig að hún kæmi á endanum illa við sálartetrið og ekki síður lík- amlega við lesendur. „Ottó Geir Borg ætlar að vinna þetta með mér og við gerum þetta í sameiningu, það er kominn styrkur frá Kvikmyndamiðstöðinni en ekki leik- stjóri,“ segir Nanna Kristín en það er framleiðslufyrir- tækið ZikZak sem á kvikmyndaréttinn að bókinni. Nanna Kristín hefur verið ein af fremstu leikkonum þjóðarinnar undanfarið og hún kveðst ekki alveg vera búin að leggja leikaraskóna á hilluna þótt hún einbeiti sér nú að skrifum. „Þegar maður er kasólétt leikkona eru hlutverkin ekkert á hverju strái. Og eftir kvikmynd- irnar Börn og Foreldra langaði mig meira að skrifa og framleiða. Ég fékk bakteríuna endanlega þegar ég vann með Valdísi Óskarsdóttur að Sveitabrúðkaupi og Kónga- vegi.“ - fgg Skrifar hrylling í fæðingarorlofi BREYTIR TIL Nanna Kristín Magnúsdóttir nýtir fæðingarorlofið í að skrifa handrit eftir bók Steinars Braga en það er kannski ekki fyrsta skáldverkið sem fólki dettur í hug að láta nýbakaða mæður lesa. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI PÉTUR MARTEINSSON: MIKLIR MÖGULEIKAR FYRIR HENDI Gamlar íþróttahetjur opna gistiheimili í kexverksmiðju GERA ALLT SJÁLFIR Pétur Hafliði ásamt félaga sínum Viðari Þór við Skúlagötuna. Pétur hefur verið að hamast við að brjóta niður veggi en Dagur Sigurðsson fær hins vegar bara að þjálfa Füchse Berlin í rólegheitunum í þýsku úrvalsdeildinni enda með liðið í toppbaráttu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Þetta er fyrirtæki sem er stofn- að í tengslum við Wikileaks, það er engin starfsemi hafin, við erum ekki komnir með húsnæði og ég veit ekki hvenær starfsemi mun hefjast. Það hafa engir starfsmenn verið ráðn- ir og ég veit ekki hvað við verðum margir,“ segir Kristinn Hrafnsson blaðamaður. Julian Assange, oftast kenndur við Wikileaks, hefur stofnað fjölmiðlafyrirtækið Sunshine Press Productions hér á landi en þetta er sama fyrirtækjanafn og rekstrarað- ili Wikileaks notar. Stofnendur fyrirtækisins ásamt Assange eru Ingi Ragnar Ingason tökumaður, Kristinn, sem hefur verið titlaður talsmaður Wiki- leaks í erlendum fjölmiðlum, og svo Gavin MacFadyen en sá er prófess- or í blaðamennsku og mikill þunga- vigtarmaður í breskum fjölmiðlum. Hann var meðal annars leikstjór- anum Michael Mann innan handar þegar hann gerði The Insider með Al Pacino og Russell Crowe í aðal- hlutverkum. Það hefur lengi verið í deiglunni að Wikileaks stofnaði útibú hér á landi. Assange hefur verið á hálf- gerðum hrakhólum eftir að sænsk yfirvöld hófu að rannsaka ásakanir um nauðgun á hendur honum. Í við- tali við svissneska ríkissjónvarpið í byrjun nóvember sagðist Assange vera að velta því alvarlega fyrir sér að sækja um hæli í Sviss en það og Ísland væru einu löndin sem Wiki- leaks gæti starfað í. Kristinn vildi ekki ræða fyr- irtækið í neinum smáatriðum við Fréttablaðið, sagði tilgang þess vera framleiðslu, útgáfu og dreifingu fjöl- miðlaefnis, myndefnis og prent- aðs máls auk annarra hluta. - fgg WIKILEAKS TIL ÍSLANDS? Julian Assange hefur stofnað fjölmiðla- fyrirtæki á Íslandi undir sama nafni og rekstraraðili Wikileaks notar. Með honum eru Ingi R. Ingason, Kristinn Hrafnsson og Gavin MacFadyen, prófessor í rannsóknarblaðamennsku. Assange stofnar fjölmiðlafyrirtæki á Íslandi „Það er Pata Pata með Miriam Makeba og eitthvað gott með pabba á harmóníkunni.“ Linda Björk Hilmarsdóttir, framkvæmda- stjóri líkamsræktarstöðvarinnar Hress. Fim 11.11. Kl. 20:00 8. sýn Fös 12.11. Kl. 20:00 Fös 19.11. Kl. 20:00 Lau 20.11. Kl. 20:00 Sun 21.11. Kl. 15:00 br. sýn.t. Lau 27.11. Kl. 20:00 Sun 28.11. Kl. 20:00 Lau 4.12. Kl. 20:00 Sun 5.12. Kl. 20:00 Lau 13.11. Kl. 13:00 Lau 13.11. Kl. 15:00 Sun 14.11. Kl. 13:00 Sun 14.11. Kl. 15:00 Lau 20.11. Kl. 13:00 Lau 20.11. Kl. 15:00 Sun 21.11. Kl. 13:00 Lau 27.11. Kl. 13:00 Lau 27.11. Kl. 15:00 Sun 28.11. Kl. 13:00 Sun 28.11. Kl. 15:00 100 sýn. Sun 5.12. Kl. 13:00 br. sýn.t. Sun 5.12. Kl. 15:00 Mið 29.12. Kl. 16:00 br. sýn.t. Fim 30.12. Kl. 16:00 br. sýn.t. Fim 11.11. Kl. 20:00 Fös 12.11. Kl. 20:00 Lau 13.11. Kl. 20:00 Fös 19.11. Kl. 20:00 Lau 20.11. Kl. 20:00 Fös 26.11. Kl. 20:00 Lau 27.11. Kl. 20:00 Fös 3.12. Kl. 20:00 Lau 4.12. Kl. 20:00 Mið 10.11. Kl. 19:00 Sun 14.11. Kl. 19:00 Mið 24.11. Kl. 19:00 Aukas. Fim 25.11. Kl. 19:00 Aukas. Fös 10.12. Kl. 19:00 Aukas. Lau 11.12. Kl. 19:00 Aukas. Sun 12.12. Kl. 19:00 Aukas. Lau 13.11. Kl. 20:00 Fim 18.11. Kl. 20:00 Aukas. Fös 26.11. Kl. 20:00 Fim 2.12. Kl. 20:00 Aukas. Fös 3.12. Kl. 20:00 U U U Finnski hesturinn (Stóra sviðið) Fíasól (Kúlan) Hænuungarnir (Kassinn) Íslandsklukkan (Stóra sviðið) Gerpla (Stóra sviðið) U Ö U Ö Ö Ö Ö Ö Lau 27.11. Kl. 13:00 Lau 27.11. Kl. 14:30 Sun 28.11. Kl. 11:00 Sun 28.11. Kl. 13:00 Sun 28.11. Kl. 14:30 Lau 4.12. Kl. 11:00 Lau 4.12. Kl. 13:00 Lau 4.12. Kl. 14:30 Sun 5.12. Kl. 11:00 Sun 5.12. Kl. 13:00 Sun 5.12. Kl. 14:30 Lau 11.12. Kl. 11:00 Lau 11.12. Kl. 13:00 Lau 11.12. Kl. 14:30 Sun 12.12. Kl. 11:00 Sun 12.12. Kl. 13:00 Sun 12.12. Kl. 14:30 Lau 18.12. Kl. 11:00 Lau 18.12. Kl. 13:00 Lau 18.12. Kl. 14:30 Sun 19.12. Kl. 11:00 Sun 19.12. Kl. 13:00 Sun 19.12. Kl. 14:30 Leitin að jólunum Ö Ö Ö Ö U Ö Ö Ö Ö U Ö Ö Ö Ö Ö U Ö U Ö U U U Ö Ö Ö Ö Ö Ö U U U Ö Ö U Ö Ö U Ö Ö Ö U Lér konungur (Stóra sviðið) Sun 26.12. Kl. 20:00 Frums. Þri 28.12. Kl. 20:00 2. sýn Mið 29.12. Kl. 20:00 3. sýn Lau 8.1. Kl. 20:00 4. sýn Sun 9.1. Kl. 20:00 5. sýn Fim 13.1. Kl. 20:00 6. sýn Fös 14.1. Kl. 20:00 7. sýn Fös 21.1. Kl. 20:00 U Ö Ö Ö Ö Ö Ö Fös 19.11. Kl. 20:00 Lau 20.11. Kl. 20:00 Sun 21.11. Kl. 14:00 Íslandsklukkan – á Akureyri (Hof, menningarhús) U Ö Ö „Einfaldlega besta Artemisbókin hingað til.“ FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MÁ BJÓÐA YKKUR MEIRI VÍSI? Deildu Vísi með öðrum. Þeir sem setja „like“ við Vísi á Facebook geta unnið óvænta vinninga í hverri viku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.