Fréttablaðið - 12.11.2010, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 12.11.2010, Blaðsíða 51
FÖSTUDAGUR 12. nóvember 2010 Kaffitími er alþjóðlegt fyrirbæri sem fólk í hverskonar verslun, þjónustu og iðnaði nýtir sér til að taka stutta hvíld frá störfum og hlaða rafhlöðurnar. Talið er að allt frá 1951 hafi kaffitími verið skráður í kjarasamninga. Kaffitíminn er í dag nánast heilög stund, líka utan vinnutíma. Angan af kaffi kemur bragðlauk- unum af stað og ilmurinn segir til um ríkt bragðið af BKI kaffi. Helltu upp á gott BKI kaffi. BKI Classic Njóttu lausnar frá amstri hversdagsins með góðu BKI kaffi. Finndu hvernig þú hressist með rjúkandi bolla af BKI kaffi. Nýttu tækifærið. Gefðu þér smá hvíld. Fáðu þér BKI kaffi. Njóttu kaffiilmsins, hitans og bragðsins og taktu svo daginn með trompi. Það er kominn tími fyrir BKI kaffi. Taktu þér kaffitíma núna Fangaðu kaffitímann með BKI kaffi Það er kaffitími núna Kauptu BKI fyrir kaffitímann Sérvaldar baunir frá þekktustu kaffisvæðum heimsins tryggja hið mjúka bragð, lokkandi ilminn og fersklegt eftirbragðið. BKI Extra Snöggristað við háan hita. Þannig næst fram ríkara kaffibragð við fyrsta sopa en léttur og mjúkur keimur fylgir á eftir. Kíktu á bki.is Kauptu gott kaff i í dag á góðu verði Einnig til 250 gr á ennþá betra ver ði á meðan birgðir endast Þrátt fyrir nafnið á Nýja kaffi- brennslan á Akureyri sér langa sögu. Forverar hennar eru Kaffi- brennsla O. Johnson & Kaaber hf. og Kaffibrennsla Akureyrar, sem gengu í eina sæng árið 2000. Nýja kaffibrennslan framleiðir fjölda kaffitegunda undir ýmsum vöru- merkjum og fer framleiðslan að öllu leyti fram á Akureyri en Heild- sala O. Johnson & Kaaber sér um sölu og dreifingu sunnan heiða. Helgi Örlygsson, framkvæmda- stjóri Nýju kaffibrennslunn- ar, segir hafa orðið vatnaskil í íslenskri kaffiframleiðslu þegar þessir fornu höfuðandstæðing- ar sameinuðust og Nýja kaffi- brennslan fór að framleiða bæði gulan Braga og Ríó, sem áður höfðu bitist um forystuna á mark- aðnum. Kaffibrennsla Akureyrar var einmitt þekktust fyrir Braga- kaffið sem hafði lengi yfirburða- stöðu á markaðnum, að minnsta kosti fyrir norðan. „Gulur Bragi fór í framleiðslu 1958 og var vin- sælasta kaffið á landinu á seinni hluta áttunda áratugarins,“ segir Helgi, „en nú hefur hann hopað af þeim stalli. Í þeim gula var Bras- ilíukaffi en svo þegar við komum með þann græna, sem er Kólumb- íukaffi, varð hann gífurlega vin- sæll hér fyrir norðan og er enn.“ Nýja kaffibrennslan framleið- ir líka þrjár gerðir af Rúbinkaffi og tvær af Kaaberkaffi, en nýj- asta framleiðsla þeirra er Bauna- blanda Valdísar. „Valdís er ættuð frá Akureyri og er í söluteyminu hjá O. Johnson og Kaaber,“ segir Helgi. „Hún er mjög mikil kaffi- manneskja og blandaði alltaf tveimur tegundum saman, þannig að við létum þær bara saman í blöndu sem orðin er tölu- vert vinsæl í dag.“ Lengi var talað um það að Norðlending- ar vildu bara Braga- kaffi og Sunnlendingar Kaaber. En er munur á kaffimenningu Norð- lendinga og Sunnlend- inga í dag? Eru lattélepjandi lopatreflar líka fyrir norðan? „Kaffimenningin hefur þróast mjög mikið undanfarin ár, en sala á kaffi fyrir espressovélar dróst mikið saman 2009 og 2010. Þetta eru dýrar vélar og fólk spar- ar þetta við sig í kreppunni. Ég finn ekki mun á því eftir því hvar á landinu fólk býr,“ segir Helgi. Hvaða kaffi er vinsælast? „Rauður Rúbín er langvinsæl- astur hjá okkur, en svart- ur Rúbín og grænn Bragi fylgja fast á eftir. En við framleiðum líka margar mismunandi kaffitegund- ir fyrir stóru verslanakeðj- urnar,“ segir Helgi. fridrikab@frettabladid.is Gulur Bragi, rauður Rúb- ín eða kannski blár Ríó Nýja kaffibrennslan á Akureyri framleiðir fjölda kaffitegunda undir ýmsum vörumerkjum og fer fram- leiðslan að öllu leyti fram á Akureyri. Í eina tíð var Kaffibrennsla Akureyrar þekktust fyrir Bragakaffið. Gulur Bragi hefur verið framleiddur síðan 1958 og er enn vinsæll að sögn Helga Örlygssonar, framkvæmdastjóra Nýju kaffibrennslunnar. PEDROMYNDIR/ÞÓRHALLUR Kaffibaunir bárust frá norðaust- urhluta Afríku út um allan heim. Kaffibaunir eru í rauninni ekki baunir heldur fræin í berjum kaffi- trésins en talið er að ástæðan fyrir því að þau eru kölluð kaffibaunir sé að kaffi á arabísku er qahwa og ber bunn. Í hverju beri eru tvö fræ sem eru þurrkuð og ristuð til þess að hægt sé að mala þau og búa til kaffi úr þeim. Kaffitréð eða Coffea arabica er upprunnið í norðausturhluta Afríku þaðan sem það barst til Arabíu og var fyrsta kaffi- hús heims opnað í Mekka í kringum 1511. Um 1554 hafði kaffi borist til Istanbúl og var þá opnað kaffi- hús þar. Evrópubúar komust fyrst í kynni við kaffi í Istanbúl en það barst ekki til Evrópu fyrr en á sautjándu öld og var þá fjöldi kaffihúsa opnaður í hinum ýmsu löndum. Eitt af fyrstu kaffihús- unum í Evrópu var opnað í Oxford í kringum 1650 og var það strax vel sótt. Íslendingar komust töluvert seinna á bragðið en aðrar þjóðir en talið er að kaffi hafi ekki bor- ist hingað fyrr en seint á átjándu öld og var það ekki drukkið að ráði hér á landi fyrr en á nítjándu öld. Til að byrja með vafðist það eitt- hvað fyrir Íslendingum hvernig best væri að hella upp á kaffi og sam- kvæmt gam- a l l i upp - skrift átti að sjóða það í einhvern t íma með fiskroði til þess að bragð- ið yrði sem best. Nú eru Íslendingar hins vegar engir eftir- bátar annarra þjóða í kaffidrykkju og uppá- hellingum og kaffi- baunir af öllum gerð- um eru fluttar hingað til lands. Fullkomnar kaffivélar eru komn- ar inn á flest heim- ili og margir mala baunirnar sjálfir svo að kaffið sé ferskt, en þannig er það náttúrulega langbest. Frá Afríku til Íslands Heitir og kryddaðir súkkulaði- drykkir eru bæði bragðgóðir og hressandi. Mexíkóskur súkkulaðidrykkur 50 g suðusúkkulaði 1 1/4 dl vatn 4 dl mjólk salt á hnífsoddi 5 dl gott sterkt kaffi Setjið kaffi og súkkulaði í pott og hitið við vægan hita þar til súkkulaðið bráðnar. Bætið mjólk og salti út í og hitið að suðu. Bragðbætið hvern bolla með 1-2 tsk. sykri og 2-3 tsk. af rommi. Berið fram með þeyttum rjóma. Súkkulaði og kaffi HEITIR SÚKKULAÐIDRYKKIR YLJA Á KÖLDUM KVÖLDUM.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.