Fréttablaðið - 12.11.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 12.11.2010, Blaðsíða 8
8 12. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR NÝSKÖPUN Alþjóðlega athafnavikan á Íslandi hefst á mánudaginn næstkomandi. Að vikunni koma um 100 lönd og er þetta í annað sinn sem vikan er haldin á Íslandi og í þriðja sinn á heimsvísu. Árið 2009 voru um fimmtíu samstarfsaðil- ar sem tóku þátt hér á landi, yfir 5.000 gestir og um 120 viðburðir. Ísland fékk viðurkenn- ingu fyrir að vera með flesta viðburði miðað við höfðatölu og lenti í 14. sæti yfir flesta við- burði yfir allt. Þórhildur Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Athafnavikunnar á Íslandi, segir allt stefna í að þátttakan verði jafn góð og jafnvel betri en í fyrra. „Þetta er stærsta hvatningarátak í heimi á sviði nýsköpunar,“ segir Þórhildur. „Við viljum hvetja fólk til þess að láta hugmynd- ir sínar verða að veruleika og minna á gildi athafnasemi.“ Hver sem er getur haldið viðburð í vikunni, einstaklingar, félagasamtök, fyrirtæki og stofnanir. Margir af helstu leiðtogum heims eru talsmenn vikunnar, meðal annars Hillary Clinton og Nicholas Sarkozy. Hér á landi eru þær Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra og Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningar- málaráðherra, meðal talsmanna. Iðnaðarráð- herra setur hátíðina í Nauthóli á mánudaginn klukkan 17. Dagskrá og skráningu er að finna á heima- síðu Athafnaviku, www.athafnavika.is. - sv Alþjóðleg athafnavika verður sett í annað sinn hér á landi á mánudag í Nauthóli: Stærsta átak í heimi á sviði nýsköpunar ÞÓRHILDUR BIRGISDÓTTIR Framkvæmdastjóri Athafna- viku segir vikuna vera hvatningu til fólks til að láta hugmyndir sínar verða að veruleika. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM 1 Hver var markahæstur í N1- deild karla í handbolta eftir sex umferðir? 2 Hversu háa sekt geta fyrirtæki fengið fyrir að skila ekki reikning- um til Ársreikningaskrár? 3 Hvað heita landnámshænurnar sem mega ekki búa á Hjallavegi í Reykjavík? SVÖR 1.Ólafur Bjarki Ragnarsson, HK. 2. 250 þúsund krónur. 3. Lukka, Gríma, Bíbí og Gæfa. – Lifið heil www.lyfja.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 5 19 69 1 0/ 10 ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 5 1 6 2 6 0 9 /1 0 Hjúkrunarþjónusta í Lyfju Lágmúla Veitum ýmsa sérhæfða þjónustu, m.a. aðstoð við léttar sáraskiptingar og við að fjarlægja sauma. Þjónustan er opin virka daga frá kl. 8 -17. EFNAHAGSMÁL „Það er alveg klárt að aðild að Evrópusambandinu og evrusvæðinu myndi leysa mynt- vandann sem birtist í fjármála- kreppunni hér, bæði frá sjónarhóli verðstöðugleika og frá sjónarhóli fjármálastöðugleika,“ sagði Már Guðmundsson seðlabankastjóri á hádegisfundi Félags viðskipta- og hagfræðinga (FVH) um peninga- mál í gær. Um leið áréttaði hann að landið gæti samt komið sér í vanda- mál varðandi fjármálastöðugleika eftir öðrum leiðum. „En auðvitað er það þannig að þessi aðild er óviss og á í besta falli langt í land. Þess vegna þarf að móta peninga- stefnu sem getur dugað þangað til og til fram- búðar ef á þarf að halda,“ sagði Már. Stefnuna sem seðlabankastjóri talar fyrir kallar hann „verð- bólgumarkmið plús“, en aðrir valkostir í stjórn peningamála segir hann vera einhliða fastgengi, annaðhvort hefðbund- ið eða með myntráði, og svo einhliða upptöku annarrar myntar. Fast- gengi segir Már annað- hvort kalla á viðvarandi gjaldeyrishöft eða öflug- an gjaldeyrisforða svo hægt sé að verja gengið. Báðar leiðir séu afar kostnaðarsamar. Þá fylgi myntráði líka vandamál sem lýsi sér í hætt- unni á alvarlegu gengisfalli þegar að því kemur og benti á fordæmi Argentínu. Þá sé einhliða upptaka evru líka hættuleg. „Þá er engin trygging fyrir neinni lánsfjár- eða lausafjártryggingu í þeirri mynt,“ sagði hann og kvað peningastefnu- kerfi þurfa að þola sveiflu í báðar áttir. „Sveiflan niður á við kemur alltaf líka,“ sagði hann og benti um leið á að ekkert vit væri held- ur í að eyða gjaldeyrisforðanum í að kaupa evrur, ef hægt væri með samningum að skipta honum út fyrir evrur. Leiðin sem Má hugnast best er verðbólgumarkmið sem tengt yrði almennum hagtölum á betri hátt en áður. Stuðningur frá ríkisfjármál- um yrði að vera betri en áður, var- úðarreglur yrðu að vera góðar og sterkt fjármálaeftirlit. Þá þyrfti hömlur á alþjóðlega bankastarf- semi, svo lengi sem þjóðin væri utan stærra myntsvæðis, auk fleiri þátta. Már sagði að þótt lítil fjármála- lega samþætt hagkerfi á borð við Ísland, Nýja-Sjáland og fleiri lönd, gætu fræði- lega haft fljótandi mynt án áhættu fyrir fjár- málastöðugleika, sýndu rannsóknir að gengi gjaldmiðla þeirra hefði tilhneigingu til óþekkt- ar, að minnsta kosti til skemmri tíma. „Dæmi um það er auðvitað vaxtamunarviðskiptin,“ sagði hann. Illugi Gunnarsson, þingmaður í leyfi, var einnig með framsögu á fundinum. Hann fjallaði líka um vaxtamunarvið- skipti og benti á að þau kæmu tæpast til með að hverfa. Spákaupmenn á gjaldeyrismarkaði störf- uðu samkvæmt Svarta- skólaheilkenninu sem fólk þekk- ir úr þjóðsögum Jóns Árnasonar af Sæmundi fróða. Skrattinn hirti nefnilega bara þann nemanda sem síðastur var út. Gjaldeyrisbraskar- ar veðja allir á að þeir nái að forða sér, en einhver annar tapi. Reynsl- an sýndi að hér væri ekki hægt í opnu hagkerfi að hækka vexti mikið umfram það sem gerðist í viðskiptalöndum okkar. Niðurstaða Illuga var að horfast yrði í augu við kostnaðinn af því að halda hér úti krónu, en hann end- urspeglaðist annaðhvort í gengis- sveiflum eða einhvers slags höml- um, og kostnaði sem þær hefðu í för með sér. Steingrímur J. Sigfússon fjár- PALLBORÐ FVH Már Guðmundsson seðlabankastjóri, Illugi Gunnarsson þingmaður, Gísli Hauksson, framkvæmdastjóri Gamma, Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og Ragnar Árnason prófessor, ræddu stjórn peningamála á Hótel Loftleiðum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Aðild að ESB og upptaka evru leysir myntvandann Aðild að ESB er óviss og í besta falli langt í land, segir seðlabankastjóri. Hann talar fyrir nýrri nálgun í peningamálastjórn. Illugi Gunnarsson, alþingismaður í leyfi, segir krónu annaðhvort fylgja sveiflur eða höft. „Þegar menn búa við stórt alþjóðlegt bankakerfi og smámynt eins og íslensku myntina þá þurfa menn að fara varlega,“ áréttaði Ragnar Árnason prófessor í máli sínu í pallborði á fundi FVH í gær. Þessu hafi menn flaskað á í stjórn peningamála fyrir hrun, þegar vextir voru hækkaðir stig af stigi, með þeim afleiðingum að gjaldeyrir streymdi inn í landið. „Ég fullyrði að með þessum aðgerðum var hluta af verðbólgunni í raun og veru sópað undir teppið í skjóli gengishækkunar, með þeim afleiðingum að landið varð stórlega skuldsett út á við. Og leiðrétting á þeirri skuldastöðu og þeirri þungu vaxtabyrði sem henni fylgdi var óhjákvæmileg. Þannig að það varð að verða verulegur afturkippur, jafnvel hrun, í íslensku hagkerfi jafnvel þótt ekkert hefði gerst erlendis,“ sagði Ragnar og kvað Seðlabankann fyrir hrun hafa fylgt algjörlega ósjálfbærri stefnu. Íslenska hrunið var óumflýjanlegt Það varð að verða veruleg- ur afturkippur, jafnvel hrun, í íslensku hag- kerfi jafnvel þótt ekkert hefði gerst erlendis. RAGNAR ÁRNASON HAGFRÆÐI- PRÓFESSOR málaráðherra, sem sat í pallborði á fundi FVH, benti á að þær hafi verið fáar raddirnar á árunum fyrir hrun, 2005, 2006 og 2007, sem haft hafi uppi gagnrýni á stjórn peningamála og lítið á þær hlustað. „Við erum núna meira og minna sammála um mistökin sem voru gerð,“ sagði hann, en kvaðst í stórum dráttum sammála grein- ingu Illuga og Más á þeim vanda- málum sem nú væri staðið frammi fyrir við stjórn peningamála. Ýmislegt væri hægt að gera strax til að forða líkum á öðru hruni, svo sem að sveitarfélög skuld- setji sig innan einhverra marka og taki ekki erlend lán, fremur en almenningur með tekjur í krón- um. olikr@frettabladid.is DÓMSMÁL Karlmaður á þrítugs- aldri var í gær úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 25. nóvember að kröfu lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn, sem er erlendur rík- isborgari og var handtekinn um miðja síðustu viku, er grunaður um aðild að máli sem er til rann- sóknar hjá lögreglu og snýr að framleiðslu fíkniefna, sölu þeirra og dreifingu. Fjórir karlmenn til viðbótar, sem sátu í gæsluvarð- haldi frá 21. október vegna sama máls, hafa verið úrskurðaðir í far- bann til 8. desember. Gæsluvarð- haldsúrskurður yfir þeim rann út í gær en ekki var farið fram á framlengingu. Fjórmenningarn- ir, sem voru handteknir í Reykja- vík og Grímsnesi í síðasta mánuði, eru sömuleiðis allir erlendir rík- isborgarar. Mennirnir eru á þrí- tugs- og fertugsaldri. - jss Fjórir settir í farbann: Meintum dóp- sölum sleppt SAMFÉLAGSMÁL Fimm fulltrúar voru kjörnir í fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar á Fjölmenn- ingarþingi sem haldið var í Borg- arleikhúsinu um síðustu helgi. Þetta er í fyrsta sinn sem skipað er í ráðið, en því er ætlað að vera mannréttindaráði Reykjavíkur- borgar og stofnunum borgarinn- ar innanhandar í málefnum inn- flytjenda. Um 200 gestir mættu á þingið, þar sem fram fóru líflegar umræður og kynning á þjónustu borgarinnar. - þj Fimm í fjölmenningarráð: Innflytjendur fá rödd í borg- armálunum FJÖLMENNING Í FYRIRRÚMI Fjölmenn- ingarráð var skipað í fyrsta sinn um síðustu helgi. Hér eru fjórir úr ráðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA MÓTMÆLA NIÐURSKURÐI Listi með undirskriftum rúmlega 10.000 Sunnlendinga, þar sem mótmælt var niðurskurði á fjárframlögum til heilbrigðisþjónustunnar á svæðinu, var afhentur heilbrigðisráðherra í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.