Fréttablaðið - 12.11.2010, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 12.11.2010, Blaðsíða 68
 12. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR Bíó ★★★ Mínus Leikstjórar: Frosti Runólfsson og Haraldur Sigurjónsson. Heimildarmyndin Mínus, um samnefnda hljómsveit, hafði aðeins einu sinni komið fyrir augu almennings þegar hún var sýnd í Bíó Paradís á miðvikudagskvöld. Mér gæti þó skjátlast. Áður en myndin hófst sögðu leikstjórarnir Frosti Runólfsson og Haraldur Sig- urjónsson að myndin væri ókláruð. Þeir fengu einfaldlega ekki leyfi á sínum tíma til að ljúka við mynd- ina, sem bar þess að mörgu leyti merki. Þráðurinn var oft á reiki og sérstaklega í byrjun var ekki alltaf nógu skýrt hvar í sögunni maður var staddur. Myndin er blanda af heimild- armynd af gamla skólanum, þar sem áhorfandinn fylgir viðfangs- efninu frá upphafi til enda tíma- bils, og rokkmynda á borð við þær sem besta þungarokkshljómsveit allra tíma, Pantera, sendi frá sér á tíunda áratugnum. Sá hluti mynd- arinnar sem er af gamla skólanum dregur myndina niður. Það hefði mátt kafa mun dýpra ofan í hugar- heim strákanna í Mínus, sem voru rétt um tvítugt og upplifðu það sem flestir geta aðeins látið sig dreyma um. Rokkmyndahlutann leysa leik- stjórarnir af mikilli snilld þrátt fyrir að hafa þurft að klippa í burtu stóran hluta djammsins. Það var nefnilega voða lítið af kynlífi og dópi, þó að rokkið og rólið hafi sannarlega verið til staðar. Að öðrum meðlimum Mínuss ólöstuðum er bassafanturinn Þröst- ur stjarna myndarinnar. Hann er límið sem heldur myndinni saman með frammistöðu sem gæti verið skrifuð, leikin og tilnefnd til Ósk- arsverðlauna. Um miðja mynd hringir hann í þjóðargersemina Bjartmar Guðlaugsson (þeir þekktust ekki) og í gegnum mynd- ina sýnir það nýjar hliðar á Þresti, sem virðist í fyrstu vera sáttur við sukklífernið, en loks kemur á dag- inn að þetta var ekki líf sem hann vildi lifa til lengdar. Saga hans gæti auðveldlega borið aðra heimildar- mynd. Mínus er góð heimildarmynd þótt hún sé alls ekki gallalaus. Frosti og Haraldur leika sér skemmti- lega með klippingu og tónlist og fara með myndina í tilraunakennd- ar áttir sem þeir hefðu getað farið með lengra. Myndin er þó fyrst og fremst frábær heimild um eina af öflugustu hljómsveitum Íslandssög- unnar og ætti að vera sýnd oftar, eða hreinlega koma út á DVD. Atli Fannar Bjarkason Niðurstaða: Frábær heimild um magnaða hljómsveit. Hefði þó mátt velja sér stefnu og fara alla leið í þá átt. Kynlíf, dóp og rokk og ról STJARNA MYNDARINNAR Bassafanturinn Þröstur á magnaða innkomu í heimildar- myndinni Mínus. Ellefta matreiðslubók Nönnu Rögnvaldsdótt- ir, Smáréttir, er komin út. Bækur hennar hafa selst í um sjötíu þúsund eintökum. Matreiðslubækur Nönnu Rögnvalds- dóttur hafa verið gríðarvinsælar á undanförnum árum og selst í um sjötíu þúsund eintökum. Sú ellefta í röðinni, Smáréttir, er nýkomin út. „Fólk er alltaf að leita að ein- hverjum hugmyndum að frekar einföldum og fljótlegum mat. Ég hef, held ég, orð á mér fyrir að vera með dálítið af svoleiðis upp- skriftum,“ segir Nanna, spurð um skýringarnar á þessum vinsældum. „Ég er líka með alls konar nýstár- legar hugmyndir, kannski af því að ég les svo mikið af matreiðslu- bókum og fæ hugmyndir alls stað- ar að. Mér þykir vænt um að heyra fólk segja að þegar það eldi upp- skriftirnar mínar sé það eins og mamma þeirra standi fyrir aftan það og horfi á. Mitt markmið hefur líka verið að leiðbeina fólki að vera sjálfstæðara í eldhúsinu og ekki ríg- binda sig við uppskriftir.“ Þegar Nanna fær fjölskyldu sína í heimsókn fá gestirnir að velja það sem verður í matinn. Oftast verða þá heimilislegir réttir fyrir val- inu eins og kjöt í karríi. Hún segir barnabörnin sína hörðustu gagnrýn- endur. „Barnabörnin hika ekki við að segja: „Amma, þetta er ógeðs- lega vont“,“ segir hún og hlær. Nanna hélt í fyrradag sitt fyrsta útgáfuhóf, þar sem hún eldaði ofan í gestina hina ýmsu smárétti, þar á meðal 250 smápitsur og annað eins af kjötbollum. Hún segist lengi hafa ætlað að gera bók um smá- rétti. „Matreiðslubók Nönnu [sem hefur selst í um fjórtán þúsund ein- tökum] átti að vera pinnamatsbók en svo varð hún allt annað. Í þetta skipti tókst mér hins vegar að gera pinnamatsbók.“ freyr@frettabladid.is Sjötíu þúsund bækur seldar MEÐ KÖKUKEFLIÐ Á LOFTI Ellefta matreiðslubók Nönnu er komin út. Bækur hennar hafa selst í um sjötíu þúsund eintökum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Miðasalan hefur gengið mjög vel og það stefnir allt í að það verði uppselt á frumsýninguna,“ segir Olga Margrét Cilia, formaður Stúdentaleikhússins, en á laugardaginn frumsýnir leikhópurinn verkið Réttar- höldin eftir Franz Kafka. „Sýningin fjallar um mann sem þarf að sæta rétt- arhöldum fyrir eitthvað sem hann veit ekki hvað er. Hann reynir síðan að komast að því hver sekt hans er og leitar til hinna ýmsu aðila sem gætu hjálpað,“ segir Olga en hún leikur sjálf hlutverk í sýningunni. Spurð að því hvers vegna ákveðið var að setja upp Réttarhöldin en ekki eitthvert annað verk, segir Olga leikstjórann hafa fengið að ráða. „Hann langaði að setja upp eitthvað eftir Kafka,“ segir Olga, en leik- stjóri verksins er Friðgeir Einarsson. Friðgeir lék til að mynda í Húmanimal sem sló öll aðsóknarmet. Fyrir þá sem ekki vita er Stúdentaleikhúsið áhugaleikfélag nemenda í Háskóla Íslands, en þrátt fyrir að tilheyra háskólanum þarf ekki endilega að stunda nám við skólann. „Það er öllum frjálst að vera með en við miðum við að fólk sé komið af menntaskólaaldrinum,“ segir Olga. Þeim sem hafa áhuga á að kaupa miða á sýning- una er bent á heimasíðu Stúdentaleikhússins, www. studentaleikhusid.is. - ka Réttarhöldin í Norðurpólnum RÉTTARHÖLDIN ÆFÐ Kristín Rós Birgisdóttir og Ólafur Ásgeirs- son í hlutverkum sínum. MYND/JAKOB VEGERFORS FRUMSÝND 12. NÓV. VINNINGAR AFHENTIR Í ELKO LINDUM. 149 KR/SKEYTIÐ. MEÐ ÞVÍ AÐ TAKA ÞÁTT ERTU KOMINN Í SMS KLÚBB. SENDU SMS SKEYTIÐ ESL 3DJ Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ BÍÓMIÐA! VILTU VINNA MIÐA? FULLT AF VINNINGUM: MIÐAR FYRIR 2 Á JACKASS 3D TÖLVULEIKIR - DVD MYNDIR - GOS OG FLEIRA! 10. HVERVINNUR! SJÁÐU JACKASS EINS OG ÞÚ HEFUR ALDREI SÉÐ ÁÐUR! FYNDNARI OG FÁRÁNLEGRI EN NOKKURN TÍMANN ÁÐUR, TEKIN Í FLOTTUSTU ÞRÍVÍDDARTÆKNI SEM VÖL ER Á!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.