Fréttablaðið - 12.11.2010, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 12.11.2010, Blaðsíða 26
 12. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR Öllum er ljóst að ráðamönnum er mikill vandi á höndum við að ná utan um fjárhag ríkisins. Það eru þó takmörk fyrir hvert er hægt að seilast. Að skerða aðgang nýfæddra barna að foreldrum sínum er úrræði sem aldrei ætti að koma til álita. Hvers vegna? Engin nýfædd vera er jafn full- komlega ósjálfbjarga og manns- barnið. Án umönnunaraðila á barnið sér enga lífsvon en þó er ekki nóg að sinna líkamlegum þörfum þess. Rannsóknir hafa leitt í ljós að heilaþroski barna er háður ánægjulegum tengslum við aðra manneskju, sérstaklega fyrsta árið. Þá er heilinn í mótun en hvernig hann þroskast veltur á aðstæðum og reynslu hvers og eins. Jákvæð samskipti og vellíð- an stuðla að tengingum á milli taugafruma í þeim hluta heil- ans sem sér um getu barnsins til sjálfstjórnar og flókinna félags- legra samskipta þegar fram líða stundir. Aftur á móti getur skað- leg streita, t.d. vegna ónærgæt- innar umönnunar eða aðskilnaðar frá þeirra nánustu, veikt tenging- ar á milli taugabrauta, dregið úr vexti heilans og veikt ónæmis- kerfið. Ungt barn getur ekki sjálft stjórnað líðan sinni. Þess vegna verða foreldrar eða aðrir sem þekkja það vel að grípa inn í til að draga úr vanlíðan þess. Við það eitt að barn sé huggað er streitu þess haldið innan viðráðanlegra marka og stutt er við viðkvæmt ónæmiskerfið. Á sama tíma er vöxtur örvaður í þeim hluta heil- ans sem hugsar um tilfinning- ar, hefur taumhald á hvötum og ræður færni í félagslegum sam- skiptum. Ef þörfum barns er ekki sinnt á þessum viðkvæma tíma getur orðið röskun á líffræðileg- um og sálrænum viðbrögðum sem geta haft áhrif til lengri jafnt sem skemmri tíma. Það er hætt við að sjálfsmynd þeirra verði nei- kvæð, þau læri ekki að þekkja til- finningar sínar og bera sig eftir björginni á heilbrigðan hátt. Þau þróa síður með sér hæfileika til að setja sig í spor annarra, sem er forsenda þess að virða reglur og mörk samfélagsins. Foreldrarnir eru að öllu jöfnu best til þess fallnir að sinna barni sínu fyrstu mánuði og ár, einfald- lega vegna þess að þeir þekkja það betur en nokkur annar. Það gerir þá hæfari en aðra til að draga úr streitu barnsins og veita því mesta ánægju- og öryggis- kennd. Auk þess er væntumþykja sterkasta aflið sem fær eina manneskju til að bregðast við annarri. Auðvitað þurfa fleiri að koma að umönnun barna en þeir sem beinlínis elska þau en þarna skiptir tíminn máli. Því yngra sem barnið er, því meiri þörf hefur það fyrir manneskju sem er tengd því, sem bókstaflega finn- ur til með því og leggur sig fram um að tempra líðan þess jafnt og þétt. Þess vegna skiptir miklu máli hvort barn er skilið frá for- eldrum sínum nokkurra mánaða eða nokkurra ára gamalt, í fjórar klukkustundir á dag eða níu, þrjá daga vikunnar eða fimm. Við höfum alltof lengi ætlað ungum börnum meira sjálfstæði og þroska en forsendur eru til. Þetta kemur ekki eingöngu niður á börnum og foreldrum þeirra heldur einnig samfélaginu, sem ber þungan kostnað vegna heilsu- og hegðunarvanda barna og ung- menna. Ótímabært álag á ung börn vegur að getu þeirra til að tengjast, treysta, læra, skapa og elska. Ráðamönnum er sannar- lega vandi á höndum við niður- skurð sem enginn kærir sig um en það er alvarleg skammsýni að skera umönnun ungra barna við nögl. Nær væri að leita allra leiða til að efla tengsl foreldra og ungra barna og hlúa sérstaklega að ein- stæðum foreldrum og þeim sem glíma við geðheilsuvanda. Þannig gætum við, til lengri tíma litið, sparað umtalsverða fjármuni. Þegar lífið veltur á nánd Fæðingarorlof Sæunn Kjartansdóttir sálgreinir Ráðamönnum er sannarlega vandi á höndum við niðurskurð sem enginn kær- ir sig um en það er alvarleg skammsýni að skera umönnun ungra barna við nögl. Ég varð ekki lítið undrandi við lestur á grein Sverris Jakobs- sonar sagnfræðings í Fréttablað- inu 2. nóvember sl. undir fyrir- sögninni Svik við málstaðinn? Þar tekur greinarhöfundur sér fyrir hendur að réttlæta uppgjöf forystu Vinstrihreyfingarinn- ar – græns framboðs gagnvart Samfylkingunni við ríkisstjórn- armyndun í maí 2009 þar sem flokkurinn var dreginn inn á spor umsóknar um aðild að Evrópu- sambandinu þvert á grundvall- arstefnu sína. Í sjónvarpsumræðu 24. apríl 2009, kvöldið fyrir kosningar, útilokaði formaður VG að undir- búningur að umsókn um aðild að ESB myndi hefjast með þátttöku VG í kjölfar kosninganna. Samt velur sagnfræðingurinn að setja spurningarmerki aftan við fyrir- sögn greinar sinnar og tekur sér síðan fyrir hendur að snúa út úr áskorun 100 félaga og stuðnings- manna flokksins til forystunnar. Hálfkveðnar vísur við stjórnar- myndun Samstarfsyfirlýsing ríkisstjórn- arflokkanna um Evrópumál er kynleg samsuða og til þess fall- in að afvegaleiða þá sem afstöðu áttu að taka til stjórnarmyndun- ar. Þar er það gert að aðalatriði „að þjóðin muni greiða atkvæði um samning í þjóðaratkvæða- greiðslu að loknum aðildarvið- ræðum“. Með því orðalagi er látið svo sem aðildarsamningur hljóti að verða niðurstaðan. Í framhaldi af þessu segir: „Utanríkisráðherra mun leggja fram á Alþingi tillögu um aðildar- umsókn að Evrópusambandinu á vorþingi. Stuðningur stjórnvalda við samninginn þegar hann ligg- ur fyrir er háður ýmsum fyrir- vörum um niðurstöðuna út frá hagsmunum Íslendinga ...“ Hér er boðuð spánný samningatækni, samningur skal það verða, þótt stjórnvöld hafi við hann ýmsa fyrirvara út frá meginhagsmun- um landsmanna, rétt eins og ein- hverjir aðrir en ríkisstjórnin eigi að bera ábyrgð á niðurstöðunni. En aðal tálbeitan gagnvart flokksráði VG fólst í því að það væri utanríkisráðherra, en ekki ríkisstjórnin sem legði tillögu um aðildarumsóknina fyrir Alþingi og þingmenn flokksins væru því með öllu óbundnir af stuðningi við hana. Þegar tillagan kom svo fram nokkrum vikum síðar birt- ist hún ekki sem mál Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráð- herra heldur sem ríkisstjórnartil- laga með óbeinni skuldbindingu um að tryggja yrði henni meiri- hluta. Um slíkan flutning mála gilda tvær ólíkar greinar í stjórn- arskrá, þ.e. 55. grein um málefni sem einstakir þingmenn eða ráð- herrar leggja fram, en um stjórn- artillögur á við 25. grein stjórn- arskrárinnar þar sem áskilið er samþykki forseta lýðveldisins fyrir framlagningu. Hér var því forsendum snúið á haus strax á fyrstu vikum stjórnarsamstarfs- ins, andstætt því sem Sverrir full- yrðir í grein sinni. Fullyrðingar sem ekki standast Sverrir fullyrðir í grein sinni að „aðlögunarferli“ sem fyrst var kynnt utanríkismálanefnd Alþingis með minnisblaði 25. ágúst sl. sé ekki nýtt af nálinni „heldur hefur það verið í gildi síðan Ísland gekk í evrópska efnahagssvæðið fyrir hartnær tveimur áratugum“. Jafnframt staðhæfir hann ranglega að Nor- egur hafi tvívegis farið í gegnum „slíka aðlögun“ án þess að ganga í Evrópusambandið. Hér er sagnfræðingurinn að andmæla áskorun 100-menn- inganna en í henni er bent á að forsendur hafi breyst í grund- vallaratriðum frá því aðildarum- sókn var ákveðin. Orðrétt segir í áskoruninni: „Umsóknin snýst ekki lengur um að kanna hvað í boði er af hálfu ESB, eins og áður var látið í veðri vaka, heldur er nú að hefjast flókið ferli aðlögun- ar að regluverki og stofnanakerfi ESB með milljarða fjáraustri frá Brussel. Slíkar greiðslur frá Evr- ópusambandinu gera að engu þær vonir að hér fari fram lýðræðis- leg og hlutlæg umræða um kosti og galla aðildar.“ Gjörbreytt ferli Skrif Sverris bera þess ekki vott að hann hafi fylgst mikið með þróun ESB og vinnubrögðum við stækkun sambandsins síðustu tvo áratugi. Þegar þrjú Norður- lönd sóttu um aðild að ESB var þess gætt að ESB blandaði sér þar á engan hátt í umræðuna innanlands í aðdraganda þjóð- aratkvæðagreiðslu. Nú er öldin önnur. Ríki sem urðu aðilar að ESB á árunum 2004 og 2007 fengu í aðdraganda svonefnda sérfræði- ráðgjöf og fjárhagsstyrki frá Brussel og árið 2006 var þessi íhlutun sameinuð undir einni áætlun eða sjóði sem nefnist Instrument of Pre-Accession Ass- istance, skammstafað IPA. Á því byggir sú aðlögun sem andmælt er í áskoruninni og bæði fjár- málaráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segjast hafna. Væntanlega mun það sama ekki aðeins gilda um öll ráðuneyti á vegum VG heldur ríkisstjórnina sem heild. Slíkt er prófsteinn á hvort virða eigi lágmarks leik- reglur í samskiptum Íslands og ESB áður en lengra er haldið. Sagnfræðingur á villigötum Ísland og ESB Hjörleifur Guttormsson fyrrv. þingmaður og ráðherra Hér var því for- sendum snúið á haus strax á fyrstu vikum stjórnarsamstarfsins Allt að 80 % orkuspa rnaður Allt að 30 % orkuspa rnaður Allt að 80 % orkuspa rnaður 0 % orkuspa rnaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.