Fréttablaðið - 12.11.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 12.11.2010, Blaðsíða 2
2 12. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR VÍSINDI Eðlisfræðingurinn Páll Theodórsson telur sannað að fyrstu landnámsmennirnir hafi sest að á Íslandi löngu fyrir árið 870, eins og almennt er gengið út frá. Þetta kemur fram í grein Páls í nýjasta tölublaði Skírnis, sem kom út í gær. Þessi kenning hefur, að sögn Páls, mætt andstöðu fræðimanna. Hann telur þó að með nýrri rann- sóknaraðferð, örkolagreiningu, sé hægt að sanna að landnám hófst í Kvosinni löngu fyrir 870, og rannsóknir víðar í Reykjavík og í túngarði í Krýsuvík styðji það. Frekari rannsókna sé þó þörf til að ákvarða upphaf búsetu með meiri nákvæmni. - þj Fræðigrein í Skírni: Landnám hófst löngu fyrir 870 STJÓRNMÁL Einar K. Guðfinsson, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, segir að Ásmundur Einar Daða- son, þingmaður Vinstri grænna, hafi varpað nýju ljósi á atkvæðagreiðsluna á Alþingi í júlí 2009 þegar samþykkt var að sækja um aðild að Evrópu- sambandinu. Ásmundur Einar sagði í umræðum á Alþingi í gær að Jóni Bjarnasyni, sjávarútvegs- og landbún- aðaráðherra, hefði verið hótað við atkvæðagreiðsl- una. Ef hann myndi ekki styðja tillögu utanríkis- ráðherra yrði hann ekki lengi ráðherra. Ásmundur sagði enn fremur: „Daginn sem atkvæðagreiðslan var í þinginu þá var enginn annar en hæstvirtur forsætisráðherra sem sat hér og kallaði hvern þingmann Vinstri grænna á fætur öðrum inn á teppið til sín og sagði þeim hinum sömu að ef þeir samþykktu að fram færi tvöföld þjóðaratkvæðagreiðsla og það væri samþykkt væri fyrsta vinstristjórnin sprungin.” Einar segir málið afar alvarlegt þar sem atkvæðagreiðslan hafi farið fram með ólýðræðis- legum hætti. „Það sem blasir við er að það var í raun og veru meirihluti þingmanna á móti því að samþykkja aðildarumsókina að Evrópusamband- inu,“ sagði Einar. „Niðurstaðan var fengin með hót- unum og kúgunum.“ Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknar- flokksins, segir Jóhönnu Sigurðardóttur forsætis- ráðherra stunda hótunarstjórnmál. Hún segir graf- alvarlegt að þjóðþingið skuli hafa verið þvingað til að taka afdrifaríka ákvörðun í atkvæðagreiðslunni um aðildarumsókn að Evrópusambandinu í júlí á síðasta ári Hvorki náðist í Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra né Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra í gær. - mmg / þj Forsætisráðherra sakaður um hótanir vegna aðildarviðræðna við ESB: Niðurstaðan fengin með hótunum ÁSMUNDUR EINAR DAÐASON EINAR K. GUÐFINNSSON JÓN BJARNASON SPURNING DAGSINS SVAR VIÐ BRÉFI HELGU EFTIR BERGSVEIN BIRGISSON ★★★★★ Jón Yngvi, Fréttablaðið ★★★★ Einar Falur, Morgunblaðið „dásamlega fallega skrifuð ...fyndin og sorgleg.“ Þórdís Gísladóttir, Druslubækur og doðrantar TILNEFNDURTIL ÍSLENSKU BÓKMENNTA- VERÐLAUNANNA 2003 Guðrún, er þetta ekki óþarf- lega mikið fjaðrafok? „Nei, er lífið ekki eitt fjaðrafok?. Ég vona að þær fari ekki hænufet.“ Guðrún Þura Kristjánsdóttir þarf að berjast fyrir því við borgarráð Reykjavíkur að fá að halda fjórar landnámshænur í garðinum sínum. FRAMKVÆMDIR „Þetta er bara kjaft- æði. Það er búið að segja þetta svo oft.“ Þetta eru viðbrögð Hilmars Konráðssonar, forstjóra Magna verktaka, við tíðindum um að vegagerð fyrir tugi milljarða sé í sjónmáli. Í Fréttablaðinu á miðvikudag var greint frá góðum gangi í við- ræðum lífeyrissjóðanna og rík- isins um fjármögnun vegafram- kvæmda. Hilmar segir ráðamenn hvað eftir annað hafa gefið mönnum í verktöku vonir um að eitthvað kynni að vera að fara af stað en aldrei hafi neitt gerst. Meðal þeirra stórframkvæmda sem áformað er að ráðast í, gangi allt eftir, eru göng undir Vaðla- heiði. Hilmar telur þær ráða- gerðir vitlaus- ar við núver- andi aðstæður. „Sú framkvæmd ko st a r mjög mikið en skapar fá störf, kannski f i mmtíu . Það væri miklu nær að fara í fleiri smærri verk- efni sem sköpuðu fleirum, segjum tvö þúsund manns, atvinnu.“ Í byrjun árs sagði Hilmar í samtali við Frétta- blaðið að ástandið í verktakabransanum væri skelfi- legt. „Það er búið að ákveða að taka greinina af lífi,“ sagði hann þá. Nú, rúmum tíu mánuð- um síðar, segir hann orð sín hafa staðist. „Flest þeirra fyrirtækja sem enn starfa væru komin í þrot ef ekki væri biðstaða í dómskerf- inu um lögmæti fjármögnunar- og kaupleigusamninga. Lýsing og þessi fyrirtæki geta ekki rukkað okkur. Þess vegna er ekki meira hrun í þessum geira en raun ber vitni. En allir nema Ístak og ÍAV sem eru í eigu útlendinga eru komnir með neikvætt eigið fé.“ Hilmar segir ástandið á mark- aðnum óheilbrigt; í þau örfáu verk sem boðin hafi verið út að undan- förnu hafi tilboðum allt að 50 pró- sent af kostnaðaráætlunum verið tekið. Það segi sig sjálft að slíkt gangi ekki. „Ríkið er í fararbroddi þeirra sem taka lægstu tilboðun- um. Með því gersamlega stútar ríkið fyrirtækjum sem hugsan- lega gætu lifað.“ Veikburða fyr- irtæki bjóði í örvæntingu mjög lágt í verk en skynsamlega rekin fyrir tæki fari ekki jafn lágt. Fyrir vikið verði þau af verkefnum og lognist á endanum út af. Sjálfur horfir Hilmar fram á endalok eigin rekstrar. „Ég var með sextíu manns í vinnu en nú eru sex eftir og þeir hætta eftir áramót. Þrjátíu ára starf er ónýtt en ég græt það ekkert, það kemur dagur eftir þennan dag.“ bjorn@frettabladid.is Þetta er bara kjaftæði Forstjóri verktakafyrirtækis gefur lítið fyrir yfirlýsingar um að stutt sé í stór- framkvæmdir í vegagerð. Sá söngur hafi heyrst of oft. Hann segir ríkið stuðla að gjaldþrotum verktaka með því að taka tilboðum langt undir kostnaði. FORSTJÓRINN Hilmar Konráðsson, forstjóri Magna verktaka, segir stjórnvöld hvað eftir annað hafa gefið verktökum vonir um að eitthvað kynni að vera að fara af stað en aldrei hafi neitt gerst. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓ pr vö fr en í f h h s s o p Sýn P vö t FRAMKVÆMDIR Mjög hefur dregið saman með kröfum r íkisins og líf- eyrissjóðanna um vex ti í viðræðum um fjármögnun sjóð anna á vega- framkvæmdum fyrir á fjórða tug milljarða króna. Formlegar við- ræður hafa stað- ið frá því í júlí. Talsvert er um liðið síðan aðilar náðu saman um allar meginfor- sendur og í nokk- urn tíma hafa viðræðurnar einskor ðast við vexti. Viðræðunefndirnar fu nda í dag. „Það er eðlilegt að mik ið hafi borið í milli en menn hafa verið að þétta netið og töluvert he fur áunnist,“ segir Arnar Sigurmun dsson, formað- ur Landssamtaka lífe yrissjóða. Kristján Möller, fy rrverandi samgönguráðherra, s em stýrir við- ræðunum fyrir hönd ríkisstjórnar- innar, tekur í sama st reng. Að hans sögn fékk verkefnið b yr undir báða vængi í síðustu viku. „Það er engin launung á því að við biðum eftir síðustu v axtaákvörðun og funduðum ekki í tv ær vikur fram að henni. Ákvörðuni n varð svo til þess að liðka fyrir m álum.“ Seðla- bankinn lækkaði vext i um 0,75 pró- sentustig á miðvikuda g sem varð til þess að samkomulag náðist við líf- eyrissjóðina um vaxt akjör á lánum til framkvæmdanna. Heildarkostnaður er metinn rúmir 30 milljarð ar króna og rúmir 38 milljarðar með virðis- aukaskatti. Samhliða viðræðum um fjár- mögnun hefur Vegag erðin unnið að undirbúningi þriggj a afmarkaðra verka. Áætlanir miða að því að hægt verði að leita eftir ver ktökum stuttu eftir að samningar u m verkefnið í heild hafa náðst. Þá v erði hægt að efna til útboðs vegna tveggja kafla á Suðurlandsvegi og forvals vegna Vaðlaheiðarganga. Gangi allt eftir geta f ramkvæmd- ir hafist snemma á n æsta ári og er reiknað með að þeim ljúki um mitt ár 2015. Hyggst ríkið endurgreiða lífeyrissjóðunum lá nið, sem ekki nýtur ríkisábyrgðar, m eð innheimtu veggjalda. - bþs Vegagerð fyrir tugi milljarða í sjónmáli Vel hefur miðað í við ræðum ríkisins og lí feyrissjóðanna um fj ármögnun á tugmilljarða vegafra mkvæmdum. Megin forsendur liggja fyrir en ósamið er um vexti. Vaxtalækkun S eðlabankans í síðust u viku liðkaði fyrir v iðræðunum. Verkefnin sem um ræð ir eru tvöföldun Suðurlandsvegar austur fyrir Selfoss, tvö- földun Reykjanesbrauta r suður fyrir Straum, lagning 2+1 vegar á Ves turlandsvegi að Hvalfjarðargöngum og g öng gegnum Vaðlaheiði. Verkefnin ARNAR SIGURMUNDSSON skiptir þá mestu að fram rú an undan ef sólin blindar þ á skyndilega. LÖGREGLUMÁL Meint fórnarlamb svikamyllu Helgu Ingvarsdótt- ur og Vickrams Bedi segist hafa orðið fyrir barðinu á „margbrotnu ráðabruggi svikahrappa af verstu sort“. Þetta kemur fram í yfirlýs- ingu sem hinn svikni sendi frá sér í gær. Hann hafði fram að því verið þögull og ekki látið fjölmiðla ná í sig. Fórnarlambið heitir Roger Dav- idson og er vellauðugur djasspían- isti og erfingi olíurisa. Hann mun hafa greitt parinu um 20 milljón- ir dollara á sex ára tímabili fyrir að vernda tón- list hans fyrir hondúrískum tölvuvírus og líf hans fyrir valdasjúkum pólskum prest- um úr Opus Dei- reglunni. Parið er grun- að um að hafa kokkað upp söguna til að féfletta Davidson en Bedi hefur þvertekið fyrir það og sagt Davidson ofsókn- aróðan. Davidson segir í yfirlýsingu sinni að Bedi og Helga séu ekki hefðbundnir tölvuviðgerðarmenn, heldur hafi þau vingast náið við hann í því skyni að svíkja af honum stórfé. Hann kveðst vera samvinnuþýður við saksóknara- embættið í Westchester í von um að fólkið fái makleg málagjöld og hann endurheimti hugsanlega hluta fjárins. Að lokum biður Davidson um frið á erfiðum tímum. Helga og Bedi sitja í fangelsi ytra. Réttarhöld í málinu hefjast 2. desember. - sh Trúgjarna tónskáldið Roger Davidson tjáir sig um svikamylluna í fyrsta sinn: Helga og Bedi fái makleg málagjöld ROGER DAVIDSON LÖGREGLUMÁL Lögreglan hefur lokið að fullu rannsókn vegna manndráps í Hafnarfirði í ágúst síðstliðnum. Rannsóknargögn vegna voðaverksins sem átti sér stað í Háabergi 23 í Hafnarfirði þann 15. ágúst, þar sem Hannesi Þór Helgasyni var ráðinn bani, hafa verið send ríkissaksóknara, sem tekur ákvörðun um framhald málsins. Íslenskur karlmaður á þrítugsaldri, Gunnar Rúnar Sigur- þórsson, hefur játað sök í málinu. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 27. ágúst. -jss Rannsókn á manndrápi lokið: Gögnin til rík- issaksóknara ALÞINGI Hreyfingin hefur lagt fram tillögu á þingi um að gerð verði rannsókn á starfsháttum í forsætisráðuneyti, fjármála- ráðuneyti og viðskiptaráðuneyti í aðdraganda bankahrunsins og langt fram á þetta ár. Rannsóknin taki til samskipta við önnur ráðuneyti, Seðlabank- ann og Fjármálaeftirlitið og ákvarðana og atburða sem tengj- ast falli bankanna. Segir Hreyfingarfólk ljóst að í aðdraganda hrunsins hafi mikilvægar ákvarðanir verið teknar án umræðu í ríkisstjórn. Því sé brýnt að nefnd rannsókn fari fram. - bþs Þingmenn Hreyfingarinnar: Vilja rannsókn á ráðuneytum SAMGÖNGUR Vegtollar, 100 til 200 krónur, verða lagðir á allar umferðaræðar til og frá höfuð- borginni innan nokkurra ára. Fyrirhugað er að taka upp veg- tolla í öllu vegakerfinu. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gær. Skammt er frá því að Alþingi samþykkti lög um að stofna opin- ber hlutafélög um vegagerð. Annað er félag um breikkun vega til og frá höfuðborgarsvæðinu; Reykjanesbrautar, Suðurlands- vegar og Vesturlandsvegar. Einn- ig stendur til að stofna félag um Vaðlaheiðargöng. Kristján Möll- er, þingmaður Samfylkingarinn- ar og fyrrverandi samgönguráð- herra, ræðir nú við lífeyrissjóði um fjármögnun þessarar vega- gerðar fyrir hönd ríkisins. Heimildir fréttastofu Stöðvar 2 herma að hámarksveggjald fyrir norðan verði 800 krónur, en rætt sé um að veggjöldin á vegunum til og frá höfuðborginni, verði 100 til 200 krónur. Breytingar á vegakerfinu: Vegtollar til og frá Reykjavík DÓMSMÁL Hann- es Smárason segir að samn- ingur sem slita- stjórn Glitnis komst nýver- ið yfir sýni alls ekki að hann hafi haft óeðli- leg ítök í Glitni og getað tryggt félögum sínum lán. Þetta kemur fram í yfirlýs- ingu sem birt var á vef dómstóls- ins í New York í fyrradag. Samningurinn er um kaup FL Group á bréfum í Tryggingamið- stöðinni af Hnotskurn hf. Hann- es undirritar samninginn, og þar segir að FL Group muni „hlut- ast til um“ að Glitnir láni FL 250 milljónir. Hannes segir þetta ekki sýna fram á nein ítök hans í bankanum. Þá bendir hann á að Katrínu Pétursdóttur hafi ekki verið stefnt í málinu, þótt hún hafi setið í stjórn Glitnis og skrifað upp á lánveitingu til eigin félags, Hnotskurnar. - sh Samþykkti að lána sjálfri sér: Hannes bendir á ítök Katrínar KATRÍN PÉTURSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.