Fréttablaðið - 12.11.2010, Page 40

Fréttablaðið - 12.11.2010, Page 40
BÍÓDAGAR HAUST 2010 Catfish Ótrúlega skemmtileg heimildamynd um ungan ljósmyndara sem kynnist 8 ára stúlku með mikla listhæfileika á Facebook, eftir að hún sendir honum málverk af ljósmynd eftir hann. Ljósmyndarinn kynnist fjölskyldu stúlkunnar og fellur fyrir systur hennar; einnig í gegnum Facebook. Vinir ljósmyndarans eru kvikmyndargerðarmenn og ætla sér að gera heimildamynd um kornunga málarasnillinginn en þegar maðkar fara að finnast í mysunni þá tekur heimildamyndin óvænta stefnu. Spennandi og áhugaverð heimild um það hvað samfélagsvefsíður á borð við Facebook eru farin að hafa afgerandi áhrif á líf okkar allra. Armadillo Hér er raunveruleiki stríðsins í Afganistan afhjúpaður með afgerandi hætti. Myndin fékk strax mjög hörð viðbrögð þegar hún var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes nú í vor. Í myndinni fylgir leikstjórinn Janus Metz dönsku hermönnunum, Mads og Daniel, um Helmand-héraðið. Þeir hafa bækistöðvar í herstöðinni Armadillo þar sem hart er barist við liðsmenn Talibana. Smátt og smátt láta Mads og Daniel stríðið ná tökum á sér og í kjölfarið framkvæma þeir hluti sem vakið hafa hneykslun í Danmörku, bæði meðal almennings og háttsettra embættis- og stjórnmálamanna. Þessi verðlaunamynd frá síðustu Cannes hátíð hefur fengið gríðarlega aðsókn í Danmörku. Freakonomics Sex af frumlegustu stjórnendum heimildamynda í heiminum sameinast hér í að koma einni vinsælustu bók síðari ára upp á hvíta tjaldið. Hver leikstjóri tekur að sér sinn uppáhaldskafla úr bókinni en þeir eiga að baki eftirfarandi snilldarmyndir: Super Size Me, Jesus Camp, Enron: The Smartest Guys in the Room, Why We Fight, The King of Kong. Ótrúlegt en satt; hér er hagfræðin gerð áhugaverð og skemmtileg. Er hægt að múta grunnskólanemanda til að standa sig betur? Eru fasteignasalar óþarfir? Í þessari mynd koma svörin á óvart! Dagskrá og miðasala á7 BESTU HEIMILDARMYNDIR ÁRSINSÍ BÍÓ PARADÍS FRÁ 12. NÓVEMBER 1 2 3 4 5 6 7 BÍÓDAGAR HAUST 2010 7 miða passi ............... ............... Allt um hátíðina www.bioparadis.is www.graenaljosid.is www.midi.is 7 miða passi fáanlegur í Bíó Paradís. Takmarkað magn! 2010 · 100 mín. · Danmörk, Svíþjóð · Janus Metz Pedersen 2010 · 87 mín. · Bandaríkin · Henry Joost, Ariel Schulman 2010 · 85 mín. · Bandaríkin · Heidi Ewing, Alex Gibney, Seth Gordon, Rachel Grady, Eugene Jarecki, Morgan Spurlock 7 BESTU HEIMILDAMYNDIR ÁRSINS Í BÍÓ PARADÍS FRÁ 12. NÓVEMBER

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.