Fréttablaðið - 17.11.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 17.11.2010, Blaðsíða 4
4 17. nóvember 2010 MIÐVIKUDAGUR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Sigmundur Halldórsson sigmundur@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is GENGIÐ 16.11.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 205,0921 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 112,55 113,09 180,24 181,12 152,91 153,77 20,51 20,63 18,755 18,865 16,327 16,423 1,351 1,359 174,90 175,94 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR ALÞINGI Fulltrúar fjögurra stærstu þingflokkanna gáfu til kynna við umræður á Alþingi í gær að þeir styddu það að sérfræðiþjónusta í heilbrigðiskerfinu yrði endur- skipulögð og aðgangur að ódýrri þjónustu takmarkaður með ein- hvers konar tilvísunarkerfi. Til að mæta aukinni eftirspurn eftir þjónustu heimilislækna í kjölfar breytingarinnar þyrfti að mennta 20 til 30 nýja sérfræðinga í heimilislækningum til starfa á höfuðborgarsvæðinu og kom fram að vegna þess gæti undirbúning- ur málsins tekið meira en tíu ár. Nefnd heilbrigðisráðuneytisins um málið er að störfum og skilar líklega tillögum um næstu mán- aðamót. Tilvísunarkerfi felur í sér að ríkið niðurgreiðir ekki sérfræði- þjónustu lækna nema sjúklingar framvísi tilvísun frá heimilis- lækni. Nú greiða sjúklingar sama gjald til sérfræðinga hvort sem þeir framvísa tilvísun heimilis- læknis eða ekki. Siv Friðleifs- dóttir, Framsóknarflokki, hvatti til að fylgt yrði fordæmi Dana, þar sem fólk á þess kost að standa utan tilvísunarkerfis en greiða þá hærra gjald fyrir þjónustu sér- fræðinga. 98% hafa valið almenna kerfið og tilvísanir. Guðbjartur Hannesson heil- brigðisráðherra sagði að breyting á kerfinu krefðist ítarlegs undir- búnings. Hann sagðist stefna að því að vinna að breytingum á núverandi kerfi í eins mikilli pólitískri sátt og kostur er eftir að nefnd ráðuneytisins lýkur störfum í lok þessa mánaðar. „Það skiptir miklu máli að menn séu ekki að breyta um stefnu með hverjum nýjum ráðherra,“ sagði Guðbjartur. - pg Fulltrúar allra flokka telja þörf á að endurskipuleggja aðgang að sérfræðiþjónustu í heilbrigðiskerfinu: Þarf að fjölga heimilislæknum um 20 til 30 HEILBRIGÐISRÁÐHERRA Guðbjartur Hannesson segir brýnt að nýta skatt- peninga sem best. Hins vegar verði tímafrekt að endurskipuleggja reglur um aðgang sjúklinga að þjónustu sérfræði- lækna. STJÓRNLAGAÞING Páll Magnússon útvarpsstjóri tók í gær á móti undirskriftalista frá 168 fram- bjóðendum til stjórnlagaþings þar sem skorað var á Ríkis- útvarpið að sinna skyldum sínum og kynna stefnu frambjóðenda. Eins og fram kom í Fréttablað- inu í gær hefur gætt ólgu meðal hluta frambjóðenda í garð stjórn- valda og fjölmiðla þar sem fram- bjóðendurnir telja að þeir hafi ekki fengið tækifæri til að koma stefnumálum sínum á framfæri við almenning í landinu. - bj Frambjóðendur skora á RÚV: Vilja að RÚV sinni skyldum Opið: Má. - Fö. 12 - 18 - Lau. 12 - 16 - Sun. 13 - 16 Kauptúni 3 • 210 Garðabær • S 771 3800 • www.signature.is STJÓRNMÁL „Ég held að ein af ástæðunum fyrir því að það hefur lítið til þessa máls spurst síðustu vikurnar sé pólitíska ástandið á Íslandi,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Fram- sóknarflokksins. Hann, og fleiri, eru þeirrar skoðunar að ekki sé frjór jarð- vegur fyrir Icesave. Ræðst það til dæmis af áhrifum landsdóms- málsins, fjöldamótmæla og átaka um lausnir á skuldamálum heim- ilanna. „Ég get ekki séð að hægt sé að koma með þetta mál upp núna, að það eigi að ganga frá kröfu upp á segjum hundrað milljarða, ef við núvirðum þetta ekki, á sama tíma og staða skuldamála heimil- anna er eins og hún er og hér til umræðu fjárlög með verulegum niðurskurði í heilbrigðiskerfinu,“ segir Sigmundur. Tveir ráðherrar, Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og Össur Skarphéðinsson utanríkis- ráðherra, hafa í viðtölum verið bjartsýnir á gang málsins. Í sam- tali við Reuter í byrjun mánaðar- ins sagðist Össur telja að við- ræðum lyki innan mánaðar og skömmu áður sagðist Steingrím- ur, á Stöð 2, vonast til að málið skýrðist mjög fljótt. Nokkuð er um liðið frá því að þeir lýstu þessu yfir en lítið spurst af samningum fyrr en í fyrrakvöld og í gær þegar fjallað var um málið í fréttum. Sigmundur Davíð telur málið hafa tekið undarlega stefnu. „Mér heyrist fjármálaráðherra telja sig geta klárað dæmið og hafa reynt að fá Samtök atvinnulífsins og Alþýðusambandið til að bakka sig upp í því. Hann hefur meðal annars fengið Samtök atvinnulífs- ins til að hringja í þingmenn Sjálf- stæðisflokksins. Það er kostulegt að kommarnir séu að fá kapítal- istana til að aðstoða sig við að koma þessu í gegn hjá Sjálfstæðis- flokknum.“ Hann segist ekki vita til að nokkuð nýtt liggi fyrir frá því sem var fyrir nokkrum vikum eða jafnvel mánuðum. Þá hafi margt vantað upp á til að hægt væri að tala um samninga. „Við fengum til dæmis ekki svör við spurningum um hvort verið væri að tala um gamla samning- inn með nýjum tölum eða hvort gera ætti grund- vallarbreyting- ar á honum.“ Sigmundur kveðst kannast við umræður um þær tölur sem nefndar hafi verið, til dæmis, um þriggja prósenta vexti, níu mán- aða vaxtahlé og að um 60 milljarð- ar króna kunni að falla á ríkissjóð. „En það var ákveðið að gera ekki neitt með þetta heldur bíða enda voru menn sammála um að ekkert lægi á.“ Aukinheldur hafi ekkert fengist á pappír. Mat Sigmundar er að ekki sé nóg með að pólitíska ástandið nú um stundir bjóði ekki upp á umræður um Icesave heldur sé hagstætt að bíða. „Ég held að það liggi ekkert á með þetta mál og að það sé miklu skynsamlegra að taka það upp síðar. Eftir því sem tíminn líður minnkar óvissan. Við sjáum þá betur hvernig fer með þrotabú Landsbankans sem er aðalatriðið í þessu, svo lengi sem menn greiði ekki vexti á meðan. Ég held að menn ættu ekki að flýta sér í þessu.“ bjorn@frettabladid.is Ekki gott ástand fyrir Icesave Formaður Framsóknarflokksins telur óskynsamlegt að setja Icesave á dagskrá í því pólitíska ástandi sem ríki í landinu. Hann segir fjármálaráðherra nálgast sjálfstæðismenn í gegnum Samtök atvinnulífsins. 33 JÁ Icesave-lögin voru samþykkt á Alþingi rétt fyrir áramót. Í kjölfarið vísaði forsetinn þeim til þjóðarinnar, sem felldi þau með miklum mun. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁNSIGMUNDUR DAVÍÐ GUNNLAUGSSON Lárus Blöndal hæstaréttar- lögmaður var tilnefndur af stjórnarandstöðunni í Icesave-samninganefnd- ina. Hann hefur haldið formönnum stjórnar- andstöðuflokkanna upplýstum um framvindu viðræðnanna en segir ekkert stórvægilegt hafa gerst í málinu síðustu daga, hvorki gagnvart erlendu viðsemjendunum né á innanlands- vettvangi. „Það eru ágætar líkur á því að hægt sé að ná samningum og það veit stjórnarandstaðan að sjálf- sögðu enda verið virkur þátttakandi í þessu ferli og haft mikil áhrif á gang mála. Það þarf hins vegar pólitískan vilja og samstöðu til að ljúka samningunum,“ segir Lárus. Viðræður sem staðið hafi með hléum frá því í febrúar hafi þokað málinu verulega fram veginn. Frá upphafi hefur legið fyrir krafa Breta og Hollendinga um að sem víðtækust pólitísk sátt ríki um málið á Íslandi. Öðru- vísi verði ekki samið enda kunni málið að fara í sama farveg og síðast þegar því var hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu. Lárus er efins um að pólitíska landslagið sé þannig að hægt sé að ná fram lausn nú. „Það er ekki mikil eindrægni á þinginu og það markar auðvitað þann hraða sem er á málinu. Menn hafa ekki talið síðustu vikurnar að hægt sé að ná þeim samhljómi sem þarf til að ljúka þessu.“ Hægt að semja en pólitíkin ræður LÁRUS BLÖNDAL VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 18° 7° 4° 6° 6° 6° 7° 7° 21° 7° 20° 16° 27° -2° 5° 17° 3°Á MORGUN Dregur smám saman úr vindi NV-lands. FÖSTUDAGUR Stíf NA-átt SA-til, annars hægari. 3 1 1 0 -2 2 3 6 7 8 4 6 8 4 7 4 5 4 3 2 6 10 2 4 6 5 0 2 3 3 4 5 ÚRKOMA VÍÐA Það hvessir norð- vestantil er líður á daginn en annars verður vindur frem- ur hægur. Nokkuð úrkomusamt á landinu í dag og á morgun, einkum suðaustanlands. Hitinn svipaður áfram en horfur á að það kólni á ný um helgina. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður INDLAND, AP Að minnsta kosti 66 manns létu lífið og 73 særð- ust þegar fátæklegt múrsteins- hús hrundi í þéttbyggðu hverfi í Nýju-Delí á Indlandi á mánudags- kvöld, um það leyti sem fólk var að huga að kvöldmat. Björgunarfólk leitaði ákaft að fólki á lífi í rústunum, en vonir um að fleiri fyndust dvínuðu hratt þegar leið á daginn.Svo virðist sem undirstöður hússins hafi veikst í monsúnrigningum nýverið. - gb Tugir fórust í Nýju-Delí: Múrsteinshús hrundi niður BJÖRGUNARSTÖRF Vonir dvínuðu hratt um að fleiri fyndust á lífi. NORDICPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.