Fréttablaðið - 17.11.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 17.11.2010, Blaðsíða 6
6 17. nóvember 2010 MIÐVIKUDAGUR Kínversk fræði við HÁSKÓLA ÍSLANDS konfusius@hi.is | www.konfusius.hi.is Konfúsíusarstofnunin Norðurljós sýnir: Engan má vanta [一個都不能少] Þessi hrífandi saga úr kínversku dreifbýli segir frá kornungri kennslukonu í afleysingum og leit hennar að nemanda sem hleypur á brott. Myndin varpar ljósi á gífurlegann mun á afkomu og lifnaðarháttum í dreifbýli og stórborgum Kína. Leikstjórinn Zhang Yimou er margverðlaunaður og vel þekktur unnendum kínverskra kvikmynda. Sýningin er öllum opin og án endurgjalds. Sýningartími 140 mín. Ástrós Tryggjum ungu fólki áhrif við gerð nýrrar stjórnarskrár. stjórnmálafræðingur Framboð til stjórnlagaþings Gunnlaugsdóttir astrosg.is„Ég borga þessa auglýsingu úr eigin vasa“. FRÉTTASKÝRING: Rannsókn Sérstaks saksóknara á málum tengdum Glitni Lánveitingar til félagsins Stíms hf. vegna kaupa á hlutabréfum í Glitni og FL Group. Stím hf. hét áður FS37 og var stofnað af Fons, eignarhaldsfélagi Pálma Haraldssonar. Glitnir tók það síðar yfir og nefndi það Stím. Félaginu var ætlað að kaupa hlutabréf í Glitni og FL Group fyrir tæpa 24,8 milljarða króna. Helstu viðskiptavinum Glitnis var síðan boðið að kaupa í Stími, en Glitnir var eftir sem áður stærsti eigandinn með 32,5 prósenta hlut. Glitnir og FL Group lánuðu svo Stími fyrir 90 prósentum af hlutabréfakaupunum með veðum í bréfunum sjálfum. Talið er að þetta hafi verið flétta til að losa Glitni undan eign í sjálfum sér og halda uppi gengi bréfa í bankanum. Jakob Valgeir Flosason, útgerðar- maður frá Bolungarvík, var skráður stjórnarformaður Stíms og átti 10 prósent í félaginu. Hann sagðist þegar málið kom upp sannfærður um að athugun FME myndi ekki leiða neitt óeðlilegt í ljós. Annað hefur komið á daginn. Fréttablaðið hafði samband við Jakob Valgeir í gær og sagði hann þá að enginn rannsakandi hefði nokkru sinni haft samband við hann vegna málsins. „Þeir sjá væntan- lega að ég hef verið plataður.“ Hin fjögur málin sem eru til rannsóknar: Lánveitingar til félagsins FS38 ehf. til kaupa á Aurum Holding Ltd. af Fons hf. FS38 var stofnað af Fons, líkt og FS37. Slitastjórn Glitnis hefur fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur stefnt Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Pálma Haraldssyni, Lárusi Welding og þremur fyrrverandi starfsmönnum Glitnis til greiðslu sex milljarða króna vegna málsins. Forsaga þess er sú að Fons fékk sumarið 2008 sex milljarða lán hjá Glitni. Fons lánaði féð áfram til FS38, sem lánaði féð áfram til FS37, sem síðar varð Stím. Á sama tíma keypti Stím hlutabréf Fons í bresku skartgripakeðjunni Aurum Holdings fyrir sex milljarða króna. Milljarður af þeirri greiðslu fór inn á persónulegan reikning Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Lánveitingar til Fasteignafélagsins Stoða (síðar Landic Properties), Baugs og 101 Capital ehf. í tengslum við kaup á danska fasteignafélaginu Keops. Í tilefni af þessu var ráðist í húsleit á skrifstofu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar á 101 hóteli í gær. Jón Ásgeir sagði í svari við spurningum Fréttablaðsins í gær að ekkert óeðlilegt væri við við- skiptin. „Keops var skráð hlutafélag í Danmörku. Félagið var yfirtekið af innlendum aðilum á sínum tíma og fjárfestar nutu ráðgjafar innlendra og erlendra aðila við yfirtökuna. Það er ekkert meira um það að segja. Allar greiðslur varðandi þetta mál getur sérstak- ur saksóknari rakið í gegnum reiknistofu bankanna.“ Kaup Glitnis á hlutabréfum í Trygginga- miðstöðinni. Fléttunni er lýst í stefnu slitastjórnarinnar gegn svokallaðri sjömenninga- klíku Jóns Ásgeirs í New York. Í stefnunni segir að við kaupin hafi Glitnismenn lagt sig í framkróka um að fela fjárhagsleg tengsl sín við FL Group. „Hinir stefndu tóku því þátt í blekkingar- leik sem gerði þeim kleift að flytja fjárhagsleg tengsl við tengda aðila, sem voru orðin mikil, yfir á aðra aðila, án þess að opinbera sannleikann. Kaupin á TM voru algjörlega fráleit fyrir bankann frá efnahagslegu sjónar- miði,“ segir í stefnunni. Þar segir einnig að af viðskiptunum hafi hlotist 25,75 milljarða króna tap fyrir bankann. JÓN ÁSGEIR JÓHANNESSON JAKOB VALGEIR FLOSASON PÁLMI HARALDSSON Gjaldeyrissjóður Glitnis keypti verðlausa skuld af Saga Capital á yfir millj- arð eftir hrun. Talið er að kaupsamningurinn hafi verið falsaður til að láta líta út fyrir að hann hafi verið gerður fyrir hrun. Forstjóri Saga segist ekki í rannsókn. Gjaldeyrissjóður á vegum Glitnis, GLP FX, keypti rétt eftir banka- hrun verðlaust skuldabréf af Saga Capital fjárfest- ingarbanka á meira en millj- arð króna. Fjár- festar sem áttu fé í sjóðnum töpuðu jafn- virði kaupanna enda voru engin verðmæti á bak við þau. Talið er að skjöl vegna samningsins hafi verið fölsuð. Þetta er meðal þess sem varð tilefni húsleita Sér- staks saksóknara í gær, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þetta er eina málið af þeim fimm sem nefnd eru í tilkynn- ingu Sérstaks saksóknara frá því í gær sem ekki hefur verið fjallað um opinberlega fyrr. Öll hin hafa verið nefnd í stefnum og málsskjöl- um slitastjórnar Glitnis á hendur Glitnismönnum hér heima og í New York. Skuldabréfið var til komið vegna láns frá Saga Capital til Stíms hf. fyrir kaupum á hlut í Glitni. Sam- kvæmt samningi sem liggur fyrir um kaupin á skuldabréfinu var hann gerður 18. ágúst 2008, en var framvirkur til 19. nóvember 2008. Engin gögn hafa hins vegar fundist um gerð samningsins í ágúst 2008 og því telja rannsak- endur að hann hafi verið falsaður; í raun hafi hann ekki verið gerður fyrr en í nóvember, ríflega mánuði eftir að Glitnir féll og skuldabréfið varð verðlaust. Fleira kemur til. Jafnvel þótt samningurinn reynist ósvikinn telja menn að aldrei hefði átt að kaupa skuldabréfið á fullu verði með vöxtum eins og gert var, enda hafði virði hlutabréfa í Glitni hríð- fallið frá því að Saga Capital veitti Stím lánið síðsumars 2007 og fram til 18. ágúst 2008 og því hefði Stím aldrei getað greitt skuldina. Á þessum tíma hafði virði bréfanna í Glitni meira að segja verið fært nálægt núlli í bókum Stíms. Þar fyrir utan var sjóðurinn gjaldeyrissjóður og mátti reglum samkvæmt ekki fjárfesta í skulda- bréfum. Það eitt er talið varða við lagaákvæði um umboðssvik. Heimildarmaður Fréttablaðsins, sem þekkir vel til málsins, segir að þetta sé langskýrasta dæmið um lögbrot af þeim fimm atriðum sem til rannsóknar eru varðandi Glitni. Ekki liggur fyrir hvers vegna Glitnismenn kusu að greiða með þessum hætti skuld Stíms við Saga Capital. Þorvaldur Lúðvík Sigur- jónsson, forstjóri Saga, þvertekur hins vegar fyrir það að rannsóknin beinist að sér eða fyrirtæki sínu. „Ég náttúrlega get ekki svarað fyrir gjaldeyrissjóðinn GLP FX en við seldum skuldabréf fyrir milli- göngu Glitnis og það er í tengslum við það sem við erum að hjálpa til.“ Spurður hvernig standi á því að Glitnir hafi keypt svo gott sem verðlaust skuldabréf fullu verði svarar Þorvaldur Lúðvík: „Lá það fyrir á þeim tíma? Þeir leggja auð- vitað sitt mat á það.“ Keypti verðlaust bréf af Saga á yfir milljarð GLITNIR Heimildarmaður Fréttablaðsins segir viðskipti gjaldeyrissjóðsins GLP FX langskýrasta dæmið um lögbrot af þeim sem eru til rannsóknar. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA ÞORVALDUR LÚÐVÍK SIGURJÓNSSON Stigur Helgason stigur@frettabladid.is „Þetta er ein sú allra stærsta sem við höfum farið í,“ segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur sak- sóknari, um aðgerðina í gær. Um sjötíu manns tóku þátt í aðgerðunum. Sér- stakur saksóknari naut liðsinnis lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og Hvolsvelli, sérsveitar og efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra og starfsmanna Fjármála- eftirlitsins. Ráðist var í tíu húsleitir í gærmorgun en eftir því sem leið á daginn fjölg- aði þeim. Þær voru orðn- ar tæplega 20 undir lok dags. „Það er eðlilegt ferli að þegar það kemur í ljós að gögnin er að finna ann- ars staðar þurfi að fara og leita þar,“ segir Ólafur. Sjötíu manns tóku þátt í um 20 húsleitum í gær: Eitt alstærsta verkefnið ÓLAFUR ÞÓR HAUKSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.