Fréttablaðið - 17.11.2010, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 17.11.2010, Blaðsíða 30
 17. NÓVEMBER 2010 MIÐVIKUDAGUR Barna- og unglingabókin L7 – Hrafnar, sóleyjar og myrra er ný- komin út hjá Skruddu. Höfundar eru þau Helgi Sverrisson kvik- myndagerðarmaður og Eyrún Ósk Jónsdóttir, rithöfundur og leik- ari, en kvikmynd byggð á sögunni verður frumsýnd í SAM-bíóunum í febrúar á næsta ári. Bókin er fyrsti hluti af væntanlegum þrí- leik. „Ég hef verið í kvikmyndagerð í þrjátíu ár og þar sem kvikmynda- handrit eru oft í eins konar skeyta- stíl langaði mig jafnhliða kvik- mynd að skapa heim í bók sem væri ítarlegri,“ segir Helgi. „Mig langaði að gera verk ætlað börn- um og unglingum sem myndi ná til breiðs aldurshóps, líkt og sögur á borð við Mit liv som hund og Billy Elliot gera. Húmorinn í bókinni er því allt frá því að vera „egg í haus- inn“ atriði og yfir í dýpri húmor.“ Aðalpersóna bókarinnar, Lára Sjöfn, er búin að ganga í gegnum það að missa pabba sinn og bróður í bílslysi. Allt er því fremur brotið í kringum hana auk þess sem tvær bestu vinkonur hennar eru fjarlægar, önnur komin með kær- asta og hin nýflutt til Akureyrar. Lára kynnist fólki þetta sumar sem rekur leikhús og í kjölfarið lendir hún í spennandi atburðarás þar sem hún þarf að sýna hvað í henni býr. „Sagan snýst meðal annars um þau grundvallaratriði í lífinu sem fólk þarf að takast á við. Dauðinn er nálægur þannig að um leið og bókin fjallar um málefni af andlegum toga er hún full af sykri líka sem gerir hana að krassandi og vonandi skemmtilegri spennusögu.“ Krassandi saga full af sykri Helgi Sverrisson og Eyrún Ósk Jónsdóttir eru höfundar L7 – Hrafnar, sóleyjar og myrra. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFAN þar sem lífið virðist við fyrstu sýn ganga sinn vanagang. En undir yfirborðinu ólgar allt af ástríðum og átökum um eignir, völd og hjörtu mannanna. Heillandi bók eftir Ólaf Hauk Símonarson. Lára Sjöfn er 13 ára unglingsstelpa sem tekst á við lífið eftir mikinn sorgarvetur. Hún flækist inn í dularfulla atburðarás og þarf að bregða sér í hlutverk leikara, spæjara og hetju til þess að leysa úr málunum. Hörkuspennandi saga handa börnum og unglingum. HEILLANDI SKÁLDSKAPUR SKRUDDA.IS Ólafur Haukur Símonarson hefur í gegnum tíðina skrifað og sent frá sér fjölmörg vinsæl ritverk, skáldsögur og leikrit. Ein báran stök er nýjasta skáld- saga hans sem bókaforlagið Skrudda gefur út fyrir þessi jól. Sögusvið bókarinnar Ein báran stök er lítið bæjarfélag við ís- lenska sjávarsíðu í kringum árið 2000 þar sem aðalpersónan, efni- legur ungur maður um tvítugt, sér margt betur en aðrir. Söguna seg- ist rithöfundur inn hafa verið með í farteskinu í langan tíma. „Ég er búinn að vera í mörg ár að skrifa bókina og er í dag loksins orðinn þokkalega sáttur við hana. Þessi heimur, sem sagan segir frá, hefur smám saman verið að þétt- ast fyrir innri sjónum mínum og líklegt er að það verði framhald af bókinni enda kalla persónur bókar- innar á að ég segi meira af þeirra högum,“ segir Ólafur Haukur. Ungi maðurinn, aðalpersóna bókarinnar Ein báran stök er svo- lítið utanveltu í þorpinu, enda hefur hann óvenjulega hluti fyrir stafni. Hann leggur stund á píanó- nám hjá konu sem er helmingi eldri en hann og er í þokkabót ástfang- inn af píanókennaranum. „Þetta er breið mynd af litlu samfélagi þar sem lítill kjarni fólks ræður för og stýrir því sem hann vill stýra. Pilturinn segir sína sögu sjálf- ur og bregður upp mynd af þessu samfélagi sem hann býr í, sem var auðvitað dálítið öðruvísi fyrir það sem við köllum í dag „hrun“. Þarna dúkka því menn upp á yfirborðið sem berja sér á brjóst og vilja vera miklir í stærra samhengi.“ Sagan segir frá átökum um eignir og völd í plássinu en er þó fyrst og síðast saga unga mansins og frásögnin miðast út frá hans löngunum og draumum, hárfín blanda af gamni og alvöru eins og verk Ólafs eru gjarnan. „Drengur- inn er í raun alger undantekning í þessu plássi. Bæði í sínu píanó- námi, ást á konsertpíanóleikara og athöfnum. Vinkill hans á hvers- dagslega atburði í þorpinu er því alls ekki hversdagslegur,“ segir Ólafur Haukur. Utangátta í þorpi Ólafur Haukur Símonarson hefur verið með nýjustu skáldsögu sína, Ein báran stök, í farteskinu í nokkur ár. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Victoria Ferrell leikur aðalhlutverkið í væntanlegri kvikmynd samnefndri bók- inni. Hér er hún í hlutverki sínu ásamt Önnu Kristínu Arngrímsdóttur. Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Benedikt Freyr Jónsson s. 512 5411
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.