Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.11.2010, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 17.11.2010, Qupperneq 24
MARKAÐURINN 17. NÓVEMBER 2010 MIÐVIKUDAGUR6 Ú T T E K T Í slenskur útivistarfatnaður er ekki bara áberandi hér heima heldur hafa hin ýmsu merki haslað sér völl víða um heim. Allir eiga það sameiginlegt sem framleiða íslenskan útivistar fatnað að horfa til tækifæra sem gefast í sölu utan landsteinanna. Fimm íslensk fyrirtæki framleiða útivistarfatnað undir eigin merkj- um, en eru afskaplega misstór. Stærst er Sjóklæðagerðin 66°Norður, en þar á eftir koma í stærðarröð Nikita, Cintamani, ZO- ON og Icewear. Þrjú stærstu fyrirtækin er að finna á listanum yfir 300 stærstu fyrirtæki lands- ins sem Frjáls verslun birti nýverið. Þar er 66°Norður í 119. sæti með ársveltu upp á 2,9 milljarða króna í fyrra, Nikita í 166. sæti með 1,7 milljarða króna veltu og Cinta- mani í 233. sæti með áætlaða veltu upp á 900 milljónir króna. Öll eiga fyrirtækin það sammerkt að megnið af allri framleiðslu þeirra fer fram utan landsteinanna. 66°Norður skera sig þó úr í því að starfrækja saumastofu hér heima, en að sögn Halldórs Gunnars Eyjólfssonar, forstjóra fyrirtækisins, sinnir hún aðallega sérpöntunum, breytingum og lagfæringum. Þá er fyrirtækið eitt um að starfrækja sínar eigin saumastofur í útlöndum, meðan aðrir íslenskir framleiðendur fatnaðar „útvista“ þeirri starfsemi með því að kaupa þjónustu erlendra saumastofa. NIKITA SKER SIG ÚR 66°Norður reka tvær verksmiðjur í Lett- landi þar sem starfa 180 til 200 manns. Meðal annars af þessum sökum er fyrir- tækið með mun fleira starfsfólk á sínum snærum en keppinautarnir, bæði hér heima og erlendis. „Fyrirtækið framleiðir einn- ig fatnað í Kína í gegnum verktaka,“ segir Halldór. Núna starfa í allt rúmlega 300 manns hjá 66°Norður og fást vörur fyrirtækisins í yfir 500 verslunum í 19 löndum. Ef til vill þarf ekki að furða sig á forskotinu því fyrir- tækið er eitt elsta framleiðslu fyrirtæki landsins, hóf árið 1926 framleiðslu á sér- stökum hlífðarfatnaði fyrir sjómenn og fiskverkunarfólk. Þá er fyrirtækið með lang umfangsmesta sölunetið. Tveir starfs- menn eru í Bandaríkjunum á skrifstofu 66°Norður, en að auki eru umboðsmenn og dreifingaraðilar bæði þar og í Kanada. „Auk þess seljum við beint til Hong Kong og Ástralíu,“ segir Halldór. Utan eitt eiga fyrirtækin fimm það samm- erkt að mest sala er hér á heimamarkaði, en í þessum efnum sker Nikita sig nokkuð úr. Halldór Gunnar segir helstu markaði hjá sér Norðurlöndin og Þýskaland, auk Banda- ríkjanna. „Fyrirtækið hefur síðustu fimm ár vaxið um 20 til 30 prósent á hverju ári. Veltan var um einn milljarður árið 2004 en er um þrír milljarðar 2010,“ segir hann. Rúnar Ómarsson, framkvæmdastjóri og einn eigenda Nikita, segir 95 prósent af sölu fyrirtækisins eiga sér stað erlendis. Telja verður vöxt fyrirtækisins ævintýri líkastan, orðið næststærst á sínu sviði í landinu á rúmum áratug, en Nikita var stofnað í Reykjavík árið 2000 og starfrækir verslun við Laugaveg. Hér á landi er fyrir- tækið með 16 starfsmenn, en að auki starfa 16 í Þýskalandi og tveir í Frakklandi. Rúnar segir framleiðsluna svo fara fram í Kína, Taívan, Víetnam, Túnis og Argentínu. „En þar sem við úthýsum framleiðslunni er ekk- ert starfsfólk hjá Nikita í framleiðslu,“ segir hann. Föt fyrirtækisins eru hins vegar til sölu í um 1.500 verslunum í yfir 30 lönd- um. „Jafnframt seljum við beint í gegnum netverslun okkar til landa utan almenna dreifingarnetsins,“ segir hann og bendir um leið á að eingöngu hluti af sölu Nikita sé í „útivistarfatnaði“ en annað sé í „lífs- stílsfatnaði“ sem ýmist sé seldur í útivistar- eða götutískuverslunum. 70 prósent af sölu Nikita segir Rúnar að fari fram á meginlandi Evrópu. „En Skandinavía, Kanada, Bandaríkin, Japan, Nýja-Sjáland og Ástralía skipta með sér 30 prósentum,“ segir hann og kveður fyrir- tækið hyggja á mikla sókn á erlendum mörk- uðum á næstu árum, með frekari áherslu á eigin verslanir og yfirtöku á dreifingu til verslana á lykilmörkuðum. VÍÐA ER HUGAÐ AÐ ÚTRÁS Í kjölfar hlutafjáraukningar sem gerð var hjá Cintamani í byrjun síðasta mánaðar er ráðgerð metnaðarfull útrás á Þýskalands- markað. Þá keypti Kristinn Már Gunnars- son kaupsýslumaður þriðjungshlut í Sportís ehf., framleiðanda Cintamani. Hann sagði þá stefnt að því að opna til að byrja með níu Cintamani-verslunareiningar í verslunar- miðstöðvum víðs vegar um Þýskaland. Samhliða því yrði ráðist í markaðssetn- ingu, með áherslu á íslenskan uppruna fatnaðarins. Skúli Björnsson, einn eigenda Cinta- mani, segir markaðsátak í Þýskalandi þegar hafið og kveður fatnað fyrirtækisins brátt fá kynningu í einum stærsta sportmaga- sín þætti þýsks sjónvarps. Þá verði innan skamms í Þýskalandi tveir sölumenn ráðn- ir til að sinna markaðnum þar. Framleiðsla Cintamani fer fram í Litháen og í Kína, en fyrirtækið kaupir þjónustu af þarlendum fyrirtækjum. Skúli áréttar hins vegar að efniviðurinn í framleiðsluna komi ekki þaðan, í Litháen sé framleitt úr ítölsku efni og í Kína úr japönsku, þar sem kín- verskur efniviður standist ekki gæða kröfur fyrirtækisins. Er með þessu ekki öll sagan sögð af útrás íslensks útivistarfatnaðar. Jón Erlendsson, eigandi og forstjóri ZO-ON, segir líklegt að nokkuð stórra tíðinda verði að vænta af sínu fyrirtæki innan tíðar. „Við höfum alltaf verið að horfa til annarra landa og höfum undirbúið hlutina nokkuð vel á undan- förnum árum. En þegar hrunið gekk yfir voru margir hlutir settir á ís, en eru nú aftur komnir á skrið,“ segir hann. Jón var í gær á förum til Indlands til að fylgja eftir framleiðslu þar. „Við framleið- um mest í Kína og á Indlandi, en einnig í Portúgal og lítilsháttar í Pakistan,“ segir hann, en líkt og hjá flestum er þar um keypta þjónustu að ræða. Alls starfa því ekki nema 14 hjá ZO-ON, en þar eru meðtaldir tveir finnskir hönn- uðir, sem eru með aðsetur þar í landi. Jón segir þó samstarfið við fólkið hér heima náið og gott, nútímasamskiptatækni hjálpi þar til, auk þess sem hönnuðirnir komi reglulega í heimsókn. „Við höfum síðastlið- in þrjú ár eytt óhemju tíma í nýja hönnun,“ segir Jón og boðar nýjar vörulínur og tölu- verðar breytingar á fatnaði ZO-ON. „Við erum núna að klára alla hönnun fyrir vorið 2012,“ segir hann. Jón slær þann varnagla að enn sé ekk- ert fast í hendi með tíðindi af aukinni útrás fyrirtækisins, en segir ZO-ON komið vel á skrið með stóra samninga um sölu í Japan. „Þetta skýrist innan mjög skamms tíma, en það er náttúrulega ekki enn búið að skrifa undir. Það er ekkert endanlegt fyrr en það er gert.“ Hann segir þó skammt í land og að samningarnir séu nokkuð umfangsmiklir þar sem um svokallað „licence“ sé að ræða. Gangi þeir eftir fær því japanska fyrir- tækið leyfi til að framleiða fatnað í Japan undir merkjum ZO-ON. Fyrir hrun segir Jón að fyrirtækið hafi verið langt á veg komið með markaðssetn- ingu í Bandaríkjunum og þau mál séu einnig komin á fullt skrið á ný. Núna séu helstu erlendu markaðirnir hins vegar í Noregi og í Þýskalandi. „Síðastliðin tvö ár höfum við lagt áherslu á markaðinn hér heima,“ segir hann, en kvíðir ekki samkeppninni utan landsteinanna. „Þetta gengur út á að skera sig úr og vera ekki eins og allir aðrir,“ segir hann og áréttar um leið að standa Íslenskan kuldaklæðnað er að fi Miklu munar á þeim stærstu og þeim minnstu sem framleiða íslenskan útivistar- fatnað. Fjöldi manns starfar hins vegar um heim allan við að framleiða föt bæði fyrir innanlandsmarkað og alþjóðamarkaði. Óli Kristján Ármannsson kynnti sér umfang starfsemi þeirra fyrirtækja sem haslað hafa sér völl á þessu sviði. Fjöldi starfsmanna: Um 300 Ísland: Um 120 Lettland: Um 180 (2 saumaverksmiðjur/ dreifing/sala) Bandaríkin: 2 Kína: Saumaverktakar Föt 66°N eru til sölu í: Svíþjóð, Danmörku, Noregi, Færeyjum, Grænlandi, Bretlandi, Þýskalandi, Frakklandi, Sviss, Austurríki, Liechtenstein, Belgíu, Hollandi, Ítalíu, Slóveníu. Umboðs-sölumenn í BNA og Kanada: 9 Bein sala til: Hong Kong, Ástralíu. S J Ó K L Æ Ð A G E R Ð I N 6 6 ° N O R Ð U R Fjöldi starfsmanna: 8 Ísland: 8 Litháen: dótturfyrirtæki Föt Icewear eru seld á Íslandi, í Austurríki, Þýskalandi, Noregi, Kanada, Bandaríkjunum. I C E W E A R Við höfum alltaf verið að horfa til annarra landa og höfum undirbúið hlutina nokkuð vel á undanförnum árum. En þegar hrunið gekk yfir voru margir hlutir settir á ís, en eru nú aftur komnir á skrið. JÓN ERLENDSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI OG EIGANDI ZO-ON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.