Fréttablaðið - 17.11.2010, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 17.11.2010, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 17. nóvember 2010 15 Nýlega fögnuðum við degi íslenskrar tungu og er þá vel við hæfi að íslenska þjóð- in staldri við og minnist þess hve mikilvægt og stórt hlutverk íslenska tungan hefur í samfélagi okkar. Á sama tíma og við gleðj- umst er mikilvægt að huga að því að það standa ekki öll börn jafn- fætis þegar það kemur að tungu- málinu okkar. Mörg börn þurfa á sérstakri aðstoð að halda til að geta tjáð sig eða öðlast mál- skilning. Íslenska ríkinu ber skylda til þess að tryggja öllum börnum jöfn tækifæri til að ná eðlilegum þroska, eins og meðal annars kemur fram í 6. gr. Barna- sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Er því mikilvægt að gera öllum börn- um kleift að ná eins góðum mál- þroska og hægt er, án nokkurrar mismununar. Eðlilegur málþroski skiptir miklu máli fyrir framtíð barna og er forsenda fyrir því að börn geti notið ýmissa ann- arra réttinda sinna, svo sem rétt til menntunar og þátttöku í sam- félaginu. Þegar barn á í erfiðleik- um með að tjá sig getur það haft áhrif á félagsleg tengsl og líðan þess. Ef barn nær ekki góðum tökum á móðurmáli sínu í æsku getur það því takmarkað verulega framtíðarmöguleika þess. Þjónusta talmeinafræðinga skiptir miklu máli fyrir börn sem af einhverjum ástæðum þurfa aðstoð til að ná tökum á tungu- málinu. Frá árinu 2007 hefur orðið neikvæð þróun á málefnum umræddra barna. Umboðs maður barna hefur fengið fjölmarg- ar ábendingar um að greiðslu- byrði foreldra vegna talþjálfunar barna hafi aukist mikið og sumir treysta sér ekki til að kaupa þjón- ustuna þar sem um umtalsverðan kostnað er að ræða. Þessi þróun er óásættanleg að mati umboðs- manns barna, enda er um mikil- væg réttindi barna að ræða. Einungis sex talmeinafræð- ingar á landinu eru með samning við Sjúkratryggingar Íslands, þar af einn á höfuðborgarsvæð- inu. Í þeim tilvikum sem talmeina- fræðingar eru með slíkan samn- ing greiða Sjúkratryggingar Íslands stóran hluta af kostnað- inum, eða 5.584 kr. fyrir hvern tíma en foreldrar greiða 1.396 kr. Þegar talmeinafræðingar eru ekki með samning við Sjúkra- tryggingar Íslands er hins vegar einungis veittur 2.000. kr. styrkur í fyrstu 25 skiptin sem barn fer til talmeinafræðings á 12 mánaða tímabili en eftir það 4.000 kr. á sama tímabili. Þar sem hver tími hjá talmeinafræðingi utan samn- ings kostar á bilinu 6.500 til 7.600 kr. er því ljóst að foreldrar þurfa að greiða töluvert háar fjárhæðir fyrir talþjálfun í langflestum til- vikum. Ljóst er að þessi kostnaður getur verið verulega íþyngjandi fyrir foreldra og leiðir til þess að mörg ofangreindra barna fá ekki þá þjónustu sem þau þurfa. Börn- um er því mismunað að þessu leyti eftir efnahag foreldra, en það er ekki í samræmi við 2. gr. Barnasáttmála Sameinuðu þjóð- anna. Börn eru viðkvæmur þjóð- félagshópur sem þarfnast sér- stakrar verndar og umönnunar umfram aðra þjóðfélagsþegna. Umboðsmaður barna hefur það hlutverk að vinna að bættum hag barna og standa vörð um hags- muni, þarfir og réttindi þeirra. Umboðsmaður hefur ítrekað komið ábendingum um nauðsyn þess að tryggja öllum börnum þá talþjálfun sem þau þurfa, meðal annars með bréfum til stjórn- valda, á fundum með ráðherrum, í fjölmiðlum o.fl. Umboðsmaður vinnur nú að gerð skýrslu til Barnaréttar- nefndar Sameinuðu þjóðanna, sem hefur eftirlit með fram- kvæmd Íslands á Barnasáttmál- anum. Vegna þeirrar vinnu hefur umboðsmaður fundað með ráð- herrum og notað tækifærið til að minna á þetta alvarlega mál. Allir virðast sammála um að þörf sé á úrbótum. Þar sem orð eru til alls fyrst vonar umboðsmaður barna að breytinga sé að vænta í þessum málaflokki og að börnum verði tryggð sú þjónusta sem þau eiga rétt á. Orð eru til alls fyrst Börn Margrét María Sigurðardóttir umboðsmaður barna Einungis sex talmeinafræðingar á land- inu eru með samning við Sjúkratrygg- ingar Íslands, þar af einn á höfuðborgar- svæðinu. Það var fyrir 10 árum að ég útskrifaðist frá Lögregluskóla ríkisins og var í framhaldinu skipuð lögreglumaður í almennu deild embættis Lögreglustjórans í Reykjavík sem þá var. Á þess- um tíma var mikið rætt um fækk- un lögreglumanna í almennri lög- gæslu. Reyndir lögreglumenn sögðu mér frá því þegar vaktirnar voru miklu betur mannaðar, fleiri bílar og hjól í umferð og fleiri lög- reglumenn á vakt. Nú væri öldin önnur og pappa lögreglumenn látnir fylla upp í skarðið. Við vorum ekki alltaf sammála lýs- ingum hærra settra á stöðunni; Ástandið væri alls ekki svo slæmt, lögreglumönnum væri alls ekki að fækka heldur væri stöðugildum þvert á móti að fjölga. Ekki fylgdi þó sögunni hvar í kerfinu stöðu- gildum væri að fjölga. Nú þegar þrengir all verulega að þurfum við að einbeita okkur að því að styrkja öryggisnetið á öllum sviðum. Við þurfum að forgangsraða í þágu velferðar- kerfisins, styrkja grunnstoðirnar og þar með löggæsluna. Við verðum að leita allra leiða til að færa fjármuni frá þeim útgjalda- liðum ríkisins sem mögulega geta beðið eða þola betur niður skurð til þeirra útgjaldaliða sem við getum alls ekki verið án. Þá þurf- um við líka að forgangsraða innan hvers liðar þannig að fjármunir til þeirra stofnana, deilda eða verk- efna sem geta beðið eða þola lægri fjárframlög færist til þeirra deilda sem mest mæðir á. Ég vil meina að enn sé svigrúm til að færa fjár- muni á milli útgjaldaliða hrun- fjárlaganna og innan hvers liðar þannig að forgangsraðað verði í þágu almannaheilla. Ég hef áhyggjur af því að ef ekki verður forgangsraðað betur í þágu almennrar löggæslu í land- inu verði ekki hægt að ætlast til þess af lögreglunni að hún geti sinnt lögbundnu hlutverki sínu með viðunandi hætti, að gæta að almannaöryggi og halda uppi lögum og reglum. Sorglegt er til þess að hugsa að ekki hafi verið hugað betur að almennri löggæslu áður en hrunið skall á okkur þannig að lögreglan hefði verið betur í stakk búin í dag að mæta skakkaföllum í ríkisbúskapnum. Það er hins vegar staðreynd sem við stöndum frammi fyrir og getum ekki breytt. Lögreglufélög víða um land, Suðurlandi, Austurlandi og á Vest- fjörðum hafa sent frá sér ályktanir þar sem boðuðum niðurskurði hjá lögregluembættum landsins er harðlega mótmælt. Lögreglumenn telja sig samkvæmt ályktununum ekki geta tryggt öryggi íbúa eða þeirra sjálfra við skyldustörf sín. Það er háalvarlegt ástand ef lög- gæsla fer niður fyrir lágmarks öryggiskröfur. Við verðum að leita allra leiða til að tryggja lög- reglunni það fjármagn sem hún þarf til að geta haldið uppi lögum og reglu í landinu og sinnt öryggis- hlutverki sínu. Forgangsröðun í þágu almennrar löggæslu löggæsla Arndís Soffía Sigurðardóttir varaþingmaður VG á Suðurlandi Veldu þér Polo Notaðir bílar · Kletthálsi og Laugavegi 174 · Sími: 590-5040 · Opið virka daga 10–18 og laugardaga 12–16. HAFÐU HANN Í ÁBYRGÐ MEÐ BÍLAÁBYRGÐ HEKLU Veldu þér Polo – Komdu við og skoðaðu úrvalið af VW Polo bílaleigubílum sem voru að koma inn til okkar. Verðið er sérlega hagstætt og með Bílaábyrgð Heklu getur þú haft bílinn í ábyrgð þar til hann nær fimm ára aldri. Verð: 1.490.000 kr. Ekinn 55.000 km. Skráningardagur 14.06.07. Beinskiptur. Bílaábyrgð Heklu fylgir öllum Volkswagen Polo bílaleigubílum sé bíllinn keyptur fyrir 15. desember 2010. Dæmi um bílaleigu- bíla sem eru á skrá: F í t o n / S Í A MEÐ BÍLAÁBYRGÐ HEKLU Das Auto. VW Polo Comfortline 1.4 bensín, 5 dyra Verð: 1.590.000 kr. Ekinn 55.000 km. Skráningardagur 23.06.08. Beinskiptur. VW Polo Comfortline 1.4 bensín, 5 dyra Verð: 1.650.000 kr. Ekinn 63.000 km. Skráningardagur 14.05.07. Sjálfskiptur. VW Polo Comfortline 1.4 bensín, 5 dyra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.