Fréttablaðið - 17.11.2010, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 17.11.2010, Blaðsíða 44
MARKAÐURINN 17. NÓVEMBER 2010 MIÐVIKUDAGUR10 U T A N D A G S K R Á R Í G L A S I M E Ð Ó L A K R I S T J Á N I Nafnið hefur valdið hugarangri Islay heitir eyja við vesturströnd Skot- lands sem pistlahöfundur vonast til að geta heimsótt einhvern tímann á lífsleið- inni. Frá þessari litlu eyju kemur nefni- lega obbinn af þeim guðaveigum sem líklegastar eru til að gleðja í honum bragð- laukana. Sér í lagi er tilhlökkunarefni að sækja heim brugghús maltvískiframleiðand- ans sem valdið hefur ófáum viskíunnendum um heim allan hugar- angri af því þeir vita ekki hvernig bera á fram nafn veiganna. Laphroaig! Áherslan í nafninu er hins vegar á ph-ið sem borið er fram sem eff, nokkurn veg- inn svo: laFrojg! Og getur þá hver sem er pantað án þess að verða sér til skammar. Þakka má þennan fróðleiksmola skoska rithöfundinum Iain Banks sem var svo viðkunnanlegur að láta framburðar- leiðarvísi í bók sína Raw Spirit: In Search of the Perfect Dram, en hún fjallar um ferðalag hans um Skotland í leit að besta sopanum. Drykkurinn viskí er hins vegar ekki allra. Sumir hafa líkt fyrstu smökkun við að drekka uppþvottalög. Þeir sem hark- að hafa af sér hafa hins vegar uppgötv- að hafsjó upplifunar, þar sem leikið er við bragðlaukana. Laphroaig er svo viskí sem ekki einu sinni allir viskí unnendur geta fellt sig við. „Reykur á flösku“ segja sumir og trúlega er sú lýsing ekki fjarri lagi. Móreykur er áberandi í bragði viskís- ins. En þá á eftir að bæta við tjörguðum og sjóreknum kaðli, brenndri karamellu, hóstasaft, joði og fleiri litbrigðum bragðsins sem alls ekki ættu að vekja manni löng- un í að fá sér annan sopa, en renna í þess- um veigum saman í harmóníu sem geng- ur stórkostlega upp. Drykkurinn gengur niður eins og hann á að gera. 10 ára Laphroaig er einhver kraftmesti og mest gefandi sopi sem Skotland hefur alið í formi maltviskís. Ráðlegt er að fara að því þjóðráði sem gefið er á heimasíðu framleiðandans (www.laphroaig.com) að skella örfáum dropum af vatni út í glasið, með því fer mesti broddurinn úr spíran- um og hægt að gleyma sér dágóða stund eftir einn sopa í því ferðalagi sem bragð- laukunum er boðið upp á. Svo er bara að feta sig upp aldursstigann (viskí eru því eldri eftir því sem þau fá að bíða lengur á tunnum þar til þeim er tappað á flöskur) og upplifa breytinguna. Einhvern tímann væri gaman að bragða Laphroaig 30 ára gamalt, en þá segja kunnugir það nálgast fullkomnun. Það bíður hins vegar betri tíma. - óká ára Laphroaig er einhver kraftmesti og mest gefandi sopi sem Skotland hefur alið í formi maltviskís. 10 VERSLUNARTÆKNI Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á Vísi eða fengið sendan daglegan tölvupóst með blaði dagsins. Nánari upplýsingar á: visir.is/dreifing FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU „Fólk veltir því meira fyrir sér hvað það borðar. Það kýs nú frek- ar hollari mat,“ segir Sólveig Guð- mundsdóttir, framkvæmdastjóri veitingastaðarins Culiacan. Veitingastaðurinn, sem býður upp á heilsusamlega mexíkóska rétti, flutti í byrjun mánaðar úr Faxafeninu þar sem hann hefur verið í rúm sjö ár í stærra hús- næði við Suðurlandsbraut. „Það var orðið ansi þröngt um okkur,“ segir Sólveig og bætir við að veit- ingahúsarekstur almennt tekið við sér eftir dýfu haustið 2008 og í fyrra, ekki síst hjá þeim sem bjóði upp á heilnæmari mat en aðrir. „Fólk spáir orðið mikið í matinn, úr hverju hann er og hversu fersk- ur,“ segir hún. Sólveig, sem er iðnhönnuður að mennt, innréttaði eldra húsnæði Culiacan. Það sama á við um nýja staðinn. - jab Culiacan flytur í stærra húsnæði Fleiri vilja halda aukakílóunum fjarri og línunum í lagi, segir Sólveig Guðmundsdóttir. NÓG AÐ GERA Í HÁDEGINU Stofnandi veitingastaðarins Culiacan segir fleiri með- vitaða en áður um það sem þeir setji ofan í sig. Fólk vilji snæða hollan og ferskan mat. MARKAÐURINN/VILHELM Fyrirtækið Regla hefur síðast- liðin tvö ár prufukeyrt samnefnt bókhaldskerfi fyrir lítil og meðal- stór fyrirtæki á netinu. Stefnt er að því að markaðssetja það erlend- is á næstu mánuðum. Þetta er ís- lensk nýsmíði frá grunni, sem fór í gang af fullum krafti eftir banka- hrunið 2008. Kjartan Ólafs son, fram- kvæmdastjóri Re g lu , te lu r fyrirtækið eiga mik la mögu- leika ytra. Við- r æ ð u r h a f a staðið yfir við helsta ráðgjafa Breta í þessum málum um mark- aðssetningu þar og lofa þær góðu. „Margir stefna á þennan markað, en við höfum nokkurra mánaða forskot,“ segir Kjartan og bend- ir á að fyrirtækið hafi notað bók- haldsbúnaðinn í ýmsum myndum í þrjú ár auk þess sem tuttugu til þrjátíu fyrirtæki hafi sömuleiðis prufukeyrt það. „Við höfum náð að minnka bókhaldstengda vinnu um rúman helming,“ segir hann. Hugbúnaðurinn er miðlægur á netinu og notkun hans keypt í áskrift. Notendur losna bæði við rekstur eigin tölvukerfa og dýran hugbúnað. „Við höfum sagt bæði í gríni og alvöru að þetta sé bókhald sem færir sig að miklu leyti sjálft,“ segir Kjartan en möguleiki er á að hringja inn færslur í bókhalds- kerfið með farsíma. - jab Stefna á útrás bókhaldsforrits KJARTAN ÓLAFSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.