Kylfingur - 24.04.1989, Blaðsíða 3
KYLFINGUR
3
Skýrsla stjórnar GR
1.11.1987—31.10.1988
í dag 14. desember eru liðin ná-
kvæmlega 54 ár frá því nokkrir aðil-
ar söfnuðust saman í þeim tilgangi
að stofna golfklúbb. Hér í Reykja-
vík var stofnaður Golfklúbbur ís-
lands, sem siðar varð G.R. Þess
vegna vil ég byrja á því að óska okk-
ur öllum til hamingju með daginn,
um leið og við hugsum með þakklæti
til þeirra manna, sem stofnuðu
þennan klúbb.
Síðast liðið starfsár var stjórn
Golfklúbbs Reykjavíkur þannig
skipuð: Hannes Guðmundsson for-
maður, Garðar Eyland varaformað-
ur, Rósmundur Jónsson gjaldkeri,
Guðmundur Björnsson ritari, Geir
Svansson meðstjórnandi, Ólafur
Jónsson meðstjórnandi, Eyjólfur
Jónsson meðstjórnandi. I vara-
stjórn voru: Bjarni Ragnarsson,
Hallgrímur Ragnarsson og Jóhanna
Ingólfsdóttir. Á starfsárinu voru
haldnir 30 bókaðir stjórnarfundir,
sem er meiri fundafjöldi en mörg
undanfarin ár. Eins og áður sat
varastjórn alla fundi ásamt fram-
kvæmdastjóra. Auk stjórnarfunda
sátu stjórnarmenn og framkvæmda-
stjóri fjölda annara funda á vegum
klúbbsins eða fyrir hönd hans ann-
ars staðar. Skráðir félagar í klúbbn-
um eru nú 816. Fjöldi nýrra félaga á
árinu varð 180. Skipting eftir kyni
og aldri er eftirfarandi: Karlar 21 ár.s
til 67 ára eru 483, karlar 18 til 20 ára
eru 25, 15 til 17 ára eru 38 og 14 ára
°g yngri eru 62. Konur 21 árs til 67
ára eru 117, 15 til 17 ára er 1, 18 til
20 ára eru 2 og 14 ára og yngri eru 5.
Konur eldri en 67 ára eru 9. Ævi-
félagar eru 39, karlar eldri en 67 ára
eru 23 og heiðursfélagar eru 12.
Samtals eru þetta þvi 816 félagar og
skiptingin er þannig að það eru 682
karlmenn og 134 konur. Eins og
áður sagði eru nýir félagar á
árinu 180, það er mun meira heldur
en á síðasta ári, hins vegar hættu
núna í klúbbnum 71.
I raun má tala um síðasta ár, sem
árið þegar sprenging varð í golfinu á
íslandi, og hvað GR varðar má
segja, að klúbburinn standi í fyrsta
sinn á þeim 54 árum, sem liðin eru
frá stofnun klúbbsins, á þeim tima-
mótum að ekki er lengur æskilegt að
fjölga félögum. Ég held að þessi
tímamót séu ef til vill mun merkari
en ætla mætti við fyrstu sýn. Því ef
litið er yfir sögu klúbbsins kemur
hvað eftir annað fram, að umræða
um hvernig megi auka fjölda félaga
hefur verið mikil. I þetta verkefni
hefur því farið mikill tími og orka
fyrri stjórna klúbbsins. Sú stjórn,
sem nú situr, hefur m.a. glímt við
það verkefni að auka fjölda ungl-
inga og kvenna í klúbbnum. Það
bíður hins vegar næstu stjórnar að
glíma við það verkefni að halda
fjölda félaga i skefjum, og í raun
hefur núverandi stjórn mótað sér
skoðun á því, hvernig eigi að standa
að þeim málum, og mun ég koma
betur að því síðar.
Eins og kom fram á siðasta aðal-
fundi hefur verið unnið að því að fá
viðbótarsvæði í mýrinni frá Laxa-
lóni aðgolfvellinum. Það mál er enn
ekki í höfn en búið að ganga frá öll-
um málum við borgina, nema einu.
Það er sá hektari, sem Erlingur
Gíslason á og nýtir undir hesta.
Borgin hefur samþykkt að reyna að
fá land Erlings í skiptum fyrir svæði
fyrir hesta annars staðar. Þessum
viðræðum er ekki lokið. En að öðru
leyti er búið að ræða aðra þætti, sem
snúa að borginni. Næsta stjórn mun
væntanlega skipuleggja þetta svæði,
en þar hefur mest verið rætt um æf-
ingasvæði og hugsanlega 9 holu par
3 völl. Hvað varðar fyrirhugaðan
golfvöll í Gufunesi er það að segja,
að stjórnin hefur unnið að því að fá
það svæði. Almennt held ég að
stjórnendur borgarinnar séu sam-
mála okkur um að nauðsynlegt sé
fyrir GR að fá úthlutað landi við sjó
til að auðveldara sé að stunda íþrótt-
ina árið um kring. Þá hafa forráða-
menn borgarskipulags beðið um að
fá frumdrög að hönnun svæðisins í
Gufunesi.
Framkvæmdir
Helstu framkvæmdir á liðnu
starfsári voru:
1. Vallarframkvæmdir: Ekki fóru
fram hjá neinum kylfing, sem lék
í Grafarholti, þær gífurlegu
framkvæmdir, sem staðið var i á
sl. sumri. Samtals voru nýfram-
kvæmdir á vellinum i Grafar-
holti fyrir 3.258.062 krónur.
Stærstu framkvæmdir voru 8.
flötin og 5. flötin, sem voru end-
urbyggðar. Þá var 4. teigur
stækkaður verulega, auk þess
sem 9., 11. og 15. teigarnir voru
stækkaðir. Búin var til ný æf-
ingaflöt með æfingaglompum.
Auk þess var unnið að ýmsum