Kylfingur - 24.04.1989, Blaðsíða 30

Kylfingur - 24.04.1989, Blaðsíða 30
30 KYLFINGUR brugðu menn sér í bæinn í Bromley. Verslunargatan eða verslunarhverfið þar er ekkert síðra en Oxford Street, jafnvel betra, því að ekki er sama örtröð þarna og í aðalverslunargötu London. Þarna eru samt allar sömu verslanirnar. Síðdegis var boð inni hjá Dorothy og Jóhanni, þar sem þeim fjórmenn- ingum gafst tækifæri á að kynnast því fólki sem tæki drengina að sér á meðan á dvöl þeirra í London stæði. Var þetta fólk einkar vingjarnlegt enda flestir góðvinir Dorothy og Jóhanns. Seint um kvöldið var síðan flogið heim til íslands. Var ferð þessi i alla staði hin ánægjulegasta. Það er eng- um vafa undirorpið, að það er hag- kvæmt og skemmtilegt fyrir íslenska kylfinga að dveljast þarna. Enginn verður fyrir vonbrigðum með golf- vellina, hótelið er ágætt, og London er jú alltaf London, án þess að verið sé að fara nánar út í þá sálma. í ágústmánuði sl. sumar kom Jóhann síðan til íslands með þrjá kylfinga úr forystuliði þeirra á Sundridge Park til að endurgjalda þessa heimsókn. Þeir sem komu voru Ron Paterson liðsstjóri, Leslie Wil- son formaður og Victor Sturdee fyrr- verandi liðsstjóri. Fóru þeir fjór- menningar fyrst norður á Akureyri, en komu síðan til Reykjavíkur. Léku þeir hring hér í Grafarholti, og fram- kvæmdastjóri klúbbsins fór með þá í ferð til Gullfoss, Geysis og Þing- valla. Þaðan var farið til Hvamms- víkur í Kjós og rennt fyrir silung hjá Óla Skúla, sem bauð síðan til kvöld- verðar. Þessir ensku vinir okkar urðu áreiðanlega ekki fyrir vonbrigðum með ferð sina til íslands og fóru ánægðir heim. Vonandi sjáum við þá sem fyrst aftur hér í Grafarholti. Bestu golferðina færðu hjá okkur. Komdu með til Mallorka þar eru vellirnir og við líka. tmMIMC FERÐASKRIFSTOFA HALLVEIGARSTÍG 1 - SÍMAR 28388 - 28580

x

Kylfingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.