Kylfingur - 24.04.1989, Blaðsíða 37

Kylfingur - 24.04.1989, Blaðsíða 37
KYLFINGUR 37 Þá er rétt að benda á Landsmót í holukeppni, sem fram fer í Grafar- holti 9. - 10. september. Vegna síaukins fjölda þátttakenda í Meistaramóti GR er það nú með öllu útilokað, að keppendur geti valið sér rástíma. Því verður mótið framkvæmt með svipuðu fyrirkomu- lagi og á síðasta ári, enda eðlilegt að keppinautar leiki saman í slíku stór- móti sem Meistaramótið er. Aðrar þreytingar eru helst þær að Stórmót Stöðvar 2, sem fram fór í fyrsta sinn í fyrra verður nú með örlítið öðru sniði, vegna þeirra breytinga sem gerð er með stigamót- unum. Nýr bakhjarl, NIKO hf. mun styðja við kvenfólkið með GUCCI- mótinu, sem fram fer í júní og kemur í staðinn fyrir VOGUE—mótið. Vogue mun hinsvegar flytja sinn stuðning yfir á unglingastarfið með svokölluðu ,,Round Robin“ móti, þar sem allir keppa við alla með sér- stöku fyrirkomulagi. Það er von okkar, a allir fái eitt- hvað við sitt hæfi með þessari móta- skrá og ekki eftir neinu að bíða með að merkja í dagbókina og hlakka til. Það er rétt, að það komi fram, að völlurinn verður ekki lokaður fyrir félagsmenn, þó svo að fram fari inn- anfélagsmót. Þátttakendur í mót- unum hafa aðeins forgang að þeim tíma sem mótin eru auglýst á. Komi auðir tímar inn á milli rástíma verður þeim úthlutað til félagsmanna, sem ekki eru þátttakendur í viðkomandi móti. Þetta fyrirkomulag gildir ekki, begar um opin mót er að ræða. Þá verður völlurinn lokaður á meðan ræst er. A sama hátt og mótaskráin kemur væntanlegum þátttakendum í mót- um sumarsins að gagni við að skipu- 'eggja sinn tíma á golfvellinum, ætti skráin að vera jafn nauðsynleg þeim sem ekki taka þátt í mótum. Þannig sjá þessir aðilar, að völlurinn er upp- tekinn á ákveðnum timum, en það býðir ekki, að útilokað sé að spila á vellinum þá daga sem mót fara fram. Með þvi að áætla fjölda þátttakenda í viðkomandi mótum miðað við þátt- töku síðasta árs, má auðveldlega sjá fyrirfram hversu langur tími það er hverju sinni sem fer í að ræsa kepp- endur. í trausti þess að snjóa leysi — sjá- umst! Sigurður Ág. Jensson form. kappl. nefndar Mótaskrá GR 1989 1. maí: kl. 13.00 Einnarkylfukeppni.1 (34) 6. maí: — 9.00 Flaggakeppni.1 (40). 15. maí: — 9.00 Hvítasunnubikar, undirbúningur.1 (58) 18. maí: — 14.00 MK-mótið.1 (61) 23. maí: — 16.00 Maímót nýliða að Korpúlfsstöðum.3 (23) 24. maí: — 14.00 Maímót unglinga 14 ára.3 (6) 25. maí: — 14.00 Arnesonskjöldurinn.1 (81) 28. maí: — 9.00 Öldungamót.4 (39). 30. maí: — 18.00 Kvennamót, 12 h.1 1. júní: — 16.00 Feðgakeppni, fjórmenningur.1 (62) 3.—4. júní: — 8.00 Stigamót karla og kvenna.2 10. júní: — 8.00 Nissan-mótið, opið.1 (51) 11. júní: — 9.00 Gucci, opið kvennamót, m/án forgj. 13. júní: — 16.00 Júnímót nýliða að Korpúlfsstöðum.3 17.—18. júní: — 8.00 Stórmót Stöðvar 2 (AM/AM).3 (106) 21. júní: — 14.00 Júnímót unglinga 14 ára.3 (14) 22. júní: — 14.00 Jason Clark.1 (85) 23. júní: — 14.00 Öldungamót LEK. 24. júní: — 20.00 Jónsmessumót.1 (74) 25. júní: — 13.00 Hjóna- og parakeppni (greensome).1 (28) 28. júní: — 13.00 Esso-mótið.4 (101) 1.—2. júlí: — 8.00 Opna GR-mótið.4 (200) 5.-8. júlí: — 8.00 Meistaramót GR.2 (174) 11. júlí: - 16.00 Júlímót nýliða að Korpúlfsstöðum.3 (30) 12.—13. júlí: — 8.00 Stigamót karla og kvenna.2 14. júlí: — 14.00 Júlímót unglinga 14 ára.3 (12) 15. júlí: — 8.00 Lacoste opið.1 (119). 19. júlí: — 17.00 Nissan, opið unglingamót 18 ára.3 (19) 22.-23. júlí: — 9.00 Fannarsbikarinn, opið öldungamót.3 (34) 25. júlí: — 17.00 Einherjamót GR.1 (5) 27. júlí: — 14.00 Keppni Jóns Agnars, 14 ára.3 (13) 27. júlí: — 18.00 Kvennamót, 12 holur.4 28,—30. júlí: — 14.00 Keppni Jóns Agnars, 14 ára.3 (13) 8. ágúst: — 16.00 Ágústmót nýliða að Korpúlfsstöðum.3 10,—12. ág.: — 8.00 Landsmót öldunga.3 19. ágúst: — 9.00 Olíubikarinn, undirbúningur.1 (81) 20. ágúst: — 8.00 Nýliðabikarinn, undirbúningur 1 (20) 20. ágúst: — 10.00 Kvennamót.4 (14) 20. ágúst: — 11.00 Nýliðabikar unglinga, 14 ára, undirb.' (12) 23. ágúst: — 14.00 Ágústmót unglinga, 14 ára.3 (17) 26.-27. ág.: — 8.00 Olís-BP mótið, karla/kvenna.3 (135) 2. sept.: — 9.00 Innanfélagsmót.4 (45) 9.—10. sept.: — 8.00 Landsmót í holukeppni.5 16. sept.: — 13.00 Firmakeppni GR, úrslit.2 (14) 23. sept.: — 9.00 Innanfélagsmót.1 (61) 24. sept.: — 9.00 Haustleikur ungl. 18 ára, fjórm.1 (32) 30. sept.: — 9.00 Innanfélagsmót.1 (32) 7. okt.: — 14.00 Bændaglímaij.5 Höggleikur með forgjöf 2 Höggleikur án forgjafar 3 Höggleikur með og án forgjafar 4 Punktakeppni Holukeppni Tölur innan sviga tákna fjölda þátttakenda í fyrra.

x

Kylfingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.