Kylfingur - 24.04.1989, Blaðsíða 8

Kylfingur - 24.04.1989, Blaðsíða 8
8 KYLFINGUR fjölmargra annarra vandamála, sem þessi stjórn hefur átt við að glíma. M.a. hefur þetta gert eðlilegt félags- líf útilokað. Þess vegna hef ég rakið þessa sögu hér. Því er hér við að bæta, að stjórnin er sammála um, að ekki komi annað til greina, en að klúbburinn sjái um þennan rekstur sjálfur næsta sumar, þannig að hér verði heimilisleg versl- un með þjónustusinnað starfsfólk og eðlilega verðlagningu. Starfsmenn. Starfsmannahald klúbbsins var svipað og í fyrra. Eins og ég hef áður sagt tel ég GR vera heppinn með að hafa fengið Björgúlf Lúðvíksson til starfa. Ég hef svo oft áður hrósað honum fyrir vel unnin störf, að það er nánast að bera í bakkafullan læk- inn. Björgúlfur hefur verið ein af forsendum fyrir veru minni í for- mennsku hjá GR. Enda maðurinn öllum hnútum kunnugur og sjálf- stæður. Þvi fylgja bæði kostir og gallar að hafa sjálfstæðan fram- kvæmdastjóra, en ég tel kostina mun meiri, sérstaklega þegar menn eru 95% sammála um að hverju skuli unnið. Ég vil benda á, að þegar golfklúbbur er kominn í þessa stærð eru verkefnin mörg og margvísleg og mörg þeirra koma aldrei fyrir sjónir félaga. Nú eru flestir félagar í ein- hverju sambandi við framkvæmda- stjóra. Ef hver félagi telur eðlilegt, að framkvæmdastjóri klúbbsins gefi sér tvisvar hálfa klukkustund á ári til að ræða málin, sem geta verið af hinum ólíklegasta toga, þá fara í það eitt á niunda hundrað klukkustund- ir. Ég ætla ekki að tina til fleiri dæmi, en tek þetta einúngis til að lýsa hvað verkefni, sem fæstir lita á sem timafrek, geta tekið mikinn tima. Nú í lok tímabils hefur stjórn- in sest niður með framkvæmda- stjóra og yfirfarið málefni sumars- ins, rætt þau sem ekki gengu nægi- lega vel og komist að samkomulagi um, hvernig megi vinna enn betur að málum GR. Þá langar mig að víkja að Svan Friðgeirssyni og hans störfum fyrir klúbbinn. Eins og allir hér vita hefur Svan haft afskipti af vellinum í ára- raðir. Ég tel það ómetanlegt happ fyrir GR, að svo hafi verið. Það er nauðsynlegt að stefnufesta og mark- viss framtíðarsýn séu fyrir hendi, þegar um málefni golfvallar er að ræða. Þó ekki væri nema til að koma í veg fyrir, að á 18 holu velli séu 30 teigar eins og dæmi er til um. Ég visa einnig í sorglega reynslu okkar af sífelldum skiptum eins og átt hefur sér stað með veitinga- aðila. Ég hef fylgst með störfum Svans hér á vellinum í sumar og fullyrði, að það er með ólíkindum, hve áhuga- samur og starfsamur hann er. Lík- lega lýsir orðið hamhleypa honum best. Svan hefur bent stjórninni á ýmislegt sem betur má fara í um- gengni félaga á vellinum, og fékk hann heimild stjórnar til að ganga eftir betri umgengni við félagsmenn, og gekk hann fram í því eins og öðr- um verkum, sem hann tekur að sér. Svan hefur sagt mér, að undan þessu vilji hann losna, þetta sé verkefni stjórnar og framkvæmdastjóra, og þrátt fyrir að ég sé honum sammála um það tel ég, að hann hafi unnið þarft verk með að ýta við stjórn um nauðsyn á átaki í umgengnismálum. Hefur stjórnin reyndar rætt um lausn þessara mála fyrir næsta tíma- bil. Báðum þessum starfsmönnum svo og öðru starfsfólki klúbbsins færi ég hinar bestu þakkir fyrir vel unnin störf. Fjármál. Gjaldkeri klúbbsins mun víkja nánar að fjármálunum. En ég tel að stjórnin geti vel við unað, reikning- arnir sýna blómlegt starf. Ljóst er, að í hönd fer erfitt ár hvað varðar ýmsar tekjuaflanir, sem sækja á til fyrirtækja, þess vegna verða allir að leggjast á eitt við þær tekjuaflanir, sem lagt verður í. Ég vil nota þetta tækifæri og minna á getraunir. Nú geta þeir sem tippa valið, hvaða íþróttafélag þeir styðja, þ.e. 15% af andvirði seðils renna til viðkomandi félags. Númer GR er 131 og hvet ég alla til að leggja númerið 131 á minnið. Einn liður í okkar fjáröflun er samningur okkar við Stöð 2, en segja má, að þar hafi framkvæmda- stjórinn átt stóran hlut að máli. Þessi samningur var gerður á miðju sumri, þannig að ekki vannst tími til að vinna úr þeim samningi. Samt sem áður gaf þessi samningur klúbbnum 250 þúsund krónur, auk þess sem hann er í gildi til maí 1989, þannig að þegar golfþættir byrja aftur í sjónvarpinu, þ.e. í febrúar, eigum við vænlega tekjumöguleika. Fjöldi félaga í GR. Eins og áður hefur komið fram verður ekki lengur haldið áfram á þeirri braut að stækka klúbbinn. Til takmörkunar á aðsókn á völlinn í Grafarholti og í ljósi þessa ástands hefur stjórnin orðið sammála um eftirfarandi: 1. Loka Grafarholtsvelli fyrir utanfélagsmönnum ákveðinn tima dagsins eftir nánari ákvörðun stjórnar. 2. I Grafarholti leika ekki utan- félagsmenn, nema þeir hafi for- gjöf. 3. Vegna inntöku nýrra félaga á næsta ári gildir- sú regla, að áður en nýliðar fái inngöngu í klúbb- inn þurfi þeir að sækja nám- skeið á vegum klúbbsins í golf- reglum og siðum. Jafnframt hafi þeir uppáskrift kennara um lágmarkskunnáttu í golfleik, áður en þeir fá að spila í Grafar- holti. 4. Meðmælendur nýrra félaga verði ábyrgir fyrir nýliða. 5. Fjölgun nýrra félaga verði ekki meiri en 5 % og helst í sem mestu samræmi við þann fjölda, sem hættir í klúbbnum. 6. Enginn kylfingur fái að leika án greiðslu vallargjalda, ef félags- gjald hefur ekki verið greitt. Unglingamál. Golfskóli GR var starfræktur í sumar 3. árið í röð. Haldin voru þrjú 1. stigs námskeið, eitt 2. stigs nám-

x

Kylfingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.